Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 56
28 14. júní 2008 LAUGARDAGUR EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Mælir með smásögum SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR Tæki Málfríði með í rútuferð „Ég hef farið tvisvar sinnum á sól- arströnd og í annað skiptið var ég með of fáar bækur og í seinna skiptið allt of margar,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tímarits Máls og menningar. Hún er ekki í vafa um hvaða bók fengi að fljóta með væri hún á leið á ströndina í ár. „Maður les náttúrulega Brúð- kaupsnóttina eftir Ian McEwan sem er nýkomin út í kilju á íslensku. Bókin heitir á frum- málinu On Chesil Beach og meginatburðir hennar ger- ast á þeirri fallegu strönd í Englandi,“ segir Silja. Sé ferðinni heitið um óbyggðir Íslands mælir Silja hins vegar með bókinni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem kom út fyrir síðustu jól. „Þetta er frábær bók í öræfa- ferðina, sérstaklega ef krakk- ar eru með í för. Ef fólk er í skála eða tjaldi er upplagt að lesa hana upphátt fyrir fjöl- skylduna. Þetta er unglinga- saga sem gerist á Kili og í henni fléttar Kristín Helga á listilegan hátt saman örlagasögu enskra bræðra í nútímanum og frásögninni af Reynistaðabræðr- um,“ segir Silja og bætir því við að bókin sé einnig góð áminning um að náttúran geti verið varasöm. Spennandi draugasögur myndi Silja hins vegar skilja eftir heima væri hún á leið í rútuferðalag. „Ég fór í rútuferð til Póllands í fyrra og komst að því að á slíkum ferðalögum er gott að hafa bækur við höndina sem halda manni ekki alveg föngnum því maður þarf að geta litið upp annað slagið til að skoða umhverfið. Ég myndi taka með mér Samastað í tilverunni eftir Mál- fríði Einarsdóttur sem er núna fáanleg á ný í kilju. Þetta er einstök og óborganleg mannlífslýsing og það er næstum hægt að líta á frásagn- irnar sem smásögur svo það er gott að grípa niður í þær. Milli kafla getur maður svo litið upp eða farið út á stoppistöðinni sem maður myndi kannski ekki gera í miðjum Harðskafa,“ segir Silja sem tæki Harðskafa þó hiklaust með sér væri ferðinni heitið í sum- arbústaðinn. „Spennusögur er nauðsynlegt að eiga í sumarbú- staðnum, ekki síst ef það rignir,“ segir Silja. „Þegar ég fer að ferðast, sem að vísu sjaldnast heitir sumarfrí, tek ég alltaf með mér bækur. Yfirleitt allt of margar. Allavega næ ég aldrei að lesa nema brot af þeim. En það er bara fínt, því ég þarf að hafa valkostina,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. „Síðast fór ég í smá upplestrar- ferð um Svíþjóð og náði að lesa Rómeó og Júlíu en grautaði í ótal öðrum bókum. Þegar maður vinn- ur við bækur þá er maður nú ekk- ert að pæla í neinni sérstakri sum- arlesningu. Ég myndi þá mæla með smásögum, til dæmis eftir William Saroyan og Raymond Carver. Samtals eru til fimm smásagnasöfn eftir þessa höfunda á íslensku í þýðing- um úrvalshöfunda,“ segir Einar sem kveðst vera í skapi fyrir smásögur þetta sumarið. „Síðasta sumar hefði ég mælt með allt öðrum bókum,“ segir hann. Ég hef verið að lesa dönsku bókina Sá sem blikkar er hræddur við dauðann eftir Knud Romer og það má alveg mæla með henni. Titillinn Laxveiði í Jemen vekur líka forvitni mína, það er ný bók eftir mann sem heitir Poul Tor- day. Titillinn minnir á Sil- ungsveiði í Ameríku eftir Richard Brautigan, en það er bók sem ég skil sjaldan við mig og hef gjarnan með mér ef ég bregð mér af bæ. Það væri gaman að búa til uppskrift að ferðabóka- safni sem ferðaðist með hjólhýsi um landið eða bara bókabíl. Ég ætti í rauninni að sleppa út úr bókunum ef ég fer í frí en það geri ég ekki og þannig á það að vera, kannski af því að mér finnast frí hálfgerður misskilningur. Mér finnst samt gott að grauta bara í ýmsu, ævi- sögum, skáldsögum, smásögum, ritgerðum, greinum …“ GÍSLI EINARSSON Þjóðsögurnar í sumarbústaðnum „Ef maður er á ferðalagi erlendis er best að hafa með sér góðan reyfara og helst nokkuð þykkan til að nýta plássið,“ segir Gísli Ein- arsson sjónvarpsmaður. „Ég mæli með Camillu Läck- berg þeirri sænsku og öllum henn- ar bókum ekki síst Steinsmiðnum þeirri nýjustu. Eini gallinn er sá að hún er ekki nógu þykk. Maður er allt of fljótur með hana,“ segir Gísli og bendir á að það geti jafn- vel verið gott að taka með sér heilu bókaflokkana. „Bækur Hennings Man- kell um Kurt Wallender ættu til dæmis að endast í eins og eina sólarlanda- ferð.“ Sé ferðinni heitið í ferðalög innanlands mælir Gísli með þjóð- legri bókmenntum. „Ef maður ætlar í sumarbú- stað getur maður leyft sér að taka með stærri bækur sem fara kannski illa í farangri á lengri ferðalögum. Ég mæli með þjóðsögum Jóns Árnason- ar og Íslendingasögunum sem maður velur þá að sjálfsögðu eftir því hvert maður er að fara. Í ferða- lag um Austfirði tæki maður með sér Hrafnkels sögu Freysgoða og þjóðsög- ur sem gerast á svæðinu. Kosturinn við þjóðsögurnar er sá að það er gott að grípa í þær og lesa lítið í einu,“ segir Gísli og bætir því við að ferðalagið verði miklu skemmtilegra ef maður nær að tengja þjóðsögur við þá staði sem þvælst er um. „Svo eru það ferðahandbækurn- ar, ég les mikið í þeim á ferðalög- um og bíð spenntur eftir að komast í nýju bókina hans Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, 101 Ísland. Ég er alltaf með vega- handbókina í bílnum og erlendis reyni ég að ná mér í sambærilegar bækur. Þegar ég þvælist um Kaupmannahöfn finnst mér gott að glugga í bækur Guð- laugs Arasonar því það er gaman að setjast niður og lesa sér til um borgina,“ segir Gísli sem ætlar sjálfur að einbeita sér að matreiðslubókum Nönnu Rögn- valdsdóttur í sumarfríinu í ár. „Ætli ég lesi ekki líka alla reyfara sem ég kemst í. Ég er byrjaður á Dauða trúðsins eftir Árna Þórar- ins og svo er Andrés Önd aldrei langt undan,“ segir Gísli. ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Ástríkur fór með á ströndina „Fyrir mér er sumarfrí frekar abstrakt hugtak því ég tek mér aldrei frí. Í mínum sumarfríum er ég yfirleitt á kafi í fræðibókum og er til dæmis núna að lesa mér til um mót líkama og tækni í bók- menntum,“ segir Úlfhildur Dags- dóttir bókmenntafræðingur. „Svona til að létta lundina hef ég líka verið að lesa sögur sem fjalla um líftækni. Ég var til dæmis að klára dásamlega líftæknihroll- vekju eftir japanska höfundinn Hideaki Sena sem heitir Para- site Eve og fjallar um litla stelpu sem fær grætt í sig nýra úr gamalli konu og dreymir endalausar martraðir þar sem henni finnst gamla konan vera að koma og sækja nýrað sitt aftur,“ segir Úlfhildur og bætir því við að stundum lesi hún líka eitthvað í fríum sínum sem tengist vinnunni ekki beint. „Ég hef bara einu sinni farið í strandfrí og þá fór ég til Benidorm. Ég las auðvitað bókina Ástrík á Spáni meðan ég var þar en mest las ég þó af hrollvekjusögum. Í haust ætla ég síðan til Barcelona og áður en ég fer ætla ég að lesa mér til um borgina. Til dæmis með því að lesa skáldsöguna Undraborg- in eftir Eduardo Mendoza sem gerist á heimssýning- unni í Barcelona fyrir rúmri öld,“ segir Úlfhildur sem kveðst hafa það fyrir sið að lesa á ferða- lögum sínum bækur sem eiga að gerast á þeim stöðum sem hún heimsækir. En hvaða bók skyldi hún hafa meðferðis ef ferð- inni væri heitið í íslenska útilegu. „Ég færi náttúru- lega aldrei í útilegu nema undir vopnavaldi en ef svo ólíklega vildi til þá tæki ég með mér bókina The Zombie Survival Guide eftir Max Brooks. Þetta er fullkomin leið- sögubók um það hvernig maður á að verjast til dæmis sombískum veiðimönnum sem skjóta allt kvikt. Ísbjörninn sem steig hér á land hefði betur fengið eina slíka í hend- ur,“ segir Úlfhildur. Þótt kiljuútgáfa eigi sér ekki langa sögu á Íslandi hafa kiljurnar á und- anförnum árum tekið yfir sumar- bókamarkaðinn. Að sögn bóksala selst lítið af innbundnum bókum á þessum árstíma en kiljurnar rjúka hins vegar út. Fjöldi nýrra titla hefur komið út í kilju á þessu ári auk þess sem vinsælar bækur hafa verið endurútgefnar í kilju. Enn er of snemmt að segja til um hvaða bók verður vinsælust í sumar en fjölmargar koma til greina. Áður en ég dey eftir Jenny Downham hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda um allan heim. Sagan fjallar um sextán ára stúlku sem á aðeins fáeina mánuði ólif- aða og ætlar að nýta tímann vel. Hrífandi lesning sem hentar bæði í sólbaðið á pallinum heima eða á ströndinni. Þeir sem ekki fengu Harðskafa Arnaldar í jólagjöf geta keypt sér hana í kilju fyrir sumarfríið. Alvöru spennusaga sem heldur manni við efnið í sólbaðinu. Kjósi maður útlenda spennu fram yfir þá íslensku er Sjortar- inn tilvalin lesning. Bók sem á eflaust eftir að rata ofan í ferðatöskur margra þetta sumarið. Ekki kæra allir sig um að sökkva sér í skáldskap. War- ren Buffett-að- ferðin er kærkomin lesning fyrir þá sem vilja læra eitthvað hagnýtt, eins og að græða peninga, í sumarfríinu. Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini var á allra vörum í fyrrasumar og ef- laust ætla margir að lesa Þúsund bjartar sólir, eftir sama höf- und, í sumar. Vinsælar kiljur í sumar Viltu vinna milljarð? fékk góðar viðtökur þegar hún kom út fyrir jólin 2006. Vorið 2007 var hún gefin út í kilju og sat í efsta sæti met- sölulista Eymunds- son svo vikum skipti um sumarið. Það voru bókstaflega allir að lesa hana. Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini var á allra vörum, ekki bara sumarið 2006 þegar hún kom út í kilju, heldur líka í fyrra- sumar. Þeir sem ekki hafa lesið hana enn ættu að drífa í því í sumar. Da Vinci-lykill Dans Brown var á allra vörum sumarið 2004 enda ný- komin út í kilju. Í kjölfar- ið fylgdi æði á dularfull- um spennusögum með táknfræðilegu ívafi sem enn sér vart fyrir end- ann á. Sumarið 2005 sló bókin Móðir í hjáverk- um eftir Allison Pear- son í gegn og skipaði sér í efsta sæti met- sölulistans viku eftir viku. Skemmtileg og áhugaverð lesning sem er alls ekki orðin úrelt þó liðin séu þrjú ár. Sumarbækur fyrri ára Draugasögur á Kili og reyfarar á ströndinni Ef Úlfhildur Dagsdóttir neyddist til að fara í útilegu tæki hún með sér bók um varnir gegn zomb- íum. Gísli Einarsson gluggar í Íslendingasögurnar á ferðalögum, Einar Már Guðmundsson lætur sig dreyma um ferðabókasafn og Silja Aðalsteinsdóttir mælir með lestri draugasagna á Kili. Þórgunnur Oddsdóttir spáði í sumarlesturinn og skoðaði hvaða bækur eru líklegar til að rata ofan í ferðatöskurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.