Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 4
4 14. júní 2008 LAUGARDAGUR Lucia Celeste Molina Sierra sagð- ist fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag hafa misst vini, en ekki vinnu eins og stóð í Fréttablaðinu í gær. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Robert Dariusz Sobiecki, pólskur ríkis- borgari um tvítugt, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á salerni á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars á síðasta ári. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða henni eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Mál þetta hefur vakið athygli vegna ferlis þess í dómskerfinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði manninn síðastliðið sumar og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Í dómsniðurstöðu þá kom fram að maðurinn og stúlkan, sem þekktust ekkert, höfðu orðið samferða niður að salerninu, hann haldið utan um hana og þau átt orðaskipti. Síðan ýtti maðurinn henni inn í salernisklefann, læsti að þeim, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og hafði við hana munnmök. Síðan ýtti hann henni niður á gólfið og hafði við hana samræði. Maðurinn neitaði sök um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni og kvað samræðið á salernisgólfinu hafa farið fram með fullum vilja stúlkunnar, sem þá var orðin töluvert ölvuð. Dómurinn taldi að í ljósi atburðarásar hefði manninum ekki hlotið að vera ljóst að samræðið og kynferðismökin væru gegn vilja stúlkunnar. Þá hefði verknaðurinn ekki talist ofbeldi í skilningi ákvæðis í almennum hegningarlögum. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þar kvað við annan tón en í héraðsdómi. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þótt fólkið hafi orðið samferða að salerninu sé það mat héraðsdóms að stúlkan hafi ekki getað talist andhverf frekari samskiptum ekki á grunni reist. Þá verði ekki horft framhjá því að maðurinn hafi farið inn á kvennasalerni og beðið þar eftir stúlkunni fyrir framan lokaðan klefa áður en til athæfis hans kom. Hæstiréttur ómerkti því dóminn og vísaði honum aftur til héraðsdóms til aðalmeðferðar og dóms á nýja leik. Héraðsdómur, skipaður öðrum dómurum en áður, leit svo á nú að athæfi mannsins yrði metið sem ofbeldi í skilningi laganna. Hann er nú sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðis- brot gagnvart stúlku sem var nítján ára þegar brotið var framið. Í dómnum segir að brotið hafi verið ófyrirleitið og til þess fallið að valda stúlkunni verulegum skaða. Vísað er til þess að hún glími við andlega vanlíðan, öryggisleysi og hræðslutilfinningu. Eigi hún erfitt með að vera í fjölmenni, sé uppburð- arlítil og kvíðin fyrir framtíðinni. Maðurinn eigi sér engar málsbætur. jss@frettabladid.is Hótel Sögu-nauðgari í þriggja ára fangelsi Karlmaður um tvítugt var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á kvennasalerni á Hótel Sögu í fyrra. Héraðsdómur hafði áður sýknað manninn. Hæstiréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur heim í hérað. LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu handtók mann með umtals- vert magn af hassi og peninga í fórum sínum í fyrrakvöld. Við húsleit hjá manninum í Breið- holti, sem gerð var að undan- gengnum úrskurði, fannst tæpt kíló af hassi og tvö hundruð þúsund krónur í peningum. Maðurinn, sem er 25 ára, hefur áður komið við sögu lögreglu. Hann sat inni fram eftir degi í gær og sætti yfirheyrslum. Annar karlmaður, 23 ára, var handtekinn um leið og hinn fyrri, en honum sleppt fljótlega. Aðgerðin var liður í skipulagðri baráttu gegn sölu- og dreifingar- neti fíkniefnasala. - jss Karlmaður handtekinn: Tekinn með kíló af hassi KVENNASALERNIÐ Kvennasalerni í kjallara Hótel Sögu þar sem maður beitti stúlku sem þá var innan við tvítugt kyn- ferðislegu ofbeldi. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í gær. 17. mars 2007 Robert Sobiecki nauðgar konunni á salerni í kjallara Hótels Sögu. 5. júlí 2007 Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar Sobi- ecki af nauðgunarákæru. 14. febrúar 2008 Hæstiréttur ómerkir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísar málinu aftur í hérað. 13. júní 2008 Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur, skipaður öðrum dómurum, dæmir Sobiecki í þriggja ára fang- elsi fyrir nauðgunina. FERILL MÁLSINS ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 PAKISTAN, AP Bandarísk yfirvöld greindu frá því í gær að þau myndu, í samstarfi við Pakistan-stjórn, rannsaka hvað í raun gerðist í hern- aðaraðgerð við landamæri Pakist- ans og Afganistans í vikunni, en Pakistanar segja ellefu hermenn sína hafa fallið í henni. Yfirvöld í Pakistan segja her- mennina hafa látið lífið er Banda- ríkjamenn gerðu loftárás, sem hafi verið tilefnislaus og huglaus. Til að svara fyrir sig birtu bandarísk yfir- völd myndband af árásinni á fimmtudag. Á því má sjá um sex menn, sem meðal annars kasta handsprengjum og skjóta á her- menn Bandaríkjahers. Mennirnir sjást síðar fara í felur og þá sést hvar sprengjum er varpað á þá. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið segir að þessir sex menn, sem hafi verið talíbanar eða hlið- hollir þeim, hafi látið lífið. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort pakistönsku hermennirnir hafi fallið í árásinni. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna hefur þó beð- ist afsökunar á árásinni og sagt hana áminningu um að betri sam- skipta væri þörf á milli samherja- herliða á landamærum. Samstarf við Bandaríkjamenn er óvinsælt í Pakistan, þar sem nú er reynt að ná friðarsamkomulagi við talíbana sem dvelja á landamærun- um að Afganistan. Ráðamenn vestra óttast að slíkt samkomulag muni gefa talíbönum og Al-Kaída meira svigrúm til að fremja hryðju- verk. - þeb Pakistanar bera Bandaríkjaher á brýn að hafa drepið 11 hermenn að tilefnislausu: Boða sameiginlega rannsókn BORINN TIL GRAFAR Þorpsbúar í Pesha- war bera einn þeirra ellefu manna sem létu lífið í árásinni á þriðjudag til grafar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSTÓLAR Karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að ganga í skrokk á sambýl- iskonu sinni. Hann réðst á konuna þar sem hún svaf og misþyrmdi henni síðan með hrindingum, höggum og spörkum. Konan komst ekki undan manninum fyrr en henni tókst að komast inn í svefnher- bergi og gat læst að sér. Hún hlaut margvísleg meiðsl af völdum misþyrminganna, mar og eymsli víða um líkamann. Árásarmanninum var gert að greiða henni ríflega sex hundruð þúsund krónur í skaðabætur. - jss Fjögurra mánaða fangelsi: Misþyrmdi sambýliskonu KÍNA, AP Kínverjar og Taívanar hafa ákveðið að hefja beint flug á milli meginlandsins og eyjunnar. Það var ákveðið í fyrstu formlegu viðræðunum milli Kínverja og Taívana árið 1999. Byrjað verður að fljúga á milli hinn 4. júlí, en hingað til hefur aðeins verið flogið beint á hátíðisdögum. Þá verður 3.000 ferðamönnum á dag leyft að dveljast á hvorum stað. Samskipti Kína og Taívans hafa batnað til muna eftir að Ma Ying- jeou tók við embætti forseta í Taívan í maí. - þeb Samskipti að batna: Beint flug milli Kína og Taívan HEILBRIGÐISMÁL Staða forstjóra Landspítalans hefur verið auglýst laus til umsóknar. Skipað verður í stöðuna 1. september og er ráðningin til fimm ára í senn. Þetta kemur fram á vefsíðu heilbrigðis- ráðuneytisins. Kröfur til forstjórans eru auk heppilegrar háskólamenntunar reynsla af rekstri og stjórnun, leið- togahæfileikar og samskiptahæfni. Deilt hefur verið um brotthvarf Magnúsar Péturssonar, fyrrver- andi forstjóra, og telja stjórnar- andstæðingar á Alþingi að pólitísk sjónarmið hafi ráðið þeirri ákvörðun. - ges Staða opin til umsóknar: Auglýst eftir nýjum forstjóra LANDSPÍTALINN Það verður kannski bjartara yfir spítalanum eftir að nýi forstjórinn tekur við. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 15° 16° 15° 17° 18° 17° 16° 18° 19° 18° 19° 17° 19° 22° 27° 30° 20° 14 18 Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast vestan til MÁNUDAGUR 10-15 m/s hvassast NV-til 12 16 17 14 17 13 16 10 12 12 6 5 3 5 3 5 1 6 5 5 5 12 16 1412 11 11 11 1213 17 19HELGIN Blíðskaparveður verður yfi rleitt á landinu í dag. Víðast bjartviðri og hægur vindur og auk þess milt, einkum til landsins. Þungbúnast verður á vestanverðu landinu, einkum er líður á daginn. Á morgun nálgast lægð. Við það þykknar víða upp og það bætir í vind. Þá má búast við vætu vestan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Sænskir skátar tjalda frítt Flokkur fjörutíu skáta frá Svíþjóð tjald- ar ókeypis á tjaldstæðinu í Hveragerði fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar sem þar með varð við ósk Skáta- félagsins Stróks. HVERAGERÐI Hraðakstur við Akureyri Lögreglan á Akureyri stöðvaði 21 ökumann fyrir hraðakstur aðfaranótt föstudagsins. Þrír þeirra voru á yfir 150 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90. LÖGREGLUFRÉTTIR Laus úr varðhaldi Manninum sem handtekinn var á Akranesi á fimmtudaginn vegna ofsaaksturs og fíkniefnabrots var sleppt undir hádegi í gær. Ekki þótti ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds- úrskurðar yfir manninum en málið er í rannsókn. GENGIÐ 13.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,1712 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,29 79,67 154,14 154,88 121,44 122,12 16,286 16,382 15,092 15,18 12,948 13,024 0,7318 0,736 127,24 128 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.