Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 16
16 14. júní 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Árni Finnsson skrifar um umhverf- ismál Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsókna-stofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólitískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar og takmarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár.“ Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorsk- veiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4–5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorku- nýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðar- stefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár“ – svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra – verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Umhverfisstefna fyrir sjávarútveginn ÁRNI FINNSSON Baugsmálinu lauk með lágværu puðri. Harðsvíraðir menn höfðu blásið sig helbláa í framan um sex ára skeið þannig að um tíma var blaðran farin að skyggja á sól þeirra sjálfra, en nú endar þetta svona: Síðasta loftið í blöðrunni taldi tvo stutta andar- drætti og lak út úr hæstarétti með lágværi puðri. Þjóðin andaði léttar en Baugs- menn öllu þyngra. Hún var laus úr sex ára fangelsi Baugsmála- þófs en þeir gengu brott með blett á æru. Sækjendur voru hins vegar bjartsýnir sem endranær: Enn má taka Baugsslaginn á skattasvellinu og svo þarf endilega að búa til nýtt dómstig, úr því hin tvö virka svona illa. Þingmenn og ráðherrar segja að stjórnvöld verði að læra af þessu illa máli en klappstýrur klögubósa stíga lokadansinn fyrir flórmann Flokksins og gera hróp að hverjum þeim sem hefur eitthvað við málið að athuga. Eftir að hafa masað sig til Þrasborgar hefur Björninn lært að þegja en húnarnir væla. Formaður næststærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar má ekki tjá sig um lokadóm í Baugsmáli. Og hún ásamt þingflokksformanni sínum á að sýna samstarfsflokknum í ríkisstjórn þá „tillitssemi“ (eins og þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins orðaði það í útvarpi liðinnar viku) að tjá sig ekki um Baugs- mál. Hér er það sagt hreint út að Baugsmálið hafi verið og skuli vera mál Sjálfstæðisflokksins. Gott að fá það loks á hreint. Gott er líka að rifja upp orð sömu drengja sem hrópuð voru í hvert sinn sem foringinn fyrrver- andi tjáði sig á umdeildan hátt: „Hefur forsætisráðherra ekki málfrelsi?“ Segl eru til að haga eftir vindi. Sárust er niðurstaða Baugs- mála þó fyrir margsærðan ríkislögreglustjóra, sem fram að þessu hafði verið eini maðurinn sem hlotið hafði einhvers konar dóm í málinu, þegar honum var meinuð frekari aðkoma að því vegna ummæla í fjölmiðlum. Var fólk búið að gleyma því stutta gamanatriði í miðjum maraþon- harmleik? Ríkislögreglustjóri fellur hér á enn einu prófinu í hæstarétti. Hvernig honum tókst að klúðra hinu skothelda málverkunarföls- unarmáli var óskiljanlegt afrek og þá ber að minnast þess er hann þverskallaðist við að rannsaka olíusamráðið góða. Og enn á ný kemur Hallinn góði og leggur heilan milljarð úr ríkissjóði á borð í hæstarétti og fær fyrir það tvær kleinur og eina bónda- beygju. En þá skal bara stofnaður nýr og betri dómstóll handa honum. Enn skal mulið undir óhappa- drenginn. Það skiptir engu máli hvaða axarsköft hann fremur, ríkissjóður er alltaf til í að borga fyrir Halla sinn. Þessi krókur var snemma beygður: Þegar pilturinn féll á landsprófi gengu Mogginn og Flokkurinn í það að leggja prófið niður. Þegar Halli kom heim frá veturlöngu námi í Flórída var hann gerður að forstjóra fangelsismála, embætti sem ekki var áður til. Næst var hann orðinn varalögreglustjóri í Reykjavík. En þar sem lögreglu- stjórinn var eitthvað lengi að hætta bjó Flokkurinn til aðra ríkisstofnun handa sínum manni, embætti sem var öllum lögreglu- stjórum æðra. Og þegar hinn nýbakaði ríkislögreglustjóri varð fyrir því óláni að hella víni yfir mann á bar og hóta honum lífláti (sem hlýtur að vera fremur óskemmtilegt að heyra frá yfirmanni Víkingasveitarinnar) var það litla leiðindamál látið gufa upp úr brynvörðum saka- skrám ríkisins. Í stað þess að fá þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fékk lögreglustjórinn að sitja áfram í embætti (bara hægt á Íslandi) og eyddi næstu sex árum í að knýja fram sömu refsingu á óvin Flokksins númer eitt. Því Flokkurinn hafði nú gert margt fyrir góðan dreng og því var komið að honum að gera eitthvað fyrir Flokkinn. Baugs- málið kom eins og kallað. En háttsettir gleymdu því að flokksráðnir eru sjaldan mjög hæfir og Halla ríkissjóðs tókst auðvitað að klúðra þessu „pott- þétta“ máli jafn vel og öllum hinum. Fáir menn hafa haft jafn mikil áhrif á íslenskt samfélag með axarsköftum sínum og ríkislög- reglustjóri. Og enn skulu þau áhrif aukin. Aðeins viku eftir fallið í hæstarétti eru menn farnir að ræða þörf á nýju dómstigi; sérstökum millidómstól til að koma í veg fyrir fleiri háðungar í hæstarétti. Samkvæmt fréttum á hann annaðhvort að heita Lögrétta eða Landsyfirréttur. Leiðrétta og Landsföðurréttur væru þó fremur nöfn við hæfi. Og allt er þetta í boði Sjálfstæðisflokksins, stærsta hluthafans í eignarhaldsfélagi því sem nefnist ríkissjóður. Ekki furða að varðhúnar Valhallar glefsi að þeim sem benda á sukkið. En ætlar Samfylkingin að sitja þegjandi undir þeim ráðherrum sem enn eina ferðina taka upp heftið fyrir Halla sinn? Eða er ekki nóg að komast í ríkisstjórn til þess að uppræta það sem rotið er á Íslandi? Halli ríkissjóðs HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Baugsmálið Hanna fundar Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýbakaður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ræðir borgarmálin og horfur í stjórnmál- um í Reykjavík á opnum fundi í Valhöll í dag. Hér er því spáð að fundurinn verði krassandi og að eftirfarandi komi fram: Hanna Birna leggur áherslu á að vinna það traust sem borgarstjórnarflokkurinn virðist að einhverju leyti hafa glatað; flokkurinn gerði mistök en hefur lært af þeim; málefnasamning- urinn verður virtur; mikilvægt sé að kanna aðra staðsetningu fyrir innanlandsflugvöll; íbúar Reykja- víkur eiga að hafa gott val um búsetu; brýnt er að pólitísk sátt náist um OR; borgar- stjórnarflokkurinn er algjörlega samstiga. Geir er dóninn Stefán Friðrik Stefánsson, bloggari og sjálfstæðismaður, þykir Geir H. Haarde setja niður eftir að hann skammaði Sindra Sindrason fréttamann fyrir dóna- skap og tekur formann sinn á beinið: „Mér finnst eðlilegt að spyrja sig að því hvers vegna forsætisráðherrann geti ekki svarað eðlilegum spurningum um efnahagsmál þegar eftir því er leitað og auk þess sýnt almennilega kurteisi. Mér fannst svör forsætisráðherr- ans ekki viðeigandi og spyr mig að því hvers vegna spurningum er ekki bara svarað.“ Að þekkja sín takmörk Árni Johnsen alþingismaður setti ofan í við Björk Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu í vikunni, fyrir „barnalegar lýsingar“ á virkjunum á Íslandi og atvinnuuppbyggingu. Árna finnst hvimleitt hvernig Íslendingar sem hafa gert það gott úti í heimi reyna að siða landa sína: það sé ótrúleg sýndarmennska og ekki Íslandi til framdráttar. Eflaust taka einhverjir undir það með Árna að stjórnmálamenn eigi að fjalla um virkjanamál og söngkonur eigi að halda sig við tónlist; að Björk tjái sig um virkjanamál sé kannski álíka gæfulegt og að Árni færi að... ja, syngja. bergsteinn@frettabladid.is A lger umbylting hefur orðið á menntunarstigi þjóð- arinnar undangengna áratugi. Fjöldi þeirra sem ljúka háskólanámi hefur margfaldast á sama tíma og allt landslag háskólamenntunar á Íslandi hefur gerbreyst. Fyrir fáeinum áratugum var Háskóli Íslands eini háskólinn í landinu og einungis lítið brot hvers árgangs lauk háskólanámi. Nú eru háskólarnir um tugur tals- ins af afar mismunandi stærð og rekstrarformi. Í upphafi byltingarskeiðsins fólust breytingarnar einkum í því að menntun sem áður hafði verið á framhaldsskólastigi fluttist á háskólastig. Dæmi um þetta er kennaramenntun, hjúkrun og ýmis tæknimenntun. Á næsta skeiði varð sú grundvallarbreyting að nemendum stóð til boða val milli skóla um að stunda sams konar nám. Nú er svo komið að nemandi sem hyggur til dæmis á háskólanám í viðskiptafræði á ekki færri en fjóra möguleika á vali á skóla, auk mismunandi áherslna sem standa til boða innan hvers skóla. Samkeppni um nemendur er orðin gríðarleg í greinum eins og lögfræði og viðskiptafræði og bitist er um nemendurna eins og birtist í auglýsingum háskólanna í vor. Á vef Hagstofunnar má finna tölur um brautskráða nemendur aftur til skólaársins 1995 til 1996 en þann vetur luku 1.559 manns prófi frá íslenskum háskólum, auk eins sem lauk doktorsprófi. Tíu árum síðar var fjöldinn sem lauk háskóla- prófi á Íslandi orðinn 3.362 og 15 til viðbótar luku doktorsprófi. Þetta er liðlega tvöföldun á tíu árum og ekki þarf að taka fram að brautskráðum úr háskólum hafði einnig fjölgað gríðarlega áratuginn þar á undan. Í dag brautskrást kandídatar frá þremur háskólum í land- inu. Í Háskóla Íslands er fjölmennasta brautskráningin í sögu skólans. 1.082 kandídatar verða brautskráðir þaðan. Braut- skráning í Háskólanum í Reykjavík er einnig sú fjölmennasta til þessa en þaðan brautskrást 423 kandídatar og frá Háskól- anum á Akureyri brautskrást 328. Samtals brautskrást því um átján hundruð kandídatar bara á þessum laugardegi. Mikil samkeppni er milli háskólanna í landinu, Háskóla Íslands og annarra ríkisháskóla annars vegar og einkaskóla hins vegar. Um næstu mánaðamót verða umfangsmiklar skipulagsbreytingar á Háskóla Íslands þegar Kennaraháskóli Íslands verður að menntavísindasviði Háskólans, einu af fimm nýjum fræðasviðum skólans. Áhugavert verður að fylgjast með áframhaldandi þróun háskólanna í landinu og ýmislegt bendir til að aukin sérhæfing milli þeirra muni eiga sér stað. Mörgum spurningum er ósvarað og sú brýnasta snýr að skólagjöldum í ríkisháskólum. Meginmáli skiptir að þjóðin öll eigi áfram kost á því að taka þátt í menntunarbyltingunni. Menntunin má ekki verða eign forréttindahópa. Um átján hundruð nemendur brautskrást frá þremur háskólum í dag. Bylting í menntun þjóðarinnar STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.