Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Að setjast inn í Dodge Viperinn hjá Selfyssingn- um Hafsteini Þorvaldssyni er svipuð tilfinning og að smeygja sér í rússíbana sem rennur mjúk- lega af stað en er svo til alls vís. Viperinn hans Hafsteins er 510 hestöfl og með 10 sílindra 8,3 vél. Hann er sagður 3,9 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða og er með hámarkshraða upp á 317. Dekkin eru hátt í hálfur metri á breidd, heita 345 og kosta hundrað þúsund kall stykkið. „Ég fann þenn- an bíl á netinu og IB á Selfossi flutti hann inn. Hann er af árgerð 2006 og bara keyrður 5500 kílómetra. Mig hefur alltaf langað mest í Porche en Viperinn er eins mikill alvörusportbíll og hægt er að fá,“ segir Hafsteinn og útskýrir það nánar. „Þetta er bíll með svakalega eiginleika fyrir þá sem kunna með hann að fara. Hann liggur svo vel. Svo er hann fisléttur. Menn geta náð flottum brautatímum á Porche þó þeir kunni ekkert að keyra en þessi er hvorki með spólvörn né skriðvörn þannig að aksturinn krefst leikni.“ Spurð- ur hvort hann hafi einhverja aðstöðu til að spretta úr spori svarar Hafsteinn: „Nei, það vantar alveg svæði til að keyra svona bíla á en ég er punktalaus og hef ekki verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Maður fær samt ekkert út úr svona bíl nema brjóta lög.“ Hafsteinn kveðst hafa bíladelluna í genunum, bæði faðir hans, bróðir og afi séu haldnir henni líka. Hann keypti Viperinn í fyrravor. „Það var á svipuðum tíma og ég eignaðist tvíbura þannig að tímasetningn var ekki sú besta,“ segir hann pínu vandræðalegur og kveðst lítinn tíma hafa til að keyra gæðinginn því hann reki garðþökusölu og þar sé brjálað að gera á sumrin. „En bíladellan snýst um svo margt annað en keyra,“ segir hann. „Hluti af henni felst í að horfa á bílana.“ gun@frettabladid.is Snýst um fleira en að keyra FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Þótt Hafsteinn sé veikur fyrir hraðskreiðum bílum hefur hann aldrei verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Viperinn er af árgerð 2006. FLOTT Í SÓLINNI Gömlu gleraugun geta orðið að flottum sólgleraugum ef skipt er um gler í þeim. Í Linsunni má líka kaupa gleraugu úr gömlum lager og láta breyta í sólgleraugu. TÍSKA 4 LEIFSSAFN OPNAÐ Leifssafn í Dölum verður formlega vígt í sumar. Þar verður ferðum þeirra feðga, Eiríks rauða og Leifs Eiríks- sonar, gerð skil í máli og myndum. FERÐIR 3 Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.