Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 36
HEIMILISHALD
HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR
● SANNKALLAÐ LISTAVERK Þessi stóll
nefnist Ruggustóllinn eða Lykkjustóllinn og er ein
frægasta hönnun svissneska hönnuðarins Willy
Guhl (1915-2004). Er óhætt að segja að stóllinn,
sem bæði má nota innan- og utanhúss, sé sann-
kallað listaverk. En við hönnun hans hafði Guhl
það að leiðarljósi að ná fram sem mestu með sem
minnstri áreynslu.
● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók mynd á
heimili Dóru Sifjar Tynes Útgáfufélag: 365 miðlar ehf.,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald
Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir
emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámunda-
son s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is.
● heimili&hönnun
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
finnst gott að slaka á heima
hjá sér með fjölskyldunni eftir
erfiðan dag í vinnunni. „Uppáhalds-
staðurinn minn á heimilinu er við
eldhús borðið því það er staðurinn
þar sem fjölskyldan borðar alltaf
saman,“ útskýrir hún. „Þarna fer
ég yfir daginn með fólkinu mínu
og þetta er staðurinn þar sem við
leysum lífsins gátur.“
Hanna Birna segir fjölskylduna
hafa það fyrir reglu að kveikja ekki
á útvarpi né sjónvarpi meðan hún
situr við matarborðið heldur nota
tímann til að spjalla saman. „Við
reynum að halda því sem fastri
reglu að það sé algjör friður við eld-
húsborðið. Ég á tvær stelpur, eina
þriggja ára og eina tíu ára, og þær
segja mér frá öllu því stórkostlega
sem þær hafa upp lifað yfir dag-
inn. Svo er eldhúsborðið gjarnan
notað þegar vinirnir koma í mat,
þannig að þetta er staðurinn þar
sem maður leysir málin og ræðir
þau.“
Borðið sjálft er eftir finnska
arkitektinn Alvar Aalto en Hanna
Birna keypti það þegar fjölskyldan
flutti í Fossvoginn fyrir fjórum
árum. Hún segir borðið, sem er í
hjarta hússins á milli eldhússins og
stofunnar, falla vel inn í umhverfið.
Borðið eigi sér annars enga sér-
staka sögu, nema þá sem fjölskyld-
an sé að skapa í kringum það.
Hanna Birna segir þau hjónin
annars vera samhent í eldhús-
inu. „Við eldum bæði en maðurinn
minn er meira náttúrutalent í eld-
húsinu en ég. Ég er duglegri við
að fara eftir uppskriftum en hann
leikur þetta af fingrum fram. Ég
er mjög hrifin af salötum en nú
er sumar og þá langar mann alltaf
í salat. Stelpurnar mínar eru ekki
alveg jafnhrifnar af því, en þær
fá þá bara eitthvað annað. En svo
finnst okkur líka gaman að elda öll
saman. Þá er það oftast eitthvað
einfalt eins og pitsa.“
Það er auðheyrt á Hönnu Birnu
að fjölskyldan skiptir hana miklu
máli og tíminn með henni er henni
dýrmætur. „Okkur finnst þetta
vera heilagur tími við kvöldverðar-
borðið og okkur hefur tekist ágæt-
lega að halda því og láta ekkert
trufla okkur. Það skiptir minna
máli hvað við erum að borða,
heldur frekar hvað við erum að
ræða.“ - rat
Góðar stundir í eldhúsinu
● Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins safnar fjölskyldunni sam-
an við eldhúsborðið á kvöldin. Þar fara meðlimir hennar yfir daginn og leysa lífsins gátur.
Hanna Birna Kristjánsdóttir við eldhúsborðið þar sem fjölskyldan á góðar stundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
E
flaust hafa allir orðið varir við krepputal og verðbólguvá síðustu
daga og misseri. Heimilin finna óneitanlega fyrir breyttum kjör-
um þegar matarkarfan snarhækkar í verði og bensínverð rýkur
upp úr öllu valdi. Efnahagsspár næstu ára eru vægast sagt daprar
og sjáum við fram á samdrátt í samfélaginu og þar af leiðandi samdrátt
heimilanna.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Var ekki kominn
tími á að eyðslufylleríinu lyki? Það er ekki eðlilegt að taka neyslulán. Er
ekki eitthvað bogið við það að taka lán svo að öruggt sé að stærsti flat-
skjárinn eigi heiðurssess í stofunni? Er nauðsyn-
legt að eiga glænýjan bíl ef það hefur í för með
sér að skuldsetja sig þannig að öruggt sé að mest-
um tíma sé eytt í vinnu svo hægt sé að eiga fyrir
afborgunum? Til hvers að kaupa allt þetta dót ef
það gefst ekki einu sinni tími til að njóta þess?
Það skiptir þó litlu samanborið við þann boðskap
sem við færum börnum og unglingum sem alast
upp á slíkum óhófstímum.
Nú þykir kannski sumum að þeir séu að lesa
hér ræðu um eld og brennistein þar sem undirrit-
uð hefur komið sér fyrir í háum predikunarstól og
skammar ótíndan almúgann. Það er rétt, því stað-
reyndin er sú að nauðsynlegt er að lesa yfir þjóð-
inni. Fólk er sí og æ að fárast yfir leikskólamálum, unglingavanda, stöðu
fjölskyldunnar og heimilisins í nútímasamfélagi en dettur engum í hug að
líta í eigin barm og skoða hvers konar fyrirmyndir foreldrarnir eru?
Við verðum hvumsa yfir því að unglingurinn á heimilinu fúlsi við af-
greiðslustarfi í Bónus af því það er svo hallærislegt og láti sér síðan detta
í hug að hætta að mæta í vinnu án þess að tala við Pétur eða Pál. Af hverju
kemur þetta á óvart? Unglingurinn hefur hingað til ekki þurft að hafa fyrir
nokkrum sköpuðum hlut. Hann fær allt upp í hendurnar umbeðið jafnt
sem óumbeðið þegar foreldrarnir ausa í hann gjöfum til að minnka sam-
viskubitið yfir of litlum samvistum og löngum vinnutíma. Börn og ungling-
ar fylgjast með foreldrum sínum hala inn góssið og ráfa um Smáralindina
eins og hungraður búfénaður í leit að æti. Kaupa, kaupa, kaupa því þá líður
okkur svo vel! Allar hömlur og mörk verða óljós og ef fólk langar í eitt-
hvað þá fer það bara og nær í það. Matvöruverslanir eru opnar allan sólar-
hringinn svo örugglega sé hægt að kaupa allar „nauðsynjavörur“ hvenær
sem þörf er á og á meðan neyslan tekur öll völd og hamingjan felst í krítar-
korti gefst ekki tími til að sinna því sem skiptir mestu máli.
Mörgum líður eins og þeir hafi vart stjórn á eigin lífi. Þá get ég glatt
ykkur með einu. Við höfum alltaf val. Þótt erfitt efnahagsástand setji auð-
vitað strik í reikninginn og greiða þurfi skuldir getum við samt stjórnað
því hvernig við lifum. Við tökum ákvarðanir um eigið líf og stefnu fjöl-
skyldunnar. Kannski kreppan hafi ýmsa kosti þrátt fyrir allt. Hún kallar
á breytta lífshætti og nær fólki aftur niður á jörðina. Hugsanlega verður
hún til þess að börnin okkar alast ekki upp þannig að þau verði ofdekruð
með kolrangt gildismat. Kreppan fær okkur til að hugsa og í raun var tími
til kominn.
Þegar skórinn kreppir
Er nauðsynlegt að
eiga glænýjan bíl ef
það hefur í för með
sér að skuldsetja
sig þannig að
öruggt sé að
mestum tíma sé
eytt í vinnu svo
hægt sé að eiga
fyrir afborgunum?
14. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR2