Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 20
22 14. júní 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 6. JÚNÍ. Tölva og listmunur Þá er mér ekkert að vanbúnaði lengur að skrifa meistaraverk á færibandi, að minnsta kosti hef ég ritfærin til þess. Fólkið hjá Apple- tölvu-umboðinu stóð við sitt og gott betur og bjargaði öllu sem ég þurfti úr hræinu af gamla pésan- um mínum og flutti gögnin yfir á Macbook Air-fartölvu sem er svo glæsileg að ég er reyndar soldið feiminn við hana ennþá, nýendurreistur í Makkasöfn- uðinum. Þetta er ekki bara fallegur listmunur heldur tölva og atvinnutæki. LAUGARDAGUR, 7. JÚNÍ. Fótbolti á skilnings- trénu Ef það hefði verið fótbolti en ekki epli sem Eva kom auga á í lauf- þykkni skilningstrésins er ég hræddur um að Adam hefði verið snöggur upp í tréð að sækja tuðruna; síðan hefði hann hóað í tuttugu englaskját- ur og þau Eva hefðu skipt liði á tvö mörk í knattspyrnuleik sem stæði sennilega ennþá yfir í Paradís. En það var bara epli á vís- dómstrénu en ekki fótbolti og því fór sem fór. Til að gera mannkyninu lífið bærilegra eftir hina harð- ýðgislegu útskúfun úr Par- adís var svo knattspyrnan fundin upp og síðan heims- meistarakeppni í greininni og nú síðast sú Evrópu- meistarakeppni sem hófst í dag. Það eru örlög mín sem Adamssonar að geta ekki neitað mér um að horfa á knattspyrnu þegar bestu leikmenn heims leiða saman hesta sína. Konur eru hins vegar meiri fyrir ávexti og aðra hollustu en fótbolta af sögulegum ástæðum. Evrópumeistarakeppni landsliða í knattspyrnu hófst í dag með leik Svisslendinga og Tékka. Þeir síðar- nefndu unnu með harmkvælum og sennilega hefur dómarinn ekki áttað sig á hvort liðið var heimalið í Bern í Sviss þar sem leikurinn fór fram, því að hann gleymdi að dæma tvær vítaspyrnur á Tékk- ana. Svo tók ennþá betra við. Portúgalar undir stjórn Brasil- íumannsins Scolaris unnu Tyrki í skemmtilegum leik. Af öðrum íþróttafréttum ber að nefna að Flokkurinn er búinn að beygja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson til hlýðni. Villi lýsti því yfir í dag að Hanna Birna sem var númer tvö á framboðslistanum tæki við oddvitahlutverki Flokksins í borgarstjórn en hann sjálfur ætlaði að sitja áfram sem óbreyttur fulltrúi. Það er skilj- anlegt að Vilhjálmur afsali sér nú að kröfu Flokkseigendafé- lagsins því umboði sem óbreyttir Flokksmenn fólu honum í fjölmennu próf- kjöri. Þrýstingurinn á hann að stíga til hliðar hefur verið mikill. Mogg- inn hefur beinlínis ofsótt hann. Maður hefði haldið að Vilhjálm- ur ætti betra skilið eftir 28 ára dygga þjón- ustu. Ég veit að skoðanakannanir hafa ekki styrkt stöðu hans að und- anförnu, hins vegar taka stjórn- málaflokkar aðeins tillit til skoð- anakannana ef þeir halda að það þjóni hagsmunum flokksins. Mér líst ágætlega á að Hanna Birna taki við borgarstjórahlut- verkinu þegar Ár læknisins er liðið og löngu kominn tími til að Flokk- urinn tefldi fram konu í fremstu röð til að bæta fyrir klúðrið sem varð þegar Bíbí fékk frekjukastið og ruddist fram fyrir Ingu Jónu. Skrýtið að Vilhjálmur skuli svo verða fórnarlamb pólitískra hreins- ana Flokksins. Villi hefur sáralítið gert af sér annað en að koma íhald- inu aftur í meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. Tvisvar. SUNNUDAGUR, 8. JÚNÍ. Gamlar glæður Það logar lengi í gömlum glæðum. Ég get varla slitið mig frá sjón- varpinu meðan Evrópumeistara- keppnin í knattspyrnu er að fara af stað. Tveir leikir í dag. Þjóðverjar líta mjög vígalega út og spila skemmtilegri fótbolta en oft áður. Talandi um gamlar glæður þá er ég búinn að lesa bók Einars Más Jónssonar „Vorið ’68“ um stúdenta- óeirðirnar frægu í París. Frábær- lega skemmtileg lesning um hvern- ig ungu fólki tókst að stugga við stöðnuðum og hrokafullum stjórn- málamönnum. Vonandi verður meira fjör í kynslóðinni sem held- ur upp á fimmtugsafmæli vorsins ´68 eftir tíu ár en í þeirri sem gleymdi fertugsafmælinu núna í maí. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ. Þegar ljós slokknar Minn kæri vinur Árni Bergmann hringdi í morgun. Lena er búin að kveðja. Hún dó á Landspítalanum í nótt. Leiðir okkar Árna lágu saman þegar við vorum að vinna á Þjóð- viljanum sem var dagblað gefið út í því skyni að draga úr ójöfnuði í þjóðfélaginu. Eins og aðrir vissi ég að Árni hafði stundað nám í Rússlandi og eignast þar rússneska konu sem mikið orð fór af fyrir gáfur og heillandi persónutöfra. Ég bar soldið óttablandna virð- ingu fyrir þessum mikla lærdóms- manni með stálminnið og laser- skilninginn. Svo kom á daginn þegar fram liðu stundir að ekki einasta var Árni öðrum mönnum fróðari heldur kunni hann einnig þá list að fara vel með kunnáttu sína, svo að manni leið ekki eins og tossa í návist hans. Þegar þar kom að ég hitti Lenu Túvínu Bergmann fór ekki milli mála að þar varð vinátta við fyrstu sýn. Í rómantík er oft talað um ást við fyrstu sýn sem kann að vera stór- merkilegt fyrirbæri en sjaldnar er minnst á vináttu við fyrstu sýn þegar tveir einstaklingar hittast og vita báðir samstundis að þeir hafa mikla ánægju af nærveru hins. Núna finn ég fyrir tómleika, sorg og myrkri. Það er eins og skært ljós í hjarta mínu hafi slokknað. Náttmyrkrið verður svartara. Ókomnir dagar ekki eins bjartir. MIÐVIKUDAGUR, 11. MAÍ. Aldursmunur Ungur maður gerir ráð fyrir því að vera betur upplagður á morgun. Miðaldra maður vonast til þess að vera betur upplagður á morg- un. Roskinn maður veit að hann verður ekki betur upplagður á morgun. Þess vegna skrifa ég á hverjum degi. Reyndar hef ég aldrei þolað alveg rígskorðaða daglega rútínu. Þessa dagana vakna ég stundum kl. fjögur á morgnana, skrifa til hálfátta. Legg mig smástund. Fer í sund. Held svo áfram að skrifa eins og orkan endist. Nota kvöldið til að fara yfir textann og búa mig undir næsta vinnudag. Bogi vinur minn hjá Apple kom við hjá mér og setti upp undratæki: Time Capsule við prógramið Time Machine. Þetta apparat afritar og vistar allt sem ég geri í tölvunni minni, þráðlaust og sjálfkrafa án fyrirhafnar. Ef ég týni tölvunni minni eða einhver auli heldur að það sé góð hugmynd að stela henni þrátt fyrir að hún innihaldi stað- setningartæki sem segir nákvæm- lega hvar hún er niðurkomin á hverju augnabliki − þá hefur örugg- lega ekki glatast nema nokkurra mínútna vinna. FIMMTUDAGUR, 12. JÚLÍ. Sjálfmiðaðir dagar Þessir dagar eru soldið sjálfmiðað- ir og fjalla um vandamál sem venjulegir lesendur eiga sjálfsagt erfitt með að tengja sig við, sem sé hvernig manni tekst að klára bók, sem hefur hvílt á manni lengi, í tæka tíð til að koma henni á flot í þeim farvegi sem henni er ætlað að fara. Og þótt maður dragi sig í hlé heldur lífið áfram með áhyggjum og sorgum, gleði og eftirvæntingu. Reyndar þurfa flestir að standa skil á einhverjum tímabundnum verkefnum. Nemendur þurfa að skila ritgerðum. Vinnandi fólk skýrslum. Ljúka þarf ákveðnum verkum á ákveðnum tíma. Og þá er í flestum tilvikum gott ráð að gera það sem maður getur til að geta helgað sig verkinu og forðast sem mest utanaðkomandi áreiti. Versta áreitið í mínu tilviki er að ég tilheyri þeim fyrirlitna og frum- stæða hópi manneskja sem hafa gaman af fótbolta, og núna er boðið upp á fjóra klukkutíma af knatt- spyrnu frá Evrópumeistaramót- inu. Að leyfa sér þann munað að gleyma sér yfir hinni fögru íþrótt nokkra sæta sumardaga í röð hefur þó þá refsingu í för með sér að maður verður að hlusta á þuli og gesti þeirra „lýsa leikjunum“ sem maður er, jú, að horfa á. Flestar þessar lýsingar eru afskaplega dapurlegar, þvogluleg- ar í málfari og hugsun. Það setur að mér hroll við að vita að ef ég læt undan fótboltaáhuga mínum verð- ur mér refsað fyrir með því að heyra orðið „klárlega“ endurtekið á nokkurra setninga fresti í 90 mín- útur. Þar er „klárlega“ um misnotkun á málinu að ræða og flokkast undir pyntingar. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Þegar ljós slokknar Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um epli eða fótbolta á greinum skilningstrésins, listrænt atvinnutæki, og blóraböggul Flokksins sem vann sér það til óhelgi að koma íhaldinu til valda í Reykjavík. Tvisvar!! Einnig er sagt frá því þegar ljós slokknar. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND/KIDDI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S A M SE TT M YN D /K ID D I Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.