Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 6
6 14. júní 2008 LAUGARDAGUR ÍRLAND Þegar langflest atkvæði höfðu verið talin í þjóðaratkvæða- greiðslunni á Írlandi um fullgild- ingu Lissabon-sáttmála Evrópu- sambandsins var ljóst að nokkuð afgerandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði, 53,4 prósent, hafnaði sáttmálanum. Þetta stað- festi írski dómsmálaráðherrann Dermot Ahern í gær, að sögn AP. Kjörsókn reyndist fremur lítil, um 45 prósent. Þar sem öll aðildarríki sam- bandsins þurfa að fullgilda nýja sáttmálann til að hann geti tekið gildi mun þessi niðurstaða vænt- anlega steypa Evrópusambandinu í nýja „stjórnskipunarkreppu“. Einmitt það gerðist fyrir þremur árum þegar meirihluti kjósenda í Frakklandi og Hollandi hafnaði svonefndum stjórnarskrársátt- mála, sem hinn minna metnaðar- fulli Lissabonsáttmáli átti að koma í staðinn fyrir. Ráðamenn hinna 27 aðildarríkja sambandsins og stofnana þess höfðu síðustu þrjú ár unnið að því að ná viðkvæmri pólitískri sátt um það sem talið var nauðsynleg upp- færsla á stofnsáttmálanum. Henni var náð með því að taka svo að segja kjarnann úr stjórnarskrár- sáttmálanum strandaða og ganga þannig frá honum að lögformlega hefði hann það takmarkaðar valda- tilfærslur í för með sér að nægj- anlegt þætti að fullgilda hann með samþykki þjóðþinganna, það er án þess að bera hann undir þjóðarat- kvæði. Undantekningin var Írland, þar sem stjórnarskráin kveður skýrt á um að alla slíka nýja sáttmála sem breyta skuldbindingum írska ríkisins í fjölþjóðlegu samstarfi beri að bera undir þjóðaratkvæði. Í öllum hinum ESB-ríkjunum 26 er fullgildingin afgreidd af þjóð- þingunum. Slík afgreiðsla var að baki í átján þeirra áður en Írar gengu að kjörborðinu á fimmtu- daginn. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í Brussel að fullgildingarferlið ætti að halda áfram, þrátt fyrir uppnámið sem írska „neiið“ setur það í. Undir þetta tók, meðal ann- arra, utanríkisráðherra Þýska- lands. Ráðamenn sambandsins munu annars ákveða framhaldið á leiðtogafundi í næstu viku. Forsvarsmenn þeirra sem beittu sér gegn samþykkt sáttmálans á Írlandi, og reyndar fleiri, sögðu höfnun Íra þýða endalok Lissabon- sáttmálans. Hún þvingaði alla hlutaðeigandi aftur að samninga- borðinu og væri áminning um að ráðamenn sambandsins legðu sig fram um að búa svo um hnúta að almenningur í aðildarríkjunum fengi ekki á tilfinninguna að vera sniðgenginn við töku mikilvægra ákvarðana um framtíð ESB. audunn@frettabladid.is Höfnun Íra steypir ESB í nýja kreppu Meirihluti þeirra írsku kjósenda sem mættu á kjörstað á fimmtudag reyndust í gær, er úrslit voru birt, hafa hafnað Lissabonsáttmála Evrópusambandsins. Öll ESB- ríkin þurfa að fullgilda sáttmálann og því getur hann væntanlega ekki tekið gildi. MENNTAMÁL Um 3.600 umsóknir hafa borist í BA- og BS-nám við Háskóla Íslands. Um 700 umsóknanna tengjast nýju menntavísindasviði sem hefur starfsemi þegar Kennara- háskóli Íslands sameinast Háskólanum þann 1. júlí. Í lagadeild nemur fjölgun umsækjenda fjörutíu prósentum á milli ára og í verkfræðideild er aukningin þrjátíu prósent. Í tölunum eru þeir 280 sem þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun ekki taldir með. Háskóli Ísland sameinast KHÍ Umsækjendum fjölgar verulega NEMENDUR STREYMA AÐ Fjörutíu pró- senta aukning í lagadeild. MENNTAMÁL „Auk þess að vera að útskrifa flesta nemendur í sögu skólans erum við að kynna sam- starfssamning Háskólans í Reykjavík og Columbia Teachers College,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík, en HR mun útskrifa 423 nemendur með 28 mismunandi prófgráð- ur í dag. Columbia University hefur verið talinn á meðal bestu háskóla heims og þetta er í fyrsta skipti sem Columbia Teachers College gerir slíkan samstarfs- samning við evrópskan háskóla. Áður hefur hann gert slíka samninga, meðal annars við háskóla í Asíu. „Þessi háskóli er sá elsti sinnar tegundar í heimin- um,“ segir Jóhann. „Með samningnum gefst nemend- um Háskólans í Reykjavík kostur á að stunda nám við Columbia-háskóla samhliða námi sínu í HR.“ Auk þess munu kennarar HR eiga þess kost að heimsækja Columbia-háskólann og kennarar þaðan munu halda námskeið við HR. Samstarfið mun einkum fara fram á sviði lýðheilsu- fræði og kennslufræði. Auk þess munu forsvarsmenn Columbia-háskólans að sögn Jóhanns koma að skipu- lagi á nýju meistaranámi í heilbrigðisstjórnun innan Háskólans í Reykjavík. - vsp Samningur HR og Columbia University: HR fyrsti evrópski samstarfsskólinn Stundar þú verðsamanburð? Já 73,9% Nei 26,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú hætt við utanlands- ferð í sumar vegna versnandi efnahagsástands? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sparkaði í lögreglumann, hrækti í auga annars lögreglu- manns og hótaði síðan þremur lögreglumönnum líkamsmeiðing- um og lífláti. Atvikin gerðust öll sama kvöldið, hið fyrsta er lögregla hafði afskipti af manninum á skemmtistað og hin við flutning hans á lögreglustöð í framhaldi af því. Maðurinn játaði sök og lýsti yfir iðrun sinni. Hann kvaðst hafa verið mjög ölvaður. Engin alvara hefði verið að baki orðum þeim er hann lét falla. - jss Braut gegn lögreglumönnum: Sparkaði, hót- aði og hrækti ELDUR Engan sakaði þegar eldur kom upp í vélarrúmi ísfisktogar- ans Sóleyjar Sigurjóns GK 200 á áttunda tímanum í gærmorgun. Var skipið þá statt um fimm mílur úti fyrir Bervík á Snæfells- nesi og var björgunarbáturinn Björg í Rifi send á staðinn til hjálpar auk þess sem reykkafarar og þyrla Landhelgisgæslunnar voru sett í viðbragðsstöðu. Náðu skipverjar sjálfir að slökkva eldinn og reykræsta skipið og var beiðni um aðstoð því afturkölluð. Var skipinu svo siglt fyrir eigin vélarafli til hafnar til viðgerða. - ovd Slökktu sjálfir eldinn: Eldur í skipi við Snæfellsnes SÓLEY SIGURJÓNS GK 200 Skipið, sem áður hét Sólbakur RE, var smíðað árið 1971 á Ítalíu. MYND/VÍKURFRÉTTIR DÓMSMÁL Þrír menn hafa í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að stela og reyna að stela milljónum króna með heimatilbúnum greiðslukort- um sem eftirrituð höfðu verið af stolnum greiðslukortum annarra. Um tvö mál var að ræða. Ann- ars vegar voru ákærðir Þjóðverji og Rúmeni, sem gefið var að sök að hafa með þessum hætti stolið í sameiningu um 1.800 þúsund krónum af átta kortareikningum og gert tilraun til að stela rúmum tveimur milljónum í viðbót. Það mistókst vegna varnaraðgerða bankanna sem í hlut áttu. Rúmen- inn hlaut tíu mánaða fangelsis- dóm og Þjóðverjinn sjö mánaða fangelsi. Hins vegar var einn Rúmeni ákærður fyrir að stela með sama hætti 670 þúsund krónum og reyna að stela rúmum tveimur milljónum til viðbótar. Hann hlaut hálfs árs fangelsisdóm. Bótakröfum í báðum málunum var vísað frá þar sem peningarnir fundust og var skilað. Sakborningarnir þrír játuðu allir brot sín skýlaust fyrir dómi. Tveir þeirra hafa áður hlotið dóma fyrir sambærileg brot. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm er yngstur þremenninganna og á auk þess engan sakaferil. Hann hlaut því vægustu refsinguna. - sh Tveir Rúmenar og Þjóðverji dæmdir í fangelsi fyrir að stela milljónum: Kortasvindlarar í steininn HRAÐBANKI Mennirnir notuðu heima- tilbúin greiðslukort sem upplýsingar af stolnum kortum höfðu verið afritaðar á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NOREGUR Viðskipta- jöfur inn Felicien Kabuga frá Mið- Afríku ríkinu Rúanda hefur eytt síðustu fjórtán árum á flótta undan laganna vörðum enda er hann eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Hann kann nú að vera í felum í Noregi. Kabuga er sakaður um að hafa fjármagnað þjóðarmorðin í heima- landi sínu sem kostuðu um milljón manns lífið. Aftenposten skýrir frá því að fram að þessu hafi verið talið að Kabuga væri í felum í Kongó eða Keníu, en nýverið hafa komið fram heimildir fyrir því að Kabuga hafi komið til Noregs í mars og haldi til í Ósló. Orðrómurinn hefur þó ekki fengist staðfestur. - vþ Stríðsglæpamaður á flótta: Kabuga hugs- anlega í Noregi EFTIRLÝSTUR Kabuga er efstur t.v. á myndinni. UMHVERFISMÁL „Uppboðinu var aflýst á elleftu stundu,“ segir Ásgeir Böðvarsson, formaður Höfðafélagsins, sem á fimmtu- daginn ætlaði að bjóða í hlut úr jörðinni Höfða við Mývatn. Forsaga málsins er að árið 1970 gáfu Héðinn Valdimarsson og Guðrún Pálsdóttir Skútustaða- hreppi bróðurpart jarðarinnar Höfða. Þau hjónin héldu eftir húsi og um tveimur hekturum lands sem þrjú barnabörn þeirra fengu í arf. Á fimmtudag var uppboði vegna slita á sameign þeirra aflýst hjá sýslumanninum á Húsavík. Ásgeir segir Höfðafé- lagið stofnað til að koma allri jörðinni í eigu Skútustaðahrepps. „Við höfum óbreyttan áhuga á því að reyna að eignast þetta en ég veit ekki hvort þetta er falt.“ - ovd Uppboði á Höfða aflýst: Höfðafélagið enn áhugasamt Sumarást Algengasti fæðingardagur Íslendinga er 28. apríl, samkvæmt Hagstofu Íslands, en þá eiga 964 afmæli. Það styður þá kenningu að óvenjumargir Íslendingar séu getnir um verslunar- mannahelgina. Hún er tæpum níu mánuðum fyrr. FÓLK Fiskistofa opnar útibú Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra opnaði nýtt útibú Fiskistofu í Grindavík á mánu- dag. Starfsmenn útibúsins eru fjórir og munu þeir starfa á Suðurnesjum öllum. SJÁVARÚTVEGUR GRÆNLAND Grænlensk stjórnvöld óttast að slys svipað því þegar Titanic sökk geti átt sér stað við Grænland, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Færi svo ættu heimamenn í erfiðleikum með að bjarga farþegunum. Ferðamönnum fjölgar hratt á Grænlandi og stöðugt fleiri skemmtiferðaskip leggja leið sína þangað. Ef skemmtiferða- skip siglir á ísjaka getur það skemmst mikið. Þá hafa grænlensk stjórnvöld áhyggjur af því að hinar smáu og dreifðu byggðir Grænlands séu ekki vel í stakk búnar að bjarga þúsundum farþega. - ghs Öryggi siglinga við Grænland: Óttast annað Titanic-slys NEI-HLIÐIN HAFÐI BETUR Vegfarandi í írsku höfuðborginni Dyflinni gengur hjá áróð- urs-veggjakroti andstæðinga Lissabonsáttmálans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DR. SUSAN FUHRMAN OG ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Teachers College við Columbia University í New York, heilsaði upp á Ólaf Ragnar Grímsson í gær. MYND/STEINUNN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.