Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. júní 2008 3 Sögusvið Laxdælu breiðir úr sér í Dalabyggð og þessa dag- ana er verið að merkja sögu- slóðir í máli og myndum víðs vegar um sveitina. „Við erum lítið en merkilegt sveit- arfélag þar sem sögusvið Lax- dælu breiðir úr sér. Nú erum við einmitt að merkja þessar sögu- legu slóðir Laxdælu víðs vegar um sveitarfélagið,“ segir Helga H. Ágústsdóttir, ferða-, menning- ar-, og markaðsfulltrúi Dala- byggðar, sem kallar Dalina vöggu landafundanna. „Eiríkur rauði bjó hér er hann nam Grænland og Leifur sonur hans sem fann Ameríku fyrstur manna. Hér erum við með rústir Eiríksstaða, frá árinu 970-980 og hér rekum við lifandi safn í full- gerðum víkingaskála sem er nákvæm endurgerð rústanna. Þannig getur fólk sett sig inn í stemningu sögualdar með því að setjast við langeldinn og hlusta á sagnamennina okkar. Síðan ætlum við að opna sýningu Vínlands og landafunda í byrjun sumars í Leifssafni, sem verður þá form- lega vígt. Þar verður ferðum þeirra feðga gerð skil í máli og myndum,“ útskýrir Helga og nefnir einnig aðra merka menn nær okkar tíma. „Skáldunum Steini Steinarri, Stefáni frá Hvíta- dal og Sturlu Þórðarsyni verður hér reistur minnisvarði í sumar. Síðan er hér bæði æðarsetur og golfvöllur á teikniborðinu svo eitthvað sé nefnt. Einnig stefnum við á að fara í Green Globe-vott- unarferlið á næstunni, enda hrein og óspillt náttúra, engar verk- smiðjur og fjölbreytt fuglalíf,“ lýsir Helga og bætir við að alltaf sé hægt að sjá erni á flugi. Dalirnir hafa heillað fjölda erlendra ferðamanna, en einnig fjölmiðlafólk hvaðanæva. „Erlendar sjónvarpssöðvar á borð við BBC, Discovery, National Geographic, japanska sjónvarp- inu og fjölda kvikmyndagerðar- manna hafi komið við í Dölunum. Auk þess sem heilsíðugrein í New York Times um heimsókn á Eiríks- staði birtist fyrir nokkrum árum.“ Framundan er síðan héraðs- hátíð Dalamanna sem nefnist að sjálfsögðu „Heim í Búðardal“ og fer hún fram í júlí. Sjá nánari upp- lýsingar á www.dalabyggd.is. rh@frettabladid.is Vagga landafunda Börn og fullorðnir bregða á leik í Dölunum, þar sem saga víkinganna lifnar við. Við eldinn geta ferðamenn hlustað á sagnamenn bjóða í ferðalag aftur í tímann. Leifsbúð, safnahúsið í Búðardal tekur fagnandi á móti ferðamönnum í sumar. Íslenski hesturinn ásamt víkingum. Búðardalurinn fagur, frá Skarðsströnd. Farið verður í fuglaskoðun í friðlandi Fuglaverndar í Flóa í dag. Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræð- ingur mun ganga með gestum um friðland Fuglaverndar við ósa Ölfusár, norðan við Eyrarbakka, í dag, 14. júní. Gangan hefst klukk- an 17 og tekur um tvær til þrjár klukkustundir. Mæting er við Stakkholt. Fuglalífið í friðlandinu er nú í hámarki og margt áhugavert mun efalaust verða hægt að skoða í gönguferðinni. Lómar á hverri tjörn, syngjandi lóuþrælar, óðins- hanar og endur svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður litið á gróð- urinn. Fuglaskoðunarhús Fuglavernd- ar í friðlandinu í Flóa verður til sýnis í gönguferðinni. Það verður formlega tekið í notkun seinna í sumar. „Fólk á helst að taka með sér kíki og vera í góðum skóm. Annað hvort leðurskóm eða stígvélum jafnvel. Nema það vilji verða vott í lappirnar,“ segir Einar sem mun kynna fólki friðlandið. - mmf Gengið um friðlandið Í friðlandi Flóans er fjölskrúðugt fuglalíf. BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. 67% landsmanna undir fertugu hlusta á FM957Capacent Þrjár góðar ástæður til að vakna klukkan sjö á morgnana... www.fm957.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.