Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 60
32 14. júní 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON SKRIFAR FRÁ BERLÍN Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 kr .s m si ð 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i : Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i : Þú gætir unnið AVP2 requiem á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Leystu krossgát una! Góð vika fyrir … … rafmagnsbílaeigendur Bensínlítrinn á 170 kall, dísil- lítrinn á 185 kall. Og þetta fer bara hækkandi. Eigum við að ræða það eitthvað frekar? … Svarthöfða Glæsilegir prestar sprönguðu hempuklæddir um bæinn í vikunni vegna prestastefn- unnar. Prestarnir fengu gest utan úr geimnum, sjálf- an Svarthöfða, sem slóst í hópinn og skar sig ekkert svo mikið úr. Flestum fannst þetta svo ljómandi sniðugt, meira að segja prestunum, að Svarthöfði stal eigin- lega senunni. … aðdáendur James Blunt Lágvaxni hjartaknúsar- inn gerði góða ferð á klakann og hrein- lega ærði kven- fólkið með krúttlegum söng og æsandi sviðsfram- komu. Konur á öllum aldri æptu og góluðu og hafa sjaldan skemmt sér eins vel og í Laugar- dalshöllinni á fimmtudags- kvöldið. Slæm vika fyrir … … þjóðarstoltið Á þessari hörmungatíð aldrei að ljúka? Efnahagur- inn í steik og hr. Haarde vælir bara um einelti ef hann er spurður um mót- vægisaðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Bréfin í Eimskip og Decode lækka og lækka en bensínverðið hækkar og hækkar. Hjálp! Ofan á þetta fáum við svo þá hland- blautu tusku í fésið að íslenskar konur séu bara alls ekkert þær fegurstu í heimi. Tímaritið Travel Digest kemst að því að kon- urnar í Amsterdam sé fal- legastar og íslenskar komast ekki einu sinni á blað. Hneyksli! Eins gott að við vitum betur. … iPhone-aðdáendur Bylting kennd við iPhone heldur áfram. Ný tegund þessa tækniundurs hefur verið kynnt til sögunnar og verður komið á markaðinn innan tíðar. Alls staðar nema hér það er að segja. Ástæðurnar eru helst tvær, annars vegar sú að Ísland er ekki á landakortinu í Apple-verksmiðjunni, hins vegar sú að vegna ofsatolla og álagningar á Íslandi verður ekki hægt að selja iPhone á því lága verði sem Apple-fyrirtækið krefst að tækið sé selt á. Kannski ráð að endurskoða íslensku tollalögin, ha? … hasshausa Margur hasshausinn æpti eflaust af skelfingu þegar hann sá for- síðuna í gær: Tvær valkyrjur úr löggunni með 190 kíló af hassi á milli sín, kíló af kókaíni og eitt og hálft af maríjúana. Og allt á leið til eyðingar. Á næsta ári verða tuttugu ár liðin frá hruni múrsins sem skipti borg- inni í tvennt. Á kvöldi opinberrar sameining- ar þýsku ríkjanna, árið 1990, gekk ég frá vesturhlutanum og til aust- urs. Gangan hófst á venjulegum vestrænum miðborgar- götum. Húsin gul og brún og rauð og blá og göturnar hrein- legar. Litadýrð blikkandi auglýs- ingaskilta er eft- irminnileg. En svo var geng- ið í austrið og inn í myrkrið. Ljósa- staurarnir gamlir og birtan frá þeim dauf. Húsin gerð- ust grá og grimm. Í kvöldrökkrinu – eiginlega svört. Austurborgin var að hruni komin og við pabbi snerum til baka úr allt öðrum heimi. Nú til dags, eftir mikið niður- brot og uppbyggingarstarf, er oft erfitt að átta sig á hvorum megin járntjalds maður stendur. Borgar- búar voru ákafir í að eyða óþægi- legri sögunni. Gera austrið að vestri. Túristar kvarta undan þessu og vilja sjá sinn múr og sitt Aust- ur. En það er munur á borgarhlut- unum. Flestir byggingakranarnir liggja til dæmis enn yfir austrinu. Þar er líka fjörugra mannlíf; unga fólkið og listamennirnir. En þetta á við um vinsælan miðbæinn. Þegar farið er lengra og í ystu úthverfi verður munurinn greini- legri. Hellersdorf-hverfi er gott dæmi. Að fara þangað á sólríkum degi er eins og að stíga inn í mis- heppnaða sósíalíska paradís. Aðal- gatan breið göngugata. Enginn umferðarniður. Blokkirnar fjög- urra til fimm hæða og stílhreinar. Börnin leika sér við gosbrunn og undir trjánum. En fullorðnir sitja í hreinu iðjuleysi og drekka bjór og reykja. Verslun sú og þjónusta sem var áður á jarðhæð íbúðar- húsanna er farin eða að fara á hausinn. Þetta er atvinnuleysis- bótabær. Hér blakta fleiri þýskir fánar en fyrir vestan og tískan er önnur. Hún kemur upp um Ossíana, eins og Austmenn eru kallaðir. Tómlegir unglingar rölta um með bjór á skóladegi; gervigullkeðjur niður á maga og vatnsgreitt hárið. Snjó- þvegnir gallajakkar og þröngar hvítar gallabuxur prýða fullorðna. Karlar og konur ganga með eyrna- lokka, strípur og brodda. Hér eru önnur og sovéskari viðmið, í klæðnaði sem öðru. Kaupmenn eru auðvitað búnir að fatta þetta líka. Í Austurlands- lestinni á leiðinni aftur vestur er sérstök rússnesk boxkeppni aug- lýst í sjónvarpinu. Síðan rússneskt skemmti-, matar- og menningar- kvöld fyrir alla, með mynd af Kreml í baksýn. Þessi kostaboð sjást ekki í borg- inni fyrir vestan. Austurþýska tískan MERKI ÞÝSKA ALÞÝÐULÝÐVELDISINS Enn er skipting Þýskalands augljós og má til dæmis greina Austmenn frá hinum á fatnaðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.