Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 38
● heimili&hönnun
Í mynstri sameinast hið rökræna og órökræna.
Við nánari skoðun er hægt að uppgötva afar flókið
og rökrænt kerfi eða ráfa um dáleiðandi endur-
tekningu mynstursins. Þetta kemur fram á vef-
síðu ameríska hönnunarteymisins Deadly Squire,
www.deadlysquire.com, sem sérhæfir sig í hönnun
á mynstri. Það eru hjónin Anna og Tim Harrington
sem mynda teymið og vefsíðuna prýðir mynd af
hjónunum þar sem þau sitja í hvítum sloppum inni
á rannsóknarstofu og búa til mynstur. Afar vísinda-
leg nálgun á sköpun og hönnun. Enda er það nýjasta
tölvutækni og vísindi sem hefur
hrint af stað byltingu í hönnun
á mynstri. Í kjölfarið hefur
framleiðsla á hlutum með
áprentuðu mynstri stór-
aukist og hver einn og
einasti hefur það hlut-
verk að glæða hvers-
dagsleikann og heimilið
lífi. Hér getur að líta örfá
dæmi. - keþ
Dáleiðandi endurtekning
● Tölvutækni og vísindalegar aðferðir hafa hrint af stað byltingu í hönnun á mynstri.
Myndir af þekktum byggingum í
Lundúnum prýða disk frá Snowden
Flood. Sjá snowdenflood.com.
Sófi með áklæði frá Designers Guild. Verslunin
Vefurinn í Garðabæ selur áklæði þaðan.
Hjónin Anna og Tim Harrington eru fyrirtækið Deadly
Squire, en þau hanna skemmtileg mynstur, innblásin af
náttúrunni. MYND/DEADLY SQUIRE
Þessir skraut-
legu púðar eru
frá hönnunar-
fyrirtækinu
Deadly Squire.
Blómleg mynstur úr
sumarlínu Marimekko.
Þessar
Marimekko-kýr
hlaupa með mann
í draumalandið.
Hjá Glófaxa færðu: Iðnaðarhurðir,
bæði sem flekahurðir og rúlluhurðir.
Iðnaðarhurðir, með gönguhurðum,
með eða án þröskulds. Í hurðunum
eru gluggar ísettir plastrúðum sem
rispast ekki.
Einnig fást eldvarnar- ,öryggis- og
bílskúrshurðir.
Ármúla 42• Sími 553-4236 / 553-5336
Fax 588-8336 • glofaxi@simnet.is
Iðnaðarhurð Rúlluhurð
Vörulyftur og veðurhlífar Hraðlyftihurð
Eldvarnarhurð Hlið
Auglýsingasími
– Mest lesið
14. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR4