Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 68
40 14. júní 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > PAM + TOMMY = SATT Pamela Anderson og Tommy Lee eru flutt saman og ætla að láta reyna á samband sitt í 801. skiptið, eins og Lee segir sjálf- ur. „Þetta er frábært og geng- ur virkilega vel. Maður sér hvað börnin eru ánægð þegar við erum saman,“ segir Lee. Þau skildu síðast árið 1998. Enn bætist í „vintage“- flóru Reykjavíkur. Nýja verslunin Foxy Gold opnar á Laugavegi í dag og býður gestum af því tilefni upp á hársnyrtingu. Foxy Gold er svokölluð „vintage“- búð, þar sem verslað er með notað- an fatnað. „Þetta er „vintage“ og „retro“-búð. Við höfum verið að sanka að okkur fötum héðan og þaðan og stefnum á að vera með vandaðan „vintage“-fatnað. Við veljum bara það flottasta,“ útskýr- ir Árný Björk Sigurðardóttir, sem á og rekur verslunina ásamt Terry Devos. „Okkur langar að kynna notuð föt fyrir aðeins breiðari hópi. Við viljum fá til okkar konur sem myndu aldrei fara til að finna sér neitt í Spúútnik, til dæmis og kynna þetta aðeins fyrir þeim. Notuð föt geta verið mjög falleg og vönduð,“ segir Árný. Framboðið í Foxy Gold verður ansi breitt, að sögn Árnýjar. „Við verðum með boli og samfestinga, kjóla, klúta, töskur og eyrnalokka og allt mögulegt bara. Við ákváðum að einbeita okkur frekar að kven- fatnaði til að byrja með, en erum líka með herralínu sem mun stækka með tímanum,“ útskýrir hún. Árný og Terry eru bæði þaul- reynd í tískuheiminum, Árný hefur til dæmis unnið hjá Zöru undanfar- in fimm ár. „Terry er búinn að vera í bransanum í 15 ár. Hann vann hjá Gucci og rak líka sína eigin búð í London,“ segir hún. Foxy Gold blæs til opnunargleði kl 17 í dag, þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að kynna sér úrvalið, njóta léttra veitinga og jafnvel fá létta hársnyrtingu. Hár- greiðslustofan Supernova mun nefnilega gera út af örkinni sendi- nefnd sem býður gestum upp á að fá toppinn sinn snyrtan. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd,“ segir Ásgeir. „Við mætum á laugar- dag og tökum eina og eina toppa- klippingu inn á milli kampavíns- glasanna,“ segir hann. „Þeir gætu að vísu orðið pínulítið skakkir. Svona kampavínstoppar,“ bætir hann við og hlær. Foxy Gold er til húsa að Lauga- vegi 83. Allir eru velkomnir í opn- unarteitið í dag. sunna@frettabladid.is Notaðir kjólar og klipping „Jú, það er rétt, það hafa ansi margir hringt og viljað forvitnast aðeins meira um þetta. Við finn- um fyrir auknum áhuga og þetta virðist hafa haft jákvæð áhrif,“ segir Björk Kristjánsdóttir, eig- andi netfyrirtækisins AVK, sem selur sjálfsfróunarmúffuna eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Múffan er eitt vinsælasta hjálpar- tæki fyrir karla í heiminum um þessar mundir og er nú loks til sölu hér á landi. Íslenskir karlar virðast hafa tekið múffunni opnum örmum. Í samtali við Ágúst Smára Beaumont í gær kom fram að fyr- irtækið væri í eigu Bjarkar, móður hans, og fyrrverandi eigin- manns hennar. Það er hins vegar alls kostar ekki rétt því fyrirtækið er í eigu Bjarkar og fyrrverandi eiginmanns Ágúst- ar. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Björk segist reyndar ekki kippa sér mikið upp við svona mistök, hún sé vön því að fólk gapi af undrun yfir því að allir geti lifað í sátt og samlyndi þrátt fyrir að einhverjar breytingar verði á einkahögum fólks. Björk bendir aftur á móti á að auðvitað sé umfjöllun um þessa hluti alltaf tvíbent, margir hafi áhuga á að snúa öllum kynlífs- tengdum vörum upp í eitthvað neikvætt og „dónalegt“. „Þetta er ósköp skrýtið viðhorf og það er eins og fólk geri sér ekki almenni- lega grein fyrir því að við lifum á árinu 2008 en ekki einhvers stað- ar í fornöld,“ útskýrir Björk. - fgg Múffan slær í gegn ÁHUGASAMIR KARLAR Síminn hefur varla stoppað hjá AVK sem selur sjálfsfróunarmúffuna. Eitt vinsælasta hjálpartæki karla virðist því ætla að slá í gegn hér á landi. Ný bók um ævi Madonnu er væntanleg á markaðinn. Höfundurinn er Christop- her Ciccone, bróðir söngkonunnar, sem skrifar bókina í óþökk hennar. Systkinin Madonna og Christopher hafa unnið saman í gegnum tíðina, en eru hins vegar ekki náin lengur, að sögn talskonu Madonnu, Liz Rosenberg. Söngkonan ku vera afar sár yfir þessu útspili bróður síns. „Madonna hefur hjálpað Christopher frá fyrsta degi á ferli hennar. Hún kom honum í tónlist- armyndband, leyfði honum að stýra tón- leikaferðalagi og innrétta heimili henn- ar. Hún hefur gefið honum milljónir dollara,“ segir heimildarmaður síðunn- ar Perezhilton.com, sem ku vera náinn söngkonunni. Ástæðan fyrir vinslitum Madonnu og Christophers munu vera áfengis- og eiturlyfjavandamál hans. „Það kom að því að það fór alveg úr böndunum og hún varð að loka á hann. Madonna hefur boð- ist til að borga fyrir meðferð og lækna en hann vill ekki fara,“ segir heim- ildarmaðurinn. „Christopher fær enga vinnu. Hann getur ekki verið til. Hann hefur verið rekinn úr íbúðinni sinni í Miami. Hann er blankur,“ segir heimildarmaðurinn, en Mad- onna telur sjálf að hann sé ein- göngu að skrifa ævisöguna vegna peninganna, og hefur þar að auki áhyggjur af því að hann muni ljúga ýmsu um lífshlaup hennar. Ekki er vitað hvenær bókin er væntanleg á markað. Madonna sár út í bróður sinn ÓSÁTT Madonnu er ekki skemmt yfir því að bróðir hennar, Christopher Ciccone, hyggist skrifa ævisögu hennar. Í kjölfar hugmynda Seyðfirðinga um sumartíma á Íslandi hefur tíminn verið óvenju tíðræddur upp á síðkastið. Það fellur í hlut Símans að sjá landsmönn- um fyrir nákvæmum rauntíma. Það er gert í gegnum símanúmer- ið 155, eða Klukkuna. Samkvæmt upplýsing- um frá Símanum nýta um 12.000 sér þjónustuna að meðal- tali á mánuði eða um 400 á dag. Fyrsta talklukkan kom til landsins 1937, en klukkurnar eru orðnar þrjár alls. Sigríður Hagalín las inn á aðra klukkuna, 1963, en Ingibjörg Björnsdóttir á þá þriðju, 1997 og hljómar því enn í dag. Klukkan er eins nákvæm og hugsast getur en henni skeikar mest um 150 nanósekúndur. Það má því alltaf treysta á ungfrú Klukku. - kbs Klukkan í fullri notkun KLUKKAN, 155 Tilfar enn. NORDICPHOTOS/GETTY Vinur tvíburasystranna Mary- Kate og Ashley hefur nú ljóstrað því upp að til að fá þær að brosa þurfi einungis að segja orðið sveskja. Samkvæmt vininum hvísla þær systur þetta orð þegar þær þurfa að brosa fyrir mynda- vélar. Annar heimildarmaður segir að það sé auðvelt að þekkja þær systur í sundur á brosinu, „Mary-Kate er með aðeins þynnri varir og er með prakkaralegra bros en Ashley,“ segir hann. Þeir sem hafa átt í efiðleikum með að þekkja systurnar í sundur ættu að geta nýtt sér þessar upplýsing- ar. Broslegt orð Þeir Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi, Hólmsteinn Kristjánsson og Ágúst Aðalsteinsson komu nýverið á fót einu fyrsta íslenska hjólabrettamerkinu, Amma Skates. „Hugmyndin fæddist fyrir um fimmtán árum síðan en er nú fyrst að taka á sig raunverulega mynd,“ segir Steini, „Við erum allir þrír gamlir hjólabretta- kappar og þetta hefur verið draumur okkar lengi.“ Brettin munu þeir kaupa að utan en þeir ætla sjálfir að sjá um að skreyta þau. „Hjólabrettin verða í nokkrum gerðum og stærðum, við verðum meðal annars með svokölluð retró-bretti sem eru fyrir þá sem vilja bara renna sér. Við handprentum grafíkina á hjólabrettin þannig að engin tvö bretti verða nákvæmlega eins,“ segir Hólmsteinn, hann tekur þó fram að þetta þýði ekki að brettin verði dýrari en önnur hjólabretti. „Við erum í þessu af hugsjón, ekki til þess að græða,“ segir hann. Hjólabrettin verða seld í nýrri verslun við Ingólfs- torg, þar sem hjólabrettabúðin Underground var eitt sinn til húsa. Búðin, sem er í eigu þeirra sömu og eiga versluninna Noland, hefur fengið nafnið Reykjavík Skateshop. „Vörurnar okkar munu þó ekki koma í hús fyrr en eftir tvær til þrjár vikur,“ segir Steini. Það eru þó ekki einungis hjólabretti sem þeir kappar munu selja undir Amma Skates- merkinu. „Við stefnum á að vera með allt frá bolum og peysum til ýmissa fylgihluta,“ segir Hólmsteinn. Spurðir út í nafnið á hinu nýja hjólabrettamerki svara þeir: „Steini datt niður á nafnið einn daginn, okkur fannst það kjörið því bæði skrifast það fallega og er þar að auki mjög auðvelt að muna.“ Þeir sem vilja skoða brettin er bent á síðuna myspace.com/ ammaskates. - sm Handskreytt hjólabretti frá ömmu HÓLMSTEINN KRISTJÁNSSON OG STEINAR FJELDSTED Hanna hjólabretti undir merkinu Amma Skates. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýlega sást til leikkonunnar Linsay Lohan þar sem hún skartaði myndarlegri bumbu. Leikkonan er þó ekki ólétt heldur er hún að leika í nýrri gamanmynd sem hefur fengið nafnið Labor Pains. Þar leikur Lindsay aðstoðarmann útgefanda sem setur á svið óléttu til þess að verða ekki rekin úr starfi. Gerviólétta Lindsay Nýjustu fregnir herma að mexíkóska fegurðardísin Salma Hayek ætli upp að altarinu í sumar. Sá heppni er franski auðkýfing- urinn og barnsfaðir hennar, Francois- Henry Pinault. Salma mun víst vera að leita að hinum fullkomna brúðarkjól þessa dagana, en brúðkaupið mun að öllum líkindum fara fram í bænum Saint-Tropez í ágúst. Salma giftir sig í sumar VÖNDUÐ VINTAGE-FÖT Þau Árný og Terry hyggjast bjóða upp á vandaðan „vintage“- fatnað í verslun sinni, Foxy Gold, sem opnar á Laugavegi í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.