Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 74

Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 74
46 14. júní 2008 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Það var mikill hugur í strákunum úr handboltalandsliðinu og þjálfara þeirra á Hótel Loftleið- um á fimmtudag. Framundan er úrslitaleikur númer tvö gegn Make- dóníumönnum um laust sæti á HM í Króatíu. Strákarnir eru ákveðnir í að bæta upp fyrir lélegan leik ytra þar sem átta marka tap var niður- staðan. Níu marka múrinn verður erfiður að klífa, það veit Guðmund- ur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. sem bendir þó á að allt sé hægt. „Við munum ekki sýna þeim neina gestristni, það er klárt,“ sagði Guðmundur ákveðinn. „Okkur var ekki sýnd hún að mínu mati, hvorki innan vallar né utan. Hótelið var mjög dapurt og það var margt sem ég var ekki sáttur við,“ sagði Guðmundur en til að mynda virkaði leikklukkan ekki sem skyldi. „En auðvitað skiptir mestu að sýna þeim enga gest- ristni inni á vellinum.“ Guðmundur viðurkennir að fyrri leikurinn hafi verið slakur að öllu leyti. „Við verðum að bæta fyrir þennan slaka leik okkar og við bíðum bara eftir þessum leik til að fá að gera það. Við spiluðum mjög illa og við vitum það. Við erum vonsviknir með sjálfa okkur og það er ekkert annað en níu marka sigur sem kemur til greina. Við munum síðan bara láta verkin tala á vellinum. Við skuldum sjálf- um okkur og öðrum að bæta leik okkar á öllum sviðum. Það er fátt sem var í lagi í fyrri hálfleiknum en það er allt hægt í þessu,“ sagði þjálf- arinn. Hann viðurkennir jafnframt að síðustu vikur hafi tekið á en landsliðið hefur verið á ferð og flugi síðustu þrjár vikur. „Þó að ég vilji ekki tala um það þá hefur þetta vissulega verið erfitt og tekið á en við eigum eftir að klára þetta verkefni og síðan getum við tekið okkur frí. Við höfum skráð okkur sjö til átta sinnum inn og út af hótelum en nú erum við komnir heim og hér líður okkur vel. Okkur er ekkert að vanbúnaði að kýla á þetta. Við getum hvílt okkur eftir helgi og við iðum í skinninu að fá að taka á Makedónunum,“ sagði Guð- mundur. Leikurinn hefst klukkan 16.00 á morgun. Miðasala er á Miði.is. - hþh Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, leggur línurnar fyrir leikinn gegn Makedóníu: „Munum ekki sýna þeim neina gestristni“ EINBEITTUR Guðmundur var raunsær en bjartsýnn á blaðamannafundinum á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BADMINTON TBR tapaði öllum þremur leikjum sínum á Evrópu- mótinu í badminton í Moskvu. Liðið varð þar með neðst í sínum riðli en í gær lá það í valnum eftir leik við tyrkneskt lið. TBR gat ekki teflt fram sínu sterkasta liði á mótinu og meðal annars var Ragna Ingólfsdóttir ekki með liðinu. - hþh TBR á EM í Moskvu: Tapaði öllum leikjunum ÞRJÚ TÖP TBR tapaði öllum leikjum sínum í Rússlandi. Helgi Jóhannesson var meðal keppenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Sinisa Valdimar Kekic hefur enn ekki fundið sér lið eftir að hann hætti með Víkingum fyrr í sumar. Hann hefur æft grimmt sjálfur undanfarið. „Ég er enn í fínu formi. Það voru þreifingar í gangi hjá nokkrum liðum í Landsbankadeildinni en ekkert kom út úr þeim. Ég er nú bara að leita mér að liði til að spila með út tímabilið og ég sé svo til. Það kemur allt til greina, sama hvaða deild það er. Ég skoða allt,“ sagði Kekic við Fréttablaðið í gær. - hþh Sinisa Valdimar Kekic: Opinn fyrir öllu HANDBOLTI Íslenska hand- boltalandsliðið þarf að vinna Makedóníu með 9 mörkum á sunnudaginn ætli liðið sér að kom- ast á HM í Króatíu 2009. Ísland hefur ekki unnið með meira en sex mörkum í alvörulandsleik í Laug- ardalshöllinni síðustu tólf ár, eða síðan að landsliðið vann Eistland með átta og níu mörkum í undan- keppni HM í nóvember 1996. Þessir leikir fyrir tólf árum voru hluti af riðlakeppni undan- keppni HM í Kumamoto 1997. Ísland vann fyrri leikinn með 9 mörkum (28-19) á föstudagskvöldi en þann seinni með 8 mörkum (30- 22) á sunnudagskvöldi. Íslenska landsliðið hefur oft spilað úrslitaleiki sína á Íslandi í Kaplakrikanum og liðið hefur aðeins spilað átta heimaleiki í Höllinni í undankeppni HM eða EM frá árinu 1996. Helmingur þeirra leikja hefur unnist, liðið hefur gert eitt jafntefli og tapað þremur þeirra. Þetta er í níunda sinn sem íslenska landsliðið tekur þátt í umspilsleikjum með þessum hætti en aðeins í annað sinn sem íslenska landsliðið þarf að vinna upp for- skot í seinni leiknum. Hitt skiptið var gegn Serbum í fyrra sem unnu þá fyrri leikinn með einu marki en íslenska liðið tryggði sér sæti á EM í Noregi með því að vinna seinni leikinn með tveggja marka mun. Landsliðið hefur ofast farið langleiðina að því að tryggja sér farseðilinn með góðum sigri á úti- velli og hefur þannig komist tvisv- ar sinnum upp með það frá 2001 að tapa heimaleiknum. - óój Íslenska handboltalandsliðið þarf að vinna upp átta marka tap úr fyrri leiknum við Makedóníu: Þurfa stærsta sigur í Höllinni í tólf ár MIKILVÆGUR Það reynir á Ólaf Stefáns- son og félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STAÐA ÍSLANDS FYRIR SEINNI LEIK SÍÐUSTU ÁR: HM 2009 -8 mörk (??) EM 2008 -1 mark (+1 samanlagt) HM 2007 +4 mörk (+3) EM 2006 +3 mörk (+12) HM 2005 +6 mörk (+18) EM 2004 Fóru beint á EM HM 2003 +5 mörk (+10) EM 2002 +7 mörk (+6) FÓTBOLTI Þróttarar urðu fyrir enn einu áfallinu í fyrrakvöld þegar Haukur Páll Sigurðsson meiddist í 21 árs landsleik á móti Noregi. „Það var traðkað ofan á ristinni á mér og það er einhver flís farin úr ristinni. Ég er í gipsi í viku og fer síðan í aðra myndatöku á fimmtudaginn og þá kemur betur í ljós hvað ég verð lengi frá,“ sagði Haukur Páll sem hefur staðið sig vel með Þrótti í sumar og var sem dæmi í liði 6. umferð- ar hjá Fréttablaðinu. „Ég er alls ekki búinn að afskrifa sumarið og ég geri það seint,“ segir Haukur Páll og hann segir Þróttara vera að endur- heimta leikmenn. „Við erum með stóran og breiðan hóp og svo eru menn að koma aftur eftir meiðsli. Simmi fer að vera klár og svo eru Alli og Jenni að verða tilbúnir. Það er gott að eiga þá þrjá inni,“ sagði Haukur en hann á þar við Sigmund Kristjánsson, Arnljót Ástvaldsson og Jens Sævarsson. Þróttur hefur unnið tvo leiki í röð í Landsbankadeildinni eftir að hafa fengið aðeins tvö stig í fyrstu fjórum leikjunum. - óój Enn eitt áfall Þróttara: Haukur Páll meiddist illa MEIDDUR Haukur Páll Sigurðsson gæti verið frá í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KEKIC Leitar sér að félagi til að vera með út tímabilið, frá 15. júlí þegar félaga- skiptaglugginn opnar. FRÉTTABLAÐIÐ/X FÓTBOLTI Hollendingar lifa góðu lífi í dauðariðlinum á Evrópumót- inu í fótbolta en þeir unnu sinn annan leik í röð í gær þegar þeir burstuðu Frakka 4-1. Eftir tvo leiki eru Hollendingar með fullt hús og hafa skorað sjö mörk gegn einu. Rúmenar eru í öðru sæti rið- ilsins eftir jafntefli við Ítali en Frakkar og Ítalir hafa aðeins eitt stig hvor þjóð. Hollendingar héldu aftur af stórsóknum Frakka eftir að Dirk Kuyt hafði komið liðinu í 1-0 með skalla eftir hornspyrnu strax á 10. mínútu leiksins. Varamaðurinn Robin van Persie kom Hollandi síðan í 2-0 eftir skyndisókn en þær hafa reynst Ítölum og Frökkum illviðráðanlegar í fyrstu tveimur leikjunum. Van Persie fékk frá- bæra sendingu frá varamanninum Arjen Robben í markinu. Það er ekki hægt að segja að skiptingar þjálfarans Marcos van Basten hafi hitt beint í mark því Rooben skoraði síðan þriðja mark- ið aðeins örfáum sekúndum eftir að Thierry Henry hafði minnkað muninn fyrir Frakka. Það var síðan hinn snjalli Wesley Sneijder sem innsiglaði sigurinn með frá- bæru marki í uppbótartíma. Þetta var stærsta tap Frakka á stórmóti síðan á HM 1958. Hol- lendingar hafa þar með farið illa með þau tvö lið sem spiluðu til úrslita á síðustu HM og eru orðnir sigurstranglegir á EM í ár. „Lokatölurnar gefa engan veg- inn rétta mynd af gangi leiksins en þeir gerðu það sama og á móti Ítalíu og treystu á skyndisóknir. Við sköpuðum fullt af færum en Hollendingarnir nýttu sín færi fullkomlega. Nú verðum við bara að vinna Ítali og treysta á það að Rúmenar fari ekki að taka upp á því að vinna Holland,” sagði Frakkinn Thierry Henry eftir leik en hann hafði auðveldlega getað skorað þrennu í gær. Varði víti og bjargaði Ítölum Markvörðurinn snjalli Gianluigi Buffon bjargaði heimsmeisturum Ítala frá öðru tapinu í röð og hélt lífi í Evrópudraumum liðsins þegar hann varði vítaspyrnu frá Adrian Mutu níu mínútum fyrir leikslok. Mutu hafði komið Rúmeníu í 1-0 eftir skelfileg varnarmistök Gian- luca Zambrotta en það tók Christi- an Panucci innan við mínútu að jafna leikinn. Ítalar fengu fjölmörg frábær færi í leiknum og þá var skalla- mark Luca Toni í lok fyrri hálf- leiks ranglega dæmt af fyrir rangstöðu. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og Rúmenar fengu einnig fín færi, það besta var nátt- úrulega vítaspyrnan í lokin. „Við áttum skilið að vinna í dag en lukkan var ekki í okkar liði,“ sagði Roberto Donadoni, þjálfari Ítala, eftir leik en hann var ekki ánægður með norska dómarann. Rúmenar eiga enn möguleika á að komast áfram eftir jafntefli á móti bæði Frökkum og Ítölum. „Þetta voru sanngjörn úrslit og við verðum að líta á þetta sem jákvæð úrslit þótt að við höfum stjórnað stórum hluta leiksins og klikkað á víti,“ sagði Victor Piturca, þjálfari Rúmeníu. Það verður mikil spenna í loka- umferðinni þar sem Rúmenar, Ítalir og Frakkar keppa um að fylgja Hollandi í átta liða úrslitin. Rúmenar mæta þá Hollandi á sama tíma og Frakkar og Ítalir keppast við að vinna sinn fyrsta sigur á mótinu. ooj@frettabladid.is Leika sér að dauðariðlinum á EM Hollendingar urðu í gær þriðja þjóðin á eftir Portúgölum og Króötum til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM eftir 4-1 stórsigur á Frökkum. Rúmenar, Ítalir og Frakkar eiga allir möguleika á hinu sætinu. FRÁBÆR MARKVARSLA Gianluigi Buffon sést hér verja víti frá Adrian Mutu. NORDICPHOTOS/AFP HOLLENSK HAMINGJARafael van der Vaart og Dirk Kuyt fagna í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.