Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 8
8 14. júní 2008 LAUGARDAGUR KÓPAVOGUR „Þess misskilnings virðist gæta hjá Gunnari Birgis- syni að hönnuðir Lundarsvæðisins hafi flutt húsin nær umferðar- mannvirkjum en áætlað var sam- kvæmt skipulagi. Okkur finnst að heiðri okkar vegið,“ segir Guð- mundur Gunnlaugsson, arkitekt og einn af aðalhönnuðum svæðis- ins, um málið. Íbúar í fjölbýlishúsinu Lundi 1 segja að Kópavogsbær hafi brotið gildandi deiliskipulag og að þeir eigi heimtingu á að því verði fram- fylgt. Nýlega var Nýbýlavegur í Kópa- vogi færður í norðurátt auk þess sem hringtorgi var komið fyrir á hann til þess að tengjast Lundar- braut. Lundur 1 stendur vestan- megin við Lundarbraut með Nýbýlaveg í suðurátt. Í tillögum sem bæjarráð Kópa- vogs lagði fram í fyrradag er stungið upp á að Vegagerð ríkisins skuli færa hringtorgið í suðurátt, auk þess sem skuldinni er skellt á hönnuði fjölbýlishússins. Í frétta- tilkynningu frá bæjarráðinu segir að framkvæmdin sé „innan marka gildandi skipulags, í samræmi við hönnunar og útboðsgögn og ekki nær lóðamörkum fjölbýlishússins við Lundarbraut 1 en heimilt er“. Sigurður G. Guðjónsson, lög- fræðingur húsfélagsins að Lundi 1, er á öðru máli og segir að „Kópa- vogsbær hafi ekki farið að gildandi deiliskipulagi frá 2004 og að bæði hringtorgið og Nýbýlavegur eftir færslu séu á skjön við það“. Sig- urður segir einnig að Nýbýlavegur sé 6,3 metrum nær Lundi 1 en deili- skipulag geri ráð fyrir og að hring- torgið sé 5,4 metrum nær en leyfi- legt sé. Undir þetta tekur Guðmundur Gunnlaugsson. Hann segir að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, misskilji framkvæmda- ferlið og bendir á að Gunnar hafi sjálfur gert athugasemdir við færslu Nýbýlavegar áður en fram- kvæmdir fóru af stað. Í fréttatíma Sjónvarpsins skellti Gunnar Birgisson hins vegar skuldinni á framkvæmdaaðila á svæðinu, þar á meðal Byggingar- félag Gylfa og Gunnars (BYGG), sem Guðmundur vann Lundar- svæðið í samstarfi við. Gunnar lagði ekki til að Nýbýlavegur yrði færður í samræmi við gildandi deiliskipulag. Sigurður G. Guðjónsson sagði að lokum að ef Kópavogsbær stöðvaði ekki framkvæmdir myndi húsfélagið íhuga alvarlega að krefjast lögbanns. helgath@frettabladid.is Segja vegið að heiðri sínum Hönnuðum Lundarsvæðisins finnst Gunnar Birgissson og bæjarráð Kópavogs hafa vegið að heiðri sínum með ummælum í máli íbúa Lundar 1. Lögmaður húsfélagsins íhugar að leggja fram lögbannskröfu verði framkvæmdir við færslu Nýbýlavegs og lagningu hringtorgs ekki stöðvaðar. FINNLAND Jutta Urpilainen, 32 ára þingmaður, var kjörin formaður finnska jafnaðarmannaflokksins með miklum meirihluta á flokks- þingi fyrir helgina. Jutta hafði sigur yfir Erkki Tuomioja, fyrr- verandi utanríkisráðherra. Urpilainen tekur við af Eero Heinäluoma en hann lýsti yfir að hann myndi hætta formennsku eftir að flokkurinn beið afhroð í þingkosningum í fyrra. Urpilainen lýsti sigrinum sem sögulegum í finnska dagblaðinu Helsingin Sanomat. Hún sagði að nú yrði flokkurinn opnari og að ný kynslóð stjórnmálamanna myndi taka til hendinni. „Við ætlum að koma draumum fólks í framkvæmd,“ sagði hún og kvaðst vera reiðubúin til að vera forsætisráðherraefni jafnaðar- manna í kosningum árið 2011. Konur eru nú formenn fjög- urra jafnaðarmannaflokka af fimm á Norðurlöndum: Mona Sahlin í Svíþjóð, Helle Thorning- Schmidt í Danmörku, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Íslandi og nú er Jutta Urpilainen tekin við í Finnlandi. Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra Noregs, er for- maður norska Verkamanna- flokksins. Konur eru hins vegar formenn þriggja annarra stjórnmála- flokka í Noregi. Kristin Halvor- sen fer fyrir Sósíalíska vinstri- flokknum, Erna Solberg fyrir Hægriflokknum og Siv Jensen fyrir Framfaraflokknum. - ghs Konur eru nú formenn fjögurra af fimm jafnaðarmannaflokkum á Norðurlöndum: Urpilainen kjörin í Finnlandi NÝR FORMAÐUR Jutta Urpilainen er tekin við forystu finnskra jafnaðarmanna. 1 Heima hjá hverjum var lögheimili Luciu Celeste Molina Sierra þegar hún sótti um íslenskan ríkisborgararétt? 2 Hve gamalt er varðskipið Ægir? 3 Hvað heitir plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfis- mafíunnar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 SKAGAFJÖRÐUR Þau Björn Sveins- son og Magnea Guðmundsdóttir hafa reist reiðhöll að Varmalæk II í Skagafirði. Þar er einnig hesthús og gestamóttaka. Byggingin er rúmir 1000 fermetr- ar og segir Björn að um hundrað manns komist í áhorfendastæðin. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa aðstöðu til tamninga en kröfurnar eru orðnar þannig nú til dags að maður verður að geta stundað þær hvernig sem viðrar,“ segir Björn. „En við höfum nú þegar haft nokkrar hestasýningar hér fyrir ferðamenn.“ Höllin var vígð síðasta föstudag með viðhöfn. „Við urðum að láta kanna hljómburðinn hérna. Karlakórinn Heimir og Álftagerð- isbræður sáu um það og svo var hér lúðrasveit og allt hljómaði vel,“ segir Björn. - jse Ný reiðhöll risin: Hægt að temja innan dyra VIÐ REIÐHÖLLINA Þau Björn og Magnea hafa reist reiðhöll í Skagafirði. MYND/FEYKIR SAMGÖNGUR „Án þess að ég hafi skoðað það gaumgæfilega þá held ég að þessi tímabundna fólksfjölg- un í Bolungarvík sé sú mesta frá því hún fékk kaupstaðarréttindi árið 1974,“ segir Einar K. Guð- finnsson, sjávarútvegsráðherra og Bolvíkingur. Undirbúningur er nú hafinn fyrir gerð ganga um Óshlíð en framkvæmdir hefjast í haust og munu þá um 40 til 50 starfsmenn á vegum verktakanna, Ósafls, flytja til Bolungarvíkur. Verklok eru fyr- irhuguð árið 2010. „Ég tel að ákvörðunin um að gera þessi göng sé sú mikilvægasta fyrir Bolungarvík sem tekin hefur verið í seinni tíð,“ segir Einar. „Og ég held að ekkert okkar sem í Bol- ungarvík búum geri sér í raun grein fyrir því hvaða jákvæðu afleiðingar þetta hafi í för með sér. Þetta mun einnig styrkja allt svæð- ið í heild; þetta er margra milljarða framkvæmd sem mun skilja heil- mikið eftir sig og sé hugsað til lengri tíma þá er helsta hagsbótin í því fólgin að Ísafjarðarbær, Súða- vík og Bolungarvík verða eitt atvinnusvæði.“ En mun ráðherrann sakna öku- ferðanna eftir Óshlíð? „Ég á bæði slæmar og góðar minningar frá Óshlíð. Útsýnið er náttúrulega býsna fagurt en ég er satt að segja til í að fórna því fyrir öryggið, enda var ég nær dauður fyrir 18 árum þegar ég var þarna á ferð um svip- að leyti og ein snjóskriðan.“ - jse Mest fólksfjölgun frá því kaupstaðarréttindi fengust: Vatnaskil í sögu Bolungavíkur ÓSHLÍÐ Ökuferð meðfram Óshlíð hefur mörgum reynst hættuför. Sjávarútvegsráð- herra var hætt kominn í einni slíkri ferð. SKULD SKELLT Á FRAMKVÆMDARAÐILA Húsfélagið í Lundi 1 íhugar að krefjast lög- banns verði framkvæmdir ekki stöðvaðar strax. SVÍÞJÓÐ Sænskir hjúkrunarfræð- ingar hafa tapað verulegum fjárhæðum á verkfalli sem stóð í sex vikur, ekki síst í töpuðum mánaðarlaunum og launahækkun- um sem hefðu getað tekið gildi 1. apríl, þegar fyrsta tilboð barst. Ef hjúkrunarfræðingarnir hefðu tekið tilboðinu hefðu þær fengið launahækkunina frá 1. apríl en þar sem þær hafa nýlega samið tekur launahækkunin gildi frá 1. júní. Þetta bætist við þau mánaðarlaun sem þær hafa tapað í verkfallinu. Þá hefur verulega gengið á verkfallssjóð hjúkrunarfræðing- anna, að sögn Aftonbladet. - ghs Sænskir hjúkrunarfræðingar: Tapa veruleg- um fjárhæðum Kópavogsbær hefur ekki farið að gildandi deiliskipulagi frá 2004 og bæði hringtorgið og Nýbýlavegur eftir færslu eru á skjön við það. SIGURÐUR G GUÐJÓNSSON LÖGFRÆÐINGUR HÚSFÉLAGSINS LUNDI 1 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.