Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 66
38 14. júní 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Nýjasta Burberry- ilminn, the beat eau de parfum. Hann er sætur, ferskur og ilmar af sumri. Er það ekki við hæfi núna? Ég var að gramsa í skúffum um daginn og rakst á mynd af sjálfri mér fyrir sirka fimmtán árum og furðaði mig á því hversu lítið fötin höfðu breyst í reynd. Þarna var ég í beinum 501 gallabuxum, hvítum bol og svörtum jakka með sama síða hárið. Ekki mjög frumlegt. En þegar myndin er skoðuð nánar er augljóst að það er hægt að setja ártöl á gallabuxnasnið og skóna sem fólk klæddist við gallabuxurnar hverju sinni. Ef maður er í röngum buxum og röngum skóm á maður á hættu að verða gífurlega „passé“ eins og þeir segja. Fyrir fimmtán árum voru lágbotna og jafnvel uppreimuð stígvél í tísku og mestu gellurnar voru í kúrekastígvélum. Eftir þetta tímabil tóku svo „boot-cut“ gallabuxurnar við af Levis 501 og flestar stúlkur klæddust þeim við háhæluð stígvél og skó undir skálmunum. En viti menn, svo komu níðþröngu „skinny“-buxurnar og þá tóku Kate Moss og einhverjar fleiri upp á því að hafa hælastígvélin utan yfir skálmunum á buxunum, tíska sem hefur verið næstum ódrepandi undanfarin ár. Síðastliðinn vetur fannst mér þetta farið að verða púkó og þreytt og reyndi að leysa málið með því að fara í ökklastígvél við buxurnar, en háu stígvélin voru þó alltaf freistandi lausn. Nýleg grein í breska dagblaðinu The Guardian líkir þessari stígvélakrísu kvenna um hvort stígvél yfir gallabuxum séu enn fýsilegur kostur við alþjóðlegar krísur. Í stað Watergate erum við kvenfólkið með stígvéla gate. En dómurinn hefur verið kveðinn upp: stígvél yfir gallabuxur eru búin að vera. Þessa niðurstöðu á þó að taka með ákveðnum fyrir- vara, það er leyfilegt til dæmis að vera í þröngum, snjáðum og rokkaralegum gallabux- um við dálítið víð, sjúskuð og flatbotna stígvél. En háhæluðu bling-bling stígvélin við þröngu skvísugallabuxurnar þykir vera yfirmáta hallærislegt lúkk sem aðeins fótboltaeiginkonur og evrótrasjið láta sér lynda. Það er nefnilega aldrei nein afsökun fyrir því að líta út eins og fótboltaeiginkona, jafnvel þó það sé EM. Punkt- urinn er: horfðu frekar til skótísku Kate Moss heldur en hennar Coleen McLoughlan. En í hverju eigum við þá allar að vera við gallabuxurnar? Nú ökklastígvélin eru alltaf ágætis kostur ef maður verður að vera í stígvélum á annað borð en það lúkk er óneitanlega dálítið 2007. Ég held að sterkasti leikurinn sé að vera í strákalegum rokkstígvélum sem ná aðeins upp á ökkla undir þröngu gallabuxunum. En nú er sólin komin hátt á loft og því um að gera að nota sæta ballerínuskó í öllum regnbogans litum eða þá himinháa hæla. Svo eru þeir alltaf að spá því að þröngar gallabuxur séu algjörlega á leiðinni út þannig að þá tekur önnur krísa við … Stígvélakrísan mikla Klæðin voru vægast sagt glæsileg hjá hönnuðum eins og Christopher Kane og Julien McDonald fyrir haust og vetur 2008. Flíkur voru alsettar pallíettum í ríkulegum gylltum tónum sem sumstaðar minntu á brynjur musterisriddara eða grískar fornhetjur. Einnig má draga þá ályktun að hönnuðirnir hafi sótt innblástur til Barbarellu-myndar Rogers Vadims þar sem Jane Fonda klæddist ekki óáþekkum búningum. - amb KRISTALLAR OG ÚTSAUMUR HJÁ ENSKUM HÖNNUÐUM FYRIR NÆSTA HAUST SKÍNANDI PALLÍETTUR TÖFF Rokkaralegur pallíettu- kjóll frá Christopher Kane. DRAUGUR Á FERÐ? Skemmtilegur hvítur kjóll frá Giles. HERKLÆÐI? Stuttur kjóll þak- inn pallíettum hjá Christopher Kane. GUÐDÓM- LEGUR Stórglæsileg- ur síðkjóll frá Christopher Kane. LOGAGYLLT Flottur kjóll hjá Julien McDonald. KÓNGABLÁTT Fallegur fleginn pallíettukjóll frá Giles. Megaháa hæla frá hinni dönsku Malene Birger. Steinarnir gera þá ómótstæðilega. Skórnir fást í Kultur. Hippalegan sumarkjól sem er flott- ur við opna skó eða yfir gallabuxur. Hann fæst í Companys í Kringlunni. OKKUR LANGAR Í … > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Feðgin saman í auglýsingu Leikstjórinn Francis Ford Coppola og dóttir hans Sofia eru stjörn- ur nýrrar auglýsingaherferðar fyrir lúxusmerkið Louis Vuitton. Herferðin er mynd- uð af Annie Leibovitz, sem er þekkt meðal annars fyrir starf sitt við tímaritið Vanity Fair, og er öll tekin í Argentínu. Feðginin eru stödd í Buenos Aires við tökur á nýjustu kvikmynd Francis Ford. Í auglýsingunni situr hann og spjallar við dóttur sína um kvikmyndina og segir: „Ferðalag hefst alltaf með fallegri sögu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.