Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 72
44 14. júní 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is NBA Leikmenn Boston Celtics voru mest 24 stigum undir gegn Los Angeles Lakers í fjórða úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í fyrrinótt. Með ótrúlegri baráttu og eljusemi tókst þeim að jafna metin og vinna glæstan 97-91 sigur. Þetta er stærsta endurkoman í NBA-úrslitunum frá því árið 1971 þegar Milwaukee Bucks með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson í broddi fylkingar sóp- aði Baltimore Bullets 4-0. Engu liði hefur tekist að koma til baka og verða meistari eftir að hafa lent undir 3-1 í lokaúrslitum en næsti leikur fer fram í Los Angel- es, aðfaranótt mánudags. Mesti munur í seinni hálfleik var 20 stig, í miðjum þriðja leik- hluta. Þá skoraði Boston 21 stig gegn þremur og staðan var 73-71 fyrir lokaleikhlutann. Þar reynd- ist Boston sterkara og endurkoma þeirra var fullkomnuð. „Þetta var stórkostlegt en ég vil ekki missa mig yfir einum sigri,“ sagði Paul Pierce sem var stiga- hæstur leikmanna Boston með 20 stig, Ray Allen skoraði 19, James Posey 18 og Kevin Garnett 16. Mikið er gert úr slökum leik Kobe Bryant sem skoraði aðeins úr sex af nítján skotum sínum. “Þeir voru ákveðnir í að láta mig ekki gera neitt í þessum leik. Það viru þrír eða fjórir leikmenn í kringum mig um leið og ég fékk boltann,“ sagði Kobe sem skoraði sautján stig eins og Pau Gasol en Lamar Odom var stigahæstur með nítján. „Þetta var engin smá endur- koma,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers. „Loftið fór bara úr bygg- ingunni. Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim. Serían er samt sem áður langt frá því að vera búin, við eigum heimaleik næst sem við verðum að vinna.“ - hþh Boston Celtics er einum leik frá sautjánda meistaratitli félagsins: Ótrúleg endurkoma hjá Boston EKKI HÉR, GAMLI Kevin Garnett stöðvar Kobe Bryant í leiknum í fyrrinótt, Paul Pierce til ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI KSÍ hefur skipað starfshóp til að fjalla um ábyrga framkomu í fjölmiðlum hjá öllum sem koma að knattspyrnunni, félögum og dómurum. „Starfs- hópurinn er stofnaður fyrst og fremst út af því sem undan hefur gengið, bæði í ár og á síðasta ári hvað varðar ummæli sem látin hafa verið falla hjá leikmönnum og þjálfurum og raunar öllu sem snýr að knattspyrnuhreyfingunni, hvernig menn koma fram og hvað þeir láta hafa eftir sér,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmda- stjóri KSÍ, sem situr í hópnum. „Þetta er fyrst og fremst til að athuga hvernig staðan er í nágrannalöndunum og hvort að til séu reglur um það hvernig koma skal fram í fjölmiðlum. Það getur alveg eins verið að það þurfi að breyta refsirammanum hér og fá skýrari reglur um sérstök viðurlög við ákveðnum brotum,“ sagði Þórir sem hefur vísað einum ummælum til aganefndar KSÍ í sumar en síðasta sumar vísaði hann fjórum ummælum til nefndarinnar. Í starfshópnum sitja auk Þóris Lúðvík Georgsson, varaformaður KSÍ og formaður mótanefndar, Þórarinn Gunnarson, formaður dómaranefndar, Stefán Geir Þórisson, formaður laga- og leikreglnanefndar. - hþh KSÍ stofnar starfshóp: Harðari refsing fyrir ummæli? ÞÓRIR Situr í starfshópnum um fram- komu í fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son landsliðsþjálfari tilkynnti í gær 22ja manna leikmannahóp Íslands fyrir leikina gegn Slóven- íu og Grikklandi í undankeppni EM kvenna 2009, sem fram fara 21. og 26. júní á Laugardalsvelli. Íslenska liðið á þrjá leiki eftir í riðlinum en getur með sigri gegn Slóveníu tryggt sér sæti í umspili um sæti á lokakeppni EM 2009. Sigur gegn bæði Slóveníu og Grikklandi myndi setja upp algjör- an úrslitaleik við Frakkland um toppsætið þar sem íslenska liðinu myndi nægja jafntefli. Sigurður Ragnar hefur ekki farið leynt með markmið íslenska liðsins en það er að komast á stór- mót. Hann gerir sér þó grein fyrir því að enn er löng leið fyrir hönd- um. „Þrátt fyrir yfirlýst markmið okkar förum við ekkert fram úr okkur og tökum bara einn leik fyrir í einu. Þetta verður hörku- leikur gegn Slóveníu og við eigum harma að hefna frá því í fyrri leiknum, sem er eini leikurinn sem við höfum tapað í undan- keppninni til þessa. Lið Slóveníu er vel skipulagt lið sem spilar agaðan varnarleik, er líkamlega sterkt og hættulegt í föstum leik- atriðum og skyndisóknum, þannig að ég á von á erfiðum leik,“ sagði Sigurður Ragnar, sem telur íslenska liðið tilbúið í verkefnið. „Undirbúningsleikirnir sem við höfum spilað upp á síðkastið hafa nýst mjög vel og stelpurnar hafa staðið sig frábærlega. Ég tel því liðið vera tilbúið í þessi erfiðu verkefni sem fram undan eru,“ sagði Sigurður Ragnar, sem hefur unnið stíft í að bæta varnarleik liðsins síðan hann tók við því. „Stelpurnar hafa verið að spila vel í bæði vörn og sókn. Í þeim sextán leikjum sem ég hef stýrt liðinu í hefur það aðeins fengið á sig þrettán mörk þannig að ég er vitanlega mjög ánægður með varnarleik liðsins. Á meðan við erum með lið sem fær á sig fá mörk erum við alltaf með góða möguleika á að vinna leiki þar sem við erum líka með frábæra marka- skorara fram á við,“ sagði Sigurð- ur Ragnar, sem leggur ríka áherslu á mikilvægi stuðnings áhorfenda í komandi verkefnum. „Við fengum sex þúsund manns á síðasta heimaleik og stelpurnar fundu vel fyrir stuðningnum inn á völlinn og nutu góðs af því. Við höfum því verið að slá því fram núna, af hverju gæti ekki orðið uppselt á leik hjá kvennalandslið- inu? Það væri frábært að fá fullan Laugardalsvöll og mér finnst liðið í raun eiga það skilið fyrir góðan árangur,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. omar@frettabladid.is Frábært að fá fullan Laugardalsvöll Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur á næstu vikum mikilvæga leiki gegn Slóveníu og Grikklandi í undankeppni EM. Stuðningur áhorfenda gæti skipt sköpum og fólk er því hvatt til að fjölmenna á völlinn. 22 manna landsliðshópur: Markverðir: Þóra Björg Helgadóttir (Anderlecht) María Björg Ágústsdóttir (KR) Sandra Sigurðardóttir (Stjarnan) Varnarmenn: Katrín Jónsdóttir (Valur) Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (KR) Ásta Árnadóttir (Valur) Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (KR) Embla S. Grétarsdóttir (KR) Sif Atladóttir (Valur) Pála Marie Einarsdóttir (Valur) Miðjumenn: Edda Garðarsdóttir (KR) Dóra Stefánsdóttir (LDB FC Malmö) Hólmfríður Magnúsdóttir (KR) Erla Steina Arnardóttir (Kristianstad) Katrín Ómarsdóttir (KR) Sara Björk Gunnarsdóttir (Haukar) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan) Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur) Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðablik) Rakel Hönnudóttir (Þór/KA) Berglind B. Þorvaldsd. (Breiðablik) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I VONGÓÐUR Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs- þjálfari telur íslenska liðið tilbúið í verkefnin og hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum. Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Coventry en félagið, sem leikur í næstefstu deild á Englandi, hafði áður náð samkomulagi við hollenska félagið AZ Alkmaar um kaupverðið. „Ég er varla enn búinn að átta mig á því að þetta sé orðið að veruleika, en ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði Aron Einar, sem getur ekki beðið eftir því að byrja að æfa með enska félaginu. „Læknisskoðunin gekk fljótt fyrir sig og allt í góðu lagi þar. Mér leist bara mjög vel á allar aðstæður enda leikvangurinn sérstaklega glæsilegur og rúmar þrjátíu þúsund manns,“ sagði Aron, sem var að fara að hitta knattspyrnustjórann Chris Colemann þegar Frétta- blaðið náði tali af honum. „Ég veit af því að Coventry var búið að fylgj- ast með mér í nokkurn tíma og Coleman var meðal annars búinn að leita til Heiðars Helgusonar og spyrja hann út í mig. Ég er að fara að hitta Colemann en er búinn að spjalla mikið við aðstoðarþjálfarann og hann virðist hafa mikla trú á mér. Hann talaði um að ef ég stæði mig vel myndi ég vera í baráttu um sæti í byrjunarliðinu því þar myndi aldur ekki skipta máli heldur geta. Það er gott að finna að þeir hafi trú á mér og ég er harðákveðinn í að standa mig vel,“ sagði Aron Einar, sem kvað framtíðarmarkmið Coventry skýr. „Þeir ætla sér aftur upp í úrvalsdeild, það er ekk- ert flóknara en það. Þrátt fyrir að félagið hafi átt í erfiðleikum á síðasta keppnistímabili er allt annað uppi á teningnum núna með nýjum eiganda og nýjum knattspyrnustjóra. Það eru fyrirhugaðar stórtækar breytingar á leikmannahópnum og mér var tjáð að sjö leikmenn væru á förum og félagið væri með nokkur járn í eldinum hvað varðar styrkingu á leikmannahópnum. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Coventry og það verður gaman að taka þátt í því,“ sagði Aron Einar að lokum. ARON EINAR GUNNARSSON: SKRIFAÐI Í GÆR UNDIR ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ ENSKA FÉLAGIÐ COVENTRY Spennandi tímar fram undan hjá Coventry > Gerir sér vonir um meira en fjórar milljónir fyrir Eið Smára Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að Barcelona geri sér vonir um að fá meira en fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn, ákveði hann að róa á önnur mið. Fréttir frá Englandi í gær hermdu að Eiður gæti farið fyrir fjórar milljónir punda. Arnór staðfesti einnig við Fréttablaðið að Portsmouth væri meðal þeirra félaga sem sýndu honum hvað mestan áhuga en Eiður er nú í fríi á Íslandi þar sem hann er að fara yfir sín mál. Hann gæti farið frá Barce- lona í sumar en hann hefur ekki hitt Josep Guardiola til að ræða sína stöðu frekar en aðrir leikmenn félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.