Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 10
10 14. júní 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA „Ég er því algerlega ósammála að sú hugmyndafræði sem kynnt er í tveimur setningum í tilboði Heilsuverndarstöðvarinn- ar skáki okkur út af borðinu,“ segir Ari Matthíasson, fram- kvæmdastjóri útbreiðslusviðs SÁÁ. Fjögur tilboð bárust velferðar- sviði Reykjavíkurborgar þegar auglýst var eftir samstarfsaðila við rekstur á búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem eiga að baki margar tilraunir til að hætta áfengis- og vímuefnaneyslu. SÁÁ átti lægsta tilboðið, sem nam um þrjátíu milljónum króna. Hins vegar var ákveðið að semja við fyrirtækið Heilsuverndarstöðina/ Alhjúkrun sem bauð tíu milljónum meira. Þorleifur Gunnlaugsson, borg- arfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir skýringum. Innri endurskoð- un borgarinnar, sem lokið hefur athugun á málinu, segir umrætt verk ekki útboðsskylt þótt það hafi verið auglýst til að gæta jafn- ræðis. Velferðarsvið hafi ekki þurft að fara eftir sérstöku mats líkani við valið heldur aðeins þurft að byggja á málefnalegum forsendum og það hafi verið gert. Í rökstuðningi til Innri endur- skoðunar nefnir velferðarsvið sem helstu ástæðu fyrir vali sínu að útfærsla Heilsuverndarstöðv- arinnar/Alhjúkrunar hafi verið best mótuð á grundvelli faglegra forsendna í auglýsingunni. Þá hafi fyrirtækið boðið fram mjög hent- uga raðhúsalengju undir starf- semina. „Hvað varðar hagkvæmni og þjónustu var talið að Heilsu- verndarstöðin/Alhjúkrun væri sá aðili er best væri fallinn til sam- starfsins,“ segir velferðarsviðið. „SÁÁ er með þrjátíu ára reynslu af því að reka meðferð og endur- hæfingu fyrir áfengissjúklinga og tuttugu ára reynslu í að reka með- ferð og stuðning fyrir endurkomu- fólk. Þetta er nákvæmlega slíkur hópur. Heilsuverndarstöðin hefur enga reynslu í þessum efnum,“ segir Ari Matthíasson. „Borgin er að segja að hugmyndafræði okkar sé einskis virði og hefur trúverð- ugleika okkar að engu. Ég vek athygli á því að við erum lægst- bjóðendur og tel eiginlega ekki eiga að þurfa að rökræða það hvor aðilinn er hæfari.“ Þá kveðst Ari furða sig á að borgin skuli ekki hafa kannað nánar raðhúsalengjuna sem nefnd sé í umsókn Heilsuverndarstöðv- arinnar. Fyrirtækið hafi það hús- næði alls ekki í hendi. Eigandi hússins sé gjaldþrota og þess utan sé það aðeins tilbúið undir tré- verk. „Þegar svona er unnið þá hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri staðreynd að enn er ósamið við SÁÁ um rekstur göngudeildar í Efstaleiti. Það er umhugsunarvert að þetta mál og viljaleysi heil- brigðisráðherra til að semja við okkur kemur fram á sama tíma og fleiri verkefnum er beint inn í þetta batterí.“ gar@frettabladid.is Borgin sögð vanmeta reynslu SÁÁ í útboði Ari Matthíasson hjá SÁÁ segir hagsmuni borgarbúa fyrir borð borna með vali á rekstraraðila heimilis fyrir áfengis- og fíkniefnasjúklinga. Trúverðugleiki SÁÁ sé hafður að engu. Valið er málefnalegt svarar Innri endurskoðun borgarinnar. ARI MATTHÍASSON „Borgin er að segja að hugmyndafræði okkar sé einskis virði og hefur trúverðugleika okkar að engu,“ segir framkvæmdastjóri útbreiðslumála hjá SÁÁ sem hér stendur við göngudeild samtakanna í Efstaleiti. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FINNLAND Yfirborðsstaða sjávar hefur mælst óvenjulág í Eystra- salti að undanförnu og hefur hún ekki verið jafnlág við Álandseyj- ar frá árinu 1923. Undanfarna viku hefur hún verið þrjátíu sentímetrum lægri en venjulega á þessum árstíma, að sögn Hufvud- stadsbladet. Ástæðan er rakin til óvenju- mikilla þurrka framan af ári auk þess sem háþrýstingur og norðanáttir hafi verið ríkjandi Ekki sé von á breytingum á næstunni; það verði ekki fyrr en suðvestanáttin nái sér á strik að Eystrasaltið fari að fyllast aftur. - ghs Álandseyjar og Eystrasalt: Sjávarstaðan óvenju lág EYRARSUNDSBRÚIN Yfirborð sjávar í Eystrasalti er þrjátíu sentimetrum lægri en venjan er á þessum árstíma. MENNTAMÁL Stefán Einar Stefáns- son, 25 ára gamall háskólanemi, verður í dag fyrstur Íslendinga til að útskrifast frá Háskóla Íslands með sameinað kandídatspróf í guð- fræði og meistarapróf í viðskipta- siðfræði. „Það var í raun bara tilviljun að ég byrjaði í viðskiptasiðfræði,“ segir Stefán. „Ég var áður í Versló og áhugasvið mitt hefur alltaf legið í viðskiptalífinu. Fyrir nokkrum árum var byrjað að bjóða upp á við- skiptasiðfræði sem meistaranám í háskólanum og ég ákvað þá að sam- eina guðsorð og viðskiptin.“ Kandídatsritgerð Stefáns er á sviði guðfræðilegrar siðfræði og fjallaði um kenningu svissneska guðfræðingsins Arthurs Rich um siðfræði hagkerfanna. Meistararitgerð Stefáns í við- skiptasiðfræði ber nafnið „Sið- ferðileg ábyrgð íslenskra lífeyr- issjóða í alþjóðlegu samhengi“. Í þeirri ritgerð segir frá rann- sókn hans á því hvernig íslensku lífeyrissjóðirnir mæta hinni sam- félagslegu ábyrgð sem á þeim hvílir og bar saman við norska olíusjóðinn. Spurður um framtíðina segir Stefán Einar hana óráðna. „Viðskiptalífið skipar æ stærri sess í umræðunni og hvort sem ég verð starfandi á vettvangi kirkjunnar eða annars staðar mun þessi menntun nýtast mér vel.“ - vsp Stefán Einar Stefánsson útskrifast frá Háskóla Íslands í dag: Sameinaði guðsorð og viðskiptalífið STEFÁN EINAR STEFÁNSSON Kandídat í guðfræði og meistari í viðskiptasiðfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA HRÍSEY Fjöldi fólks tók þátt í vígsluhátíð nýs fjölnotahúss og endurbættrar sundlaugar í Hrísey um síðustu helgi. Gaman- mál, söngur og ræður voru á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem boðið var upp á veitingar. Þá vígðu börn laugina. Í húsinu er salur sem nýtist til leikfimikennslu, íþróttaiðkunar og samkomuhalds. Að auki er þrekþjálfunarsalur og salur sem nota má til fundahalda eða tómstunda í húsinu. Í kynningar- bæklingi frá Akureyrarbæ segir að framkvæmdin gjörbreyti allri aðstöðu fyrir íbúa Hríseyjar og þá sem heimsækja eyjuna. - ovd Vígsla á nýju fjölnotahúsi: Fjölmenn hátíð í Hrísey STÓRBÆTT SUNDAÐSTAÐA Í HRÍSEY Mikl- ar endurbætur voru gerðar á lauginni auk þess sem steypt var ný barnalaug og heitur pottur. MYND/RAGNAR HÓLM RAGNARSSON DANMÖRK Lögregla í Danmörku hefur handtekið hjón af súdönsk- um uppruna eftir að læknisskoðun leiddi í ljós að dætur þeirra hefðu verið umskornar. Dæturnar eru nú níu og ellefu ára gamlar, en lögregla segir að þær hafi verið umskornar í ferð til Súdan árið 2003. Þá segir lögregla einnig að hjónin hafi haft áform um að fara með þriðju dóttur sína, fimm ára gamla, til Súdan í sömu erindagjörðum. Hjónin neita því að hafa gert nokkuð rangt. Aðeins er rúm vika síðan hjón í Noregi voru ákærð fyrir að limlesta dætur sínar með umskurði. - þeb Súdönsk hjón í Danmörku: Ákærð vegna umskurðar Kveikt í bíl í Heiðmörk Bifreið eyðilagðist í eldi í Heiðmörk aðfaranótt föstudagsins. Talið er að kveikt hafi verið í bílnum en slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn. Þegar samband var haft við eiganda bílsins kom í ljós að bílnum hafði verið stolið. Spólað á Akureyri Lögreglunni á Akureyri bárust fimm kvartanir vegna spóls og hávaða frá bílum á plönum og götum bæjarins í fyrrinótt. Viðbúnaður lögreglunnar Lögregla á Norðurlandi hefur aukið eftirlit með umferð næstu daga vegna hátíðarhalda á Akureyri. Hefur lögreglunni á Akureyri meðal annars borist aukinn mannafli til löggæslu- starfa. LÖGREGLUFRÉTTIR SPÁNN Tvö börn á Spáni hafa verið lögð inn á geðdeild til þess að fá meðferð við farsímafíkn. Það voru foreldrar barnanna, sem eru tólf og þrettán ára, sem lögðu þau inn. Foreldrarnir segja að börnin geti ekki gert neitt án þess að hafa símana við höndina. Börnunum hefur gengið illa í skóla og þau hafa logið að ættingjum sínum til þess að fá peninga fyrir símnotkun. Læknir á spítalanum þar sem börnin eru í meðferð segir þetta í fyrsta sinn sem svona lagað kemur upp. Hann sagði spænskum fjölmiðlum að bæði börnin hefðu sýnt truflaða hegðun og hefðu átt í verulegum erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi. Börnin tvö höfðu átt símana sína í átján mánuði áður en foreldrar þeirra gerðu sér grein fyrir vandanum. Þau hafa nú verið að læra að lifa án símanna í þrjá mánuði. Að sögn spænsks fíknisérfræðings er farsíma- fíkn ekki ósvipuð tölvuleikjafíkn. Börn verði pirruð og ófélagslynd og gangi verr í skóla. Hann segir jafnframt að farsímafíkn gæti orðið alvarlegt vandamál í framtíðinni. - þeb Spænskir foreldrar lögðu börnin sín inn á geðdeild: Lögð inn vegna farsímafíknar FARSÍMI Að sögn spænskra sérfræðinga getur farsímafíkn orðið alvarlegt vandamál í framtíðinni. MENNTAMÁL Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð eru vinsælustu menntaskólar landsins. Þessir skólar þurftu samtals að vísa á fimmta hundrað nemenda á braut. Þrátt fyrir að slíkum fjölda nemenda hafi verið vísað frá eiga þeir þó vísa skólavist í einhverj- um hinna skólanna. Umsóknarfrestur um fram- haldsskólavist rann út á miðnætti á miðvikudag og sóttu alls 4.400 af 4.600 nemendum grunnskólanna um vist í framhaldsskóla. - ges Umsóknir í framhaldsskólana: MH og Versló vinsælastir VOTT STRANDBLAK Starfsmaður alþjóðlegs strandblakmóts í Berlín þurrkar boltann með handklæði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.