Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 28
[ ]Húslyklarnir okkar eru oft til vandræða þegar farið er í ferðalög. Við þurfum ekki á þeim að halda en megum samt alls ekki týna þeim. Best er að setja þá alla á einn ákveðinn stað og hreyfa þá ekki til fyrr en við komum heim aftur. Rétt utan við bæinn í Eski- firði skagar Mjóeyri út í hafið. Þaðan er lagt út í ævintýr til sjós og lands fyrir litla og stóra hópa. Hvataferðir verða æ vinsælli meðal fyrirtækja og hópa til að efla og styrkja samvinnu einstakl- inganna. Á Mjóeyri stendur gisti- hús og rétt handan þess gamalt sjóhús sem áður var notað til síldar vinnslu, en þegar gengið er inn um dyr þess er það eins og að taka mörg skref aftur í tímann. „Í sjóhúsinu er hægt að eiga nota- lega stund og grilla afla dagsins í góðra vina hópi,“ segir Berglind Steina Ingvarsdóttir, líffræðingur og eigandi ferðaþjónustunnar og gistiheimilisins Mjóeyrar við Eski- fjörð. „Í hvataferðum hefur verið vin- sælt að fara út á fjörðinn í litlum bátum með sjóstöng, keppa á milli báta í róðri og afla. Einnig er farið út á rúmsjó á trillum til að skjóta svartfugl, en veiðar eru áhuga- verður kostur í hvataferðum,“ segir Berglind, sem býr til dagskrá sem hentar hverjum og einum hópi þegar kemur að hvataferðum. „Veiðitímabil eru árstíðabundin og þannig förum við með hópa á gæsir á haustin og rjúpur yfir vetrartímann. Hreindýraveiðar hefjast 15. júlí, en þá má skjóta tarfa og kýr frá 1. ágúst. Við bjóð- um upp á leiðsögn hópa ásamt bíl- stjóra, aðstöðu fyrir verkun og kælingu, og úrbeiningu þannig að veiðimenn geti fengið kjötið seint til síns heima, tilbúið í neytenda- umbúðum,“ segir Berglind, en gistiskáli Mjóeyrar er sérstaklega hugsaður með þarfir veiðimanna í huga. „Til að fara í skotveiði á okkar vegum þurfa tilætluð leyfi að vera til taks. Hér er mikil náttúru- fegurð, veðursæld og hentugt landsvæði til ýmissa veiða, stutt á fiskimið og nærliggjandi silungs- ár. Hinn þaulreyndi veiðimaður Sævar Guðjónsson er leiðsögu- maður í nær öllum okkar veiði- ferðum.“ Sjá nánar á www.mjoeyri.is thordis@frettabladid.is Byssa og stöng á hafi úti Hress hópur karlmanna með byssur á leið í svartfugl út frá Mjóeyri. MYND/SÆVAR GUÐJÓNSSON Mjóeyrarviti í ljósaskiptunum. MYND/BERGLIND STEINA INGVARDÓTTIR Allt sem þú þarft... ...alla daga 29 ,5% Al lt, A tv in na At vi nn a, M or gu nb la ði ð 52 ,46 % M eð al le st ur á tö lu bl að m .v . h öf uð bo rg in a, 1 8– 49 á ra . K ön nu n Ca pa ce nt í fe br úa r– ap ríl 2 00 8. Allt, atvinnublað Fréttablaðsins er með 77,8% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins. Allt, atvinnublað Fréttablaðsins – mest lesna atvinnublað landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.