Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 14. júní 2008 — 160. tölublað — 8. árgangur 50%afsláttur í daga7 w w w . 1 9 2 8 . i s Bæklingurinn fylgir Fréttablaðinu í dag BLÍÐVIÐRI Í dag verður hæg vestlæg átt. Skýjað með köflum vestan til annars yfirleitt léttskýjað. Hætt við þokulofti við Norður- og Austurströndina. Hiti 10-20 stig, hlýjast til landsins. VEÐUR 4 12 17 17 1612 LANGAR AÐ LEIKA RÆNINGJA Í KARDIMOMMUBÆNUM Sigurður Hrannar Hjaltason leikari í helgarviðtali 24 H EI M IL I& H Ö N N U N VEÐRIÐ Í DAG GULL OG GLAMÚR Pallíettur og glæsileiki næsta hausts á bresk- um tískupöllum. STÍLL 38 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008● HÖNNUNMynstur af rannsóknastofunni● INNLIT Byggt með bænahjálp● HILLAN MÍN Meira til nytja en skrauts EFNAHAGSMÁL Framkvæmdir hafa að miklu leyti stöðvast, lítið hefur selst af íbúðum og farið er að bera á uppsögnum í byggingariðnaðin- um. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, telur að ekkert geti komið í veg fyrir mikl- ar uppsagnir þegar líður á haustið. „Því miður er það sá veruleiki sem blasir við okkur. Hann er ekki kominn fram í dagsljósið en hann er undirliggjandi,“ segir hann. Byggingafélag Gylfa og Gunn- ars, BYGG, hefur fundið rækilega fyrir samdrættinum. Gunnar Þor- láksson framkvæmdastjóri segir að fólki hafi verið fækkað og engir ráðnir í staðinn. Þá á hann von á því að tugir útlendinga sem fari heim í sumarleyfi komi ekki aftur. Gunnar telur að flest ef ekki öll byggingafyrirtæki í landinu hafi losað um mannskap upp á síðkastið og sum rækilega. „Menn eru að byggja í góðri trú þegar ráðamönnum dettur allt í einu í hug hvetja menn til að hætta að kaupa íbúðir. Allt í einu er klippt á allt. Það er umhugsunarvert þegar heil atvinnustétt er tekin af lífi á nokkrum dögum,“ segir hann. Loftur Árnason, forstjóri Ístaks, segir verkefnastöðuna hins vegar ágæta. Eftir eigi að koma til opin- berra framkvæmda, til dæmis hjá Vegagerðinni. „Við erum ekki mjög svartsýnir. Okkur vantar fólk frek- ar en hitt,“ segir hann. Ármann Óskar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SS verktaka, segir að staðan verði þokkaleg út árið en hún verði samt endurskoðuð aftur í haust. Fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins að þinglýstum kaupsamn- ingum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað um 74 prósent milli ára, þegar maí 2008 er borinn saman við maí 2007. Veltan dróst saman um sambærilegt hlutfall. Aðeins 252 kaupsamningar voru gerðir í nýliðnum maí, en 969 samningum var þinglýst í maí 2007. - ghs/bj Ekkert getur komið í veg fyrir uppsagnir Kreppan bitnar harðast á fyrirtækjum í íbúðabyggingum. Staðan á enn eftir að versna. Heil atvinnustétt sögð „tekin af lífi“ á fáum dögum. Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 74 prósent milli maí í ár og maí í fyrra. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Robert Dariusz Sobiecki í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á salerni í kjallara Hótel Sögu í mars í fyrra. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Héraðsdómur hafði áður sýknað manninn, en Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur í hérað. Í dómsniðurstöðunni er tekið fram að Hæstiréttur hafi á liðnum misserum þyngt dóma fyrir kynferðisbrot, og litið hafi verið til þess við ákvörðun refsingarinnar. Nauðgunin hafði mikil sálræn áhrif á stúlkuna og nauðgarinn er ekki sagður eiga sér nokkrar málsbætur. - sh / sjá síðu 4 Nauðgaði konu í hótelkjallara: Sakfelldur í annarri atrennu VIÐSKIPTI „Þetta er nýkomið upp og verður skoðað ef ástæða þykir til,“ segir Íris Björk Hreinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Fjármálaeftirlits- ins. Eimskipafélagið tilkynnti í vik- unni að dótturfélagið Innovate yrði afskrifað í heilu lagi. Níu milljarð- ar króna færu út úr bókum félags- ins. Þá gerði félagið ráð fyrir um þrjátíu og sex milljarða tekjum af félaginu í ár, sem ljóst er að skila sér ekki úr þessu. Málið kom inn á borð stjórnar Eimskipafélagsins í febrúar, en hún upplýsti ekki um það fyrr en í fyrradag. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst telja menn eðlilegt að greint hefði verið frá þessu til kauphallar- innar mun fyrr en í þessari viku. Nú er málið hins vegar komið á borð Fjármálaeftirlitsins. Meðal þess sem líklega yrði kannað, eftir því sem næst verður komist, er hvort viðskipti hafi verið með hlutabréf í Eimskip á grundvelli vitneskju um yfirvofandi afskriftir Innovate. Gengi hlutabréfa í Eimskipa- félaginu hefur hrunið eftir að Inno- vate-málið kom upp á yfirborðið. - ikh / sjá síðu 12 Fjármálaeftirlitið íhugar rannsókn á milljarða afskriftum Eimskipafélagsins: Stjórnin þagði í þrjá mánuði ÍRLAND, AP Brian Cowen, forsætis- ráðherra Írlands, sagði í gær að það setti ríkisstjórn sína í mjög erfiða stöðu að Lissabon- sáttmála Evrópusam- bandsins skyldi hafa verið hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu um fullgildingu hans. En hann neitaði þó að lýsa sáttmálann úr sögunni. Eftir að þessi úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar urðu ljós í gær tjáði Cowen fréttamönnum að hann vonaðist til að þrátt fyrir allt yrði unnt að finna leið til að koma mikilvægustu markmiðum sáttmálans í framkvæmd. Leiðtogar allra ESB-ríkjanna 27 munu ræða hvernig bregðast skuli við á leiðtogafundi í Brussel í næstu viku. - aa/sjá síðu 6 Þjóðaratkvæði á Írlandi: Setur sáttmála ESB í uppnám BRIAN COWEN BRYNHILDUR LEIKSKÁLD OG LEIKKONA ÁRSINS Vigdís Finnbogadóttir og Guðjón Pedersen afhentu Brynhildi Guðjónsdóttur Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins. Brynhildur hlaut tvenn verðlaun á Grímunni í gærkvöldi fyrir leikritið Brák. Hún var valin leikskáld ársins og besta leikkonan í aðalhlutverki. Sjá síðu 50 FRÉTTABLAÐIÐ /DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.