Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 78
50 14. júní 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. sæti, 6. úr hófi, 8. rökkur, 9. af, 11. í röð, 12. rok af hafi, 14. kryddblanda, 16. í röð, 17. tal, 18. ennþá, 20. dreifa, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. skammstöfun, 4. pikkles, 5. skilaboð, 7. hraustur, 10. púka, 13. maðk, 15. skál, 16. húðpoki, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. of, 8. húm, 9. frá, 11. rs, 12. særok, 14. karrí, 16. hi, 17. mál, 18. enn, 20. sá, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. eh, 4. súrkrás, 5. sms, 7. frækinn, 10. ára, 13. orm, 15. ílát, 16. hes, 19. nú. Sonja Bent Aldur: 30 ára. Starf: Fata- hönnuður. Fjölskylda: Árni Gústafs- son hljóðmað- ur. Hundurinn Salka og stjúpsonurinn Daníel Kári. Foreldrar: Sæunn Marta Sigurgeirsdóttir og Þórir Bent Sigurðsson. Bæði komin á eftirlaun. Búseta: Seljahverfi í Breiðholtinu. Stjörnumerki: Bogmaður Sonja Bent er ungur fatahönnuður sem útskrifaðist úr fatahönnunardeild Lista- háskóla Íslands í vor og hefur strax vakið athygli fyrir prjónavörurnar sínar. „Við væntum mikils af Garðari Thor og vonumst til þess að nýjasta afurðin, When You Say You Love Me, slái í gegn hjá Bretum og um allan heim,“ segir Robert Coates, markaðsstjóri tísku- vörumerkisins Zegna, í samtali við Fréttablaðið. Tískurisinn hyggst blása til mikillar veislu í Forbes-hús- inu í London fimmtudaginn 26. júní. Tilefnið er ærið, næsta sóló- plata Garðars er væntan- leg í búðir. Robert segir að öllu verði tjaldað til í veisluföngum. Kama- pavín og með því. Eins og Frétta- blaðið hefur greint frá er Garðar einn af sendi- herrum Zegna og er þetta útgáfupartý liður í því að kynna hann sem slík- an. Markaðsstjórinn bætir því við að allar helstu stjörn- urnar úr félagslífi London hafi verið settar á gestal- ista og skipti þá engu hvort um sé að ræða fót- boltastjörnur, stjórnmála- menn eða hreinlega aðals- borna. Að ekki sé talað um fyrirsætur og leikara. Robert dró ekkert undan í aðdáun sinni á Garðari og sagði tenórinn ákaflega hæfileikaríkan söngvara. Ekki skemmdi útlitið hins vegar fyrir með tilliti til tísk- unnar. „Hann hefur náttúru- lega hæfileika til að klæðast fötunum frá okkur,“ segir Robert. Ef að líkum lætur verður vart þverfótað fyrir stjörnum í þessu útgáfuteiti Garðars sem kostar nokkrar milljónir. Stórleikararnir Micheal Caine, Ewan McGregor og Sean Bean hafa allir verið boðaðir til skyldustarfa en þeir gegna sama hlutverki fyrir Zegna og Garðar. Eru sendiherrar tískumerkisins. - fgg Milljóna útgáfuteiti hjá Garðari Cortes RÁNDÝRT ÚTGÁFUTEITI Partýið sem Zegna heldur 23. júní til heiðurs Garðari kostar nokkrar milljónir. „Jú, það er rétt, ég er búinn að taka upp Joðið,“ segir Tómas Joð Þor- steinsson, sonur Þorsteins Joð Vil- hjálmssonar, og Sigrúnar Arnar- dóttur. Tómas hefur nú tekið upp séreinkenni föður síns, joðið, enda hefur hann verið kallaður Tommi Joð árum saman, þrátt fyrir að hafa ekki borið neitt millinafn fyrr en nú. „Þegar ég var yngri þá var annar Tómas með mér í bekk. Þá var ég alltaf kallaður Tommi Joð,“ segir Tómas sem ákvað að fá Joðið góða skráð í þjóðskrá. Hann fær þó ekki að nota nafnið Joð. „Nei ég sendi tölvupóst niður á manna- nafnanefnd og spurði hvort ég mætti taka upp millinafnið Joð, en fékk þau svör til baka að það feng- ist tæpast samþykkt,“ segir Tómas sem hefur því ákveðið að fara sömu leið og faðir sinn. Hann heitir Þor- steinn Jens Vilhjálmsson og mun Tómas því hér eftir heita Tómas Jens Vilhjálmsson en auðkenna sig með joðinu. Tómas fékk leyfi hjá föður sínum til þess að taka upp millinafnið Jens. Þorsteinn gaf grænt á það. „Ég er alveg himinlif- andi með þetta,“ segir Þorsteinn Joð Vilhjálmsson. „Þetta er auðvit- að ákveðið vörmerki en svo er nafnið Jens mér einnig kært því ég er skírður eftir frænda mínum sem dó ungur,“ segir Þorsteinn. Tómas fetar þó ekki einungis í fótspor föður síns hvað nafnið varðar. Hann er einnig liðtækur á knattspyrnuvellinum. Í sumar er hann í láni hjá Aftureldingu frá Fylki og spilar þar í stöðu vinstri kantmanns. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði frá miðju í leik gegn Hetti á dögunum. Þorsteinn vill þó meina að spor sín í knatt- spyrnunni séu ekki mörg. „Ég held að hann gangi nú frekar óbundinn til kosninga hvað það varðar. Hann stendur mér framar sem knatt- spyrnumaður og spilar auk þess framar á vellinum. Ég var hins vegar mjög skynsamur leikmaður og spilaði vel úr þeim takmörkuðu hæfileikum sem ég hafði,“ segir Þorsteinn sposkur á svip. Tómas Joð var að útskrifast úr Menntaskólanum við Sund af eðlis- fræðibraut og stefnir á bygginga- verkfræði í Háskóla Íslands í haust. soli@frettabladid.is ÞORSTEINN JOÐ: „ÉG ER ALVEG HIMINLIFANDI MEÐ ÞETTA.“ Joðið gengur í erfðir STÓRA JOÐ OG LITLA JOÐ Þorsteinn og Tómas geta nú báðir kennt sig við Joðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vegfarendur efst á Laugaveginum hafa tekið eftir því að afgreiðsla við bensínstöð Skeljungs fer nú fram inni í skúr. Ástæðan er einföld. Verið er að breyta innanstokksmun- um á stöðinni. Þetta þykir eflaust ekki mörgum frásögu færandi nema að þarna var hin ofurvinsæla Næturvakt tekin upp. Þótt ólíklegt sé að einhverjir líti á bensínstöðina sem menningarverðmæti íslensku þjóðarinnar þá er hitt ljóst að margir viðskiptavinir hafa lagt lykkju á leið sína til að komast í umhverfi Nætur- vaktarinnar þegar þeir taka bensín á höfuðborgarsvæðinu. Bíladagar á Akureyri fara fram um helgina og standa til 17. júní. Götu- spyrna, Burnout- keppni og bílasýn- ing er meðal þess sem boðið verður upp á, en dagarnar hafa verið við lýði frá árinu 1974. Þrátt fyrir alla glæsikerrurnar er hátíðin frægust í seinni tíð fyrir að Lúkasarmálið alræmda sem hófst þar í fyrra. Nú er að sjá hvort þeir félagar Lúkas og Helgi Rafn láta sjá sig á ný. Lítt hefur spurst til fyrrverandi bassaleikara Mínus-flokksins, hins skrautlega Þrastar Jónssonar sem gekk undir nafninu Bassafanturinn lengstum, að undanförnu. Þröstur sást þó arka um götur Reykjavíkur nýlega fremstur í flokki vígalegrar fylkingar hjólbeinóttur og var þá að sýna mönnum borgarbraginn. Þar var komin áhöfnin á nóta- og togveiðiskipinu Berki NK en Þröstur munstraði sig á sjóinn fyrir nokkru og kann sjómennskunni vel. - fgg/glh/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Brynhildur Guðjónsdóttir má heita ótvíræður sigurvegari Grím- unnar, íslensku leiklistarverðlaun- anna, sem afhent voru með pompi og prakt í Þjóðleikhúsinu í gær. Þá má Þjóðleikhúsið einnig vel við una. Brynhildur var valin leikskáld ársins fyrir Brák sem sýnt hefur verið á Landnámssetrinu. Bryn- hildur var einnig valin leikkkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í þeirri sýningu. Leiksýning ársins var hins vegar valin Hamskiptin eftir Kafka sem Vesturport setti upp í samvinnu við Þjóðleikhúsið, Gísli Örn Garð- arsson og David Farr leikstýrðu. Leikstjóri ársins var hins vegar Kristín Eysteinsdóttir fyrir Þann ljóta í Þjóðleikhúsinu en leikari ársins Þröstur Leó Gunnarsson fyrir leik sinn í Ökutímum Leikfé- lags Akureyrar. Og áfram með þuluna: Ólafur Darri Ólafsson var kjörinn auk- a leikari ársins fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í sviðssetn- ingu Þjóðleikhússins og Ilmur Kristjánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í sviðs- setningu Þjóðleikhússins. Mörg fleiri verðlaun voru veitt í gær sem of langt mál er að telja upp en Fréttablaðið hlýtur að geta þess að heiðursverðlaun Leiklistarsam- bands Íslands hlaut hin ástsæla söngkona Þuríður Pálsdóttir fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sönglistar á Íslandi. Þuríður sat einnig um árabil í Þjóðleikhúsráði. Áhorfendaverðlaun hlaut svo Fló á skinni hjá LA en Akureyringar mega vel við una. Athygli vekur hins vegar rýr hlutur Borgarleik- hússins og Leikfélags Reykjavík- ur þetta árið nú þegar Guðjón Ped- ersen kveður sem leikhússtjóri þar. Mikill stjörnufans kom fram við þetta tækifæri auk ráðamanna svo sem forseta Íslands, forsæt- isráðherra, utan- ríkisráðherra, borgarstjóra og bæjarstjóra Akur- eyrar að ógleymdri Vigdísi Finnboga- dóttur. - jbg Brynhildur og Þjóðleikhúsið hrósa sigri BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR Kvöldið var hennar við afhendingu Grímuverðlauna í gærkvöldi. TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Þjóðleik- húsið má vel við una eftir afhendingu Grímuverðlaunanna í gær en það fékk sjö verðlaun. Í FLOTTUM FÉLAGSSKAP Garðar gegnir sama starfi fyrir Zegna og leikararnir Ewan McGregor og Sean Bean. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Heima hjá Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra. 2 Fjörutíu ára. 3 Oft spurði ég mömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.