Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 24
24 14. júní 2008 LAUGARDAGUR É g hef allt- af verið rosalega athyglis- sjúkur og hef gaman af því að vekja athygli á meðal fólks, en ég fór í Versló því ég ætl- aði alltaf að verða við- skiptafræðingur. Ég ætlaði ekki að fara í neina söngleiki og vissi varla af þeim þegar ég byrjaði í skólanum,“ segir Sig- urður Hrannar um upphaf leiklistaráhug- ans. „Mágur minn var að klára viðskipta- fræði á þessum tíma ég leit mikið upp til hans. Hann var svona gaur sem var með allt á hreinu, svona „Brandon í Beverly Hills“ í mínum augum og ég vildi feta í hans fótspor. Dansinn tók svo mikinn tíma að ég fór ekki einu sinni í prufur fyrir söngleik- inn Dirty Dancing sem var settur upp á mínu fyrsta ári,“ segir Sig- urður. Hann byrjaði ungur að æfa sam- kvæmisdans, en úti- lokar þó ekki að leik- listarbakterían hafi eflaust alltaf blundað einhvers staðar undir niðri án þess að hann hafi vitað af því. „Ég æfði dans í Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar og ég man að frá svona ell- efu ára til fimmtán ára aldurs, þegar ég var sem mest í dansin- um, hjólaði ég úr Vesturbænum þar sem ég bjó og upp í Kópavog til að fara á dansæfingar eftir skóla. Þar var ég svo fram á kvöld nánast alla daga vikunn- ar,“ segir Sigurður, sem æfði samkvæmisdans í ein tólf ár. „Þegar ég var sautján ára var ég kominn með alveg nóg og ákvað að hætta, en ég er viss um að dansinn hafi nýst vel í gegnum árin.“ Á sínu öðru ári í Verslunar- skólanum fékk Sigurður fyrst tækifæri til að spreyta sig í leik- listinni. „Þegar ég komst inn eftir dansprufur fyrir Thriller spurði Gunnar Helgason leik- stjóri mig hvort ég gæti leikið og leist greinilega það vel á mig að hann lét mig hafa hlutverk. Ári síðar fékk ég svo hlutverk í Thriller og síðan í Wake Me Up. Það má eiginlega segja að áhug- inn hafi kviknað fyrir alvöru á þessum tíma. Ég fann að þetta var það sem ég vildi gera, en mig langaði samt líka að prófa að vera hinum megin við borðið og á mínu síðasta ári í skólanum varð ég formaður nemendaráðs. Við settum upp Slappaðu af í Borgarleikhúsinu sem var rosa- lega stórt verkefni og ég sinnti náminu lítið sem ekkert á meðan. Ég bjó eiginlega bara niðri í nemendakjall- ara, fór í sturtu í leik- fimiklefanum og svo aftur út í daginn,“ segir Sigurður og minnist þess að hafa varla farið heim til sín í tvær vikur. „Þegar lokaprófin nálguðust um vorið áttaði ég mig á því að ég hafði ekki verið í skólanum frá því í nóvember. Ég mætti síðustu tvær vikurnar fyrir próf og lærði eins og brjálæð- ingur. Kennararnir sýndu þessu sem betur fer mikinn skilning og ég náði öllu.“ Leikrænn sundlaugar- vörður Eftir stúdentsprófið tók við mikil vinna hjá Sigurði þar sem við- skiptafræðiáhuginn fékk að blómstra. „Ég fór að vinna með Sam- úel Jóni Samúelssyni að því að koma fyrir- tækinu í kringum Frostrósir á laggirnar. Við vorum þrír strákar í turninum í Garða- stræti, gáfum út fimm plötur, héldum fyrstu Frostrósatónleikana í Hallgrímskirkju og Quarashi-tónleika í Laugardalshöllinni. Þetta var mikið ævin- týri, en þegar leið að jólum vorum við bara orðnir tveir, alveg að drukkna í vinnu. Ég þurfti að gera upp við mig hvort ég vildi halda áfram og eftir jólin ákvað ég að breyta um stefnu. Þá gerðist ég sund- laugarvörður í Vesturbæjarlaug- inni þar sem mamma er að vinna og var þá farinn að leiða hugann að því að fara í inntökupróf í Leiklistarskóla Íslands. Gunni Helga hvatti mig eindregið til að fara og hjálpaði mér að undirbúa mónólóg. Ég ákvað að slá til og var þarna í turninum í Vestur- bæjarlauginni að fara með ein- hverja mónólóga á meðan ég horfði yfir laugina,“ segir Sig- urður og hlær. „Ég komst í gegnum fyrstu umferðina í prufunum en datt svo út. Þá var ég reyndar búinn að frétta að Rose Bruford Coll- ege í London væri að fara að halda áheyrnarprufur helgina eftir, svo ég ákvað bara að skella mér þangað. Það var ekkert mál að fara með Shakespeare-mónó- lóginn á ensku, en mig vantaði eitthvað nýlegt og Gunni Helga var ekki lengi að redda því. Þá var nýbúið að þýða Sellófón yfir á ensku fyrir konuna hans, Björk Jakobsdóttur, sem fjallar aðal- lega um konu og hennar kynfæri. Mér fannst þetta frekar undar- legt, en lærði samt mónólóginn. Svo stóð ég þarna í prufunum, ungur maður, talandi um píkuna á sér. Dómarinn sprakk svo bara úr hlátri og tveimur vikum seinna fékk ég að vita að ég hefði komist inn í skólann,“ segir Sig- urður. „Þegar ég kom út um haustið leist mér samt ekkert á þetta og langaði eiginlega bara heim eftir fyrstu vikurnar. Mér fannst námið bara vera eitthvert rugl, að vera látinn liggja á gólfinu, andandi heilu og hálfu dagana, gefandi frá mér einhver hljóð og hlaupandi í svörtum gammósíum út um allt. Ég var einhvern veg- inn ekki búinn að kveikja á því hvað leiklistarnám er og hélt að ég væri bara að fara að læra að leika, en svo útskýrði þetta sig seinna meir og þegar upp er stað- ið voru þetta þrjú frábær ár.“ Gott að vera lágvaxinn Framundan eru spennandi tímar hjá Sigurði því hann á von á sínu fyrsta barni í lok júní ásamt kær- ustu sinni Herdísi Önnu Ingi- marsdóttur sem nemur við- skiptafræði í Háskóla Íslands. „Loksins getur maður farið að hugsa um eitthvað annað en rass- gatið á sjálfum sér og hætt að setja sig alltaf í fyrsta sæti. Ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Sigurður, sem hefur haft nóg fyrir stafni síðastliðin tvö ár, en hann hefur meðal annars leik- ið í Patreki 1,5, Leitinni að jólun- um og Skilaboðaskjóðunni, og leikstýrði á sama tíma leiksýn- ingu Verslunarskólans, Allir á svið. Síðan í fyrra hefur hann verið ársráðinn leikari hjá Þjóð- leikhúsinu og leikur nú í sýning- unni Ástin er diskó, lífið er pönk, en rétt áður en Sigurður útskrif- aðist frá Rose Bruford College fékk hann sitt fyrsta hlutverk og kom því fyrr til landsins en til stóð. „Ég fórnaði útskriftinni í skól- anum til að koma heim og leika í Patreki 1,5 því ég vissi að það gæti verið erfitt að fá hlutverk eftir námið. Þó svo að ég hefði lokið við þriggja ára nám fannst mér ég fyrst læra að verða leik- ari í Patreki. Sýningin gekk vonum framar, við sýndum úti um allt land og enduðum á þrem- ur sýningum á stóra sviði Þjóð- leikhússins,“ segir Sigurður og útskýrir að það hafi verið fyrir tilstilli Gunnars Helgasonar að hann fékk hlutverkið. „Hann er án efa maðurinn á bak við það að ég er að leika í dag og það má hálfpartinn segja að ég sé bara vörumerkið hans,“ segir Sigurð- ur og hlær. Hvert er svo draumahlutverk- ið? „Fyrsta leikhúsupplifunin mín var Kardimommubærinn þegar ég var sjö ára. Sýningin sat rosalega í mér og ég var eld- hræddur lengi á eftir, því það kviknaði í turninum og mér fannst það svo raunverulegt. Það stendur til að setja upp Kardi- mommubæinn á næsta ári, svo það væri ákveðinn draumur að leika einn af ræningjunum. Ég sagði við sjálfan mig að ég myndi gefa leiklistinni tvö ár eftir að ég kæmi frá London og nú eru þessi tvö ár liðin. Ég er búinn að vera mjög heppinn með hlutverk og ég er smám saman að komast á þann stað sem ég vil vera á. Það hefur ekki síður verið mér til framdráttar hversu lágvaxinn ég er og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Sigurður að lokum og brosir. alma@frettabladid.is Langar að leika ræningja Sigurður Hrannar Hjaltason hefur alla tíð haft nóg fyrir stafni. Aðeins fjögurra ára gamall fór hann að æfa samkvæmisdans eftir hvatningu frá ömmu sinni, byrjaði svo að spilaði fótbolta, var í skátunum og bar út blöð. Hann segist vera sannkallaður hrútur, er þrjóskur, mikill keppnismaður og framkvæmir það sem hann ætlar sér. Alma Guðmundsdóttir hitti Sigurð Hrannar og forvitnaðist um þennan unga og efnilega leikara. SIGURÐUR HRANNAR HJALTASON Leikur í ástin er diskó, lífið er pönk og á von á sínu fyrsta barni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Í HNOTSKURN Stjörnumerki: Hrútur Fæðingardagur: 22. mars 1982 Besti tími dagsins: Nóttin Diskurinn í spilaranum: Ástin er diskó, lífið er pönk Uppáhaldsmaturinn: Kjúklingarétturinn hennar Herdísar Uppáhaldsdrykkurinn: Bjór Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Entourage Mesta freistingin: Að eyða peningum Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara? Að eyða peningum Draumafríið? Næsta sumar á sólarströnd með litla erfingjanum. Mér fannst námið bara vera eitt- hvert rugl, að vera látinn liggja á gólfinu, andandi heilu og hálfu dag- ana, gefandi frá mér ein- hver hljóð og hlaup- andi um í svörtum gammósíum út um allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.