Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 14. júní 2008 27
Þ
rátt fyrir að The
Great Escape sé ekki
eldri en þriggja ára
eru gárungar strax
farnir að kalla hátíð-
ina South By South-
west Evrópu. Ótrúlegt verður
reyndar að teljast hversu rótgróin
hátíðin er orðin þrátt fyrir aldur
sinn. Allt við hátíðina gekk furðu-
lega snurðulaust fyrir sig og hún
féll ótrúlega þægilega í hina hlý-
legu Brightonborg.
Að hátíðinni standa líka fremur
traustir aðilar. Þannig er hátíðin
rekin af hinni virtu tónleikastaða-
keðju, The Barfly, og meðal aðal-
styrktaraðila hátíðarinnar eru töff
merki á borð við Levi’s, Mojo, X-
FM, NME, Uncut og Topman. Ein-
hvern veginn á maður erfitt með
að trúa að þegar þessir aðilar
koma saman og búa til tónlistarhá-
tíð að eitthvað geti klikkað. Og sú
var auðvitað ekki raunin. The
Great Escape nær yfir þrjá daga
og fer fram í miðborg Brighton.
Þannig má að einhverju leyti líkja
henni við Iceland Airwaves en
stærðin er meiri og staðirnir
margfalt fleiri eða rétt á milli 25
og þrjátíu.
Íslendingarnir stóðu sig með prýði
Líkt og fyrri ár voru íslenskir
listamenn nokkuð fyrirferðar-
miklir. Valgeir Sigurðsson sýndi
frábæra takta í kirkju góðtempl-
ara þar sem andrúmsloftið var til
jafns fyllt af dramatík og ham-
ingju, Bloodgroup, sem nú virðist
ætla að verða næsta stóra „nýja
bandið“ frá Íslandi, fór létt með að
koma Bretunum í stuð og
Sometime var heldur ekki í nein-
um vandræðum við að fá Tjallana
til að dilla sér og stigu þeir villtan
dans við ströndina.
Hins vegar kom það bæði mér
og öðrum Íslendingum sem hátíð-
ina sóttu á óvart að sjá hið alís-
lenska nafn Oddur á dagskrárlist-
anum. Þegar betur var að gáð
reyndist hér á ferð tónlistarmaður
að nafni Oddur Rúnarsson sem
hefur verið búsettur erlendis til
margra ára. Hann hefur hins
vegar verið afar virkur tónlistar-
maður og var meðal annars óform-
legur meðlimur í Manchester-
sveitinni Lamb. Af hverju hefur
maður eiginlega ekki heyrt af eða
frá þessum manni áður? Hann
spilaði einsamall á kassagítarinn
og framreiddi einkar persónulega
tóna sem var auðvelt að finna sig í
og heillast af (kannið endilega
heimasíðu hans, myspace.com/
oddurmusic).
MARGAR hljómsveitir
Hljómsveitirnar sem spiluðu á
hátíðinni í ár voru vel á þriðja
hundrað og spiluðu flestar þeirra
tvisvar en sumar þrisvar eða jafn-
vel fjórum sinnum. Þess vegna
var vægast sagt erfitt að fylgjast
með öllu sem mann langaði að sjá.
Þannig sá ég á mínum fyrstu tón-
leikum á hátíðinni, snemma á
fyrsta deginum, að sveitin sem ég
var einna spenntastur fyrir á
hátíðinni (Vampire Weekend)
hafði klárað að spila fyrir rúmlega
hálftíma. Meðal annarra athyglis-
verðra nafna á hátíðinni má helst
nefna Crystal Castles, Iron and
Wine, Ting Tings, A Place to Bury
Strangers, Futureheads, Santog-
old, No Age, Hold Steady, The
Black Lips, Okkervil River og
Yeasayer. Einna best þótti mér þó
frammistaða Bon Iver sem náði
hreint út sagt mögnuðu andrúms-
lofti með sínum tregakenndu
tónum. Fær mig að minnsta kosti
ekki til þess að kvarta yfir gæðum
The Great Escape.
Evrópska South By Southwest
Tónlistarhátíðin The Great Escape í hippsterabænum Brighton á Englandi er orðin ein af fyrirferðar-
mestu tónleikahátíðum heims. Réttara væri þó að kalla The Great Escape einhvers konar tónlistar-
messu, enda flykkjast á hátíðina aðilar úr öllum geirum tónlistarbransans, allt frá símafyrirtækjum
og netbóluforritara til umboðsmanna og útvarpsstjórnenda. Steinþór Helgi Arnsteinsson var einn
þeirra sem heimsótti hátíðina í ár, ásamt meðal annars íslensku listamönnunum Valgeiri Sigurðssyni,
Sometime, Oddi Rúnarssyni og Bloodgroup.
Þægindi um land allt
Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft
til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla,
fylgihluti og margt fleira.
Fossháls 5-9 110 Reykjavík Sími 551 5600
Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is
Opið allar helgar frá 12-16
á virkum dögum frá 10-18
Polar hjólhýsi
Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Evrópskar þrýstibremsur,
galvaníseruð grind, iDC stöðugleikakerfi og ríkulegur staðalbúnaður.
Rockwood fellihýsi
Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum með galvaníseraðri
grind, fjöðrum fyrir akstur á erfiðum vegum og upphituðum lúxusdýnum.
19˝ LCD
skjár
Séstakur
vínkælir
DVD
spilari
44mm
einangrun
-40 °C
iDC
stöðugleikakerfi
iDC
Evrópskar
þrýstibremsur
Fjöðrun f.
ísl. aðstæður
Vatn tengt
heitt/kalt
CD spilari/
útvarp
Upphitaðar
lúxusdýnur
12 cm
Evrópskar
þrýstibremsur
Vesturlandsvegur
B&L
Nesti
Grjótháls
Fossháls
H
ér
eru
m við
Sumarg
jöf
Sólar
rafhla
ða,
fortja
ld og
gasgr
ill
fylgir ö
llum fe
llihýsu
m
Tilboð
ið gild
ir til 15
. júní
Athugið!Sólarrafhlaða, fortjald, TV, DVD & Alde gólfhitakerfifylgir hjólhýsum.Fortjaldatilboðtil 15. júní
Auglýsingasími
– Mest lesið