Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 1

Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 14. júní 2008 — 160. tölublað — 8. árgangur 50%afsláttur í daga7 w w w . 1 9 2 8 . i s Bæklingurinn fylgir Fréttablaðinu í dag BLÍÐVIÐRI Í dag verður hæg vestlæg átt. Skýjað með köflum vestan til annars yfirleitt léttskýjað. Hætt við þokulofti við Norður- og Austurströndina. Hiti 10-20 stig, hlýjast til landsins. VEÐUR 4 12 17 17 1612 LANGAR AÐ LEIKA RÆNINGJA Í KARDIMOMMUBÆNUM Sigurður Hrannar Hjaltason leikari í helgarviðtali 24 H EI M IL I& H Ö N N U N VEÐRIÐ Í DAG GULL OG GLAMÚR Pallíettur og glæsileiki næsta hausts á bresk- um tískupöllum. STÍLL 38 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008● HÖNNUNMynstur af rannsóknastofunni● INNLIT Byggt með bænahjálp● HILLAN MÍN Meira til nytja en skrauts EFNAHAGSMÁL Framkvæmdir hafa að miklu leyti stöðvast, lítið hefur selst af íbúðum og farið er að bera á uppsögnum í byggingariðnaðin- um. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, telur að ekkert geti komið í veg fyrir mikl- ar uppsagnir þegar líður á haustið. „Því miður er það sá veruleiki sem blasir við okkur. Hann er ekki kominn fram í dagsljósið en hann er undirliggjandi,“ segir hann. Byggingafélag Gylfa og Gunn- ars, BYGG, hefur fundið rækilega fyrir samdrættinum. Gunnar Þor- láksson framkvæmdastjóri segir að fólki hafi verið fækkað og engir ráðnir í staðinn. Þá á hann von á því að tugir útlendinga sem fari heim í sumarleyfi komi ekki aftur. Gunnar telur að flest ef ekki öll byggingafyrirtæki í landinu hafi losað um mannskap upp á síðkastið og sum rækilega. „Menn eru að byggja í góðri trú þegar ráðamönnum dettur allt í einu í hug hvetja menn til að hætta að kaupa íbúðir. Allt í einu er klippt á allt. Það er umhugsunarvert þegar heil atvinnustétt er tekin af lífi á nokkrum dögum,“ segir hann. Loftur Árnason, forstjóri Ístaks, segir verkefnastöðuna hins vegar ágæta. Eftir eigi að koma til opin- berra framkvæmda, til dæmis hjá Vegagerðinni. „Við erum ekki mjög svartsýnir. Okkur vantar fólk frek- ar en hitt,“ segir hann. Ármann Óskar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SS verktaka, segir að staðan verði þokkaleg út árið en hún verði samt endurskoðuð aftur í haust. Fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins að þinglýstum kaupsamn- ingum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað um 74 prósent milli ára, þegar maí 2008 er borinn saman við maí 2007. Veltan dróst saman um sambærilegt hlutfall. Aðeins 252 kaupsamningar voru gerðir í nýliðnum maí, en 969 samningum var þinglýst í maí 2007. - ghs/bj Ekkert getur komið í veg fyrir uppsagnir Kreppan bitnar harðast á fyrirtækjum í íbúðabyggingum. Staðan á enn eftir að versna. Heil atvinnustétt sögð „tekin af lífi“ á fáum dögum. Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 74 prósent milli maí í ár og maí í fyrra. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Robert Dariusz Sobiecki í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á salerni í kjallara Hótel Sögu í mars í fyrra. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Héraðsdómur hafði áður sýknað manninn, en Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur í hérað. Í dómsniðurstöðunni er tekið fram að Hæstiréttur hafi á liðnum misserum þyngt dóma fyrir kynferðisbrot, og litið hafi verið til þess við ákvörðun refsingarinnar. Nauðgunin hafði mikil sálræn áhrif á stúlkuna og nauðgarinn er ekki sagður eiga sér nokkrar málsbætur. - sh / sjá síðu 4 Nauðgaði konu í hótelkjallara: Sakfelldur í annarri atrennu VIÐSKIPTI „Þetta er nýkomið upp og verður skoðað ef ástæða þykir til,“ segir Íris Björk Hreinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Fjármálaeftirlits- ins. Eimskipafélagið tilkynnti í vik- unni að dótturfélagið Innovate yrði afskrifað í heilu lagi. Níu milljarð- ar króna færu út úr bókum félags- ins. Þá gerði félagið ráð fyrir um þrjátíu og sex milljarða tekjum af félaginu í ár, sem ljóst er að skila sér ekki úr þessu. Málið kom inn á borð stjórnar Eimskipafélagsins í febrúar, en hún upplýsti ekki um það fyrr en í fyrradag. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst telja menn eðlilegt að greint hefði verið frá þessu til kauphallar- innar mun fyrr en í þessari viku. Nú er málið hins vegar komið á borð Fjármálaeftirlitsins. Meðal þess sem líklega yrði kannað, eftir því sem næst verður komist, er hvort viðskipti hafi verið með hlutabréf í Eimskip á grundvelli vitneskju um yfirvofandi afskriftir Innovate. Gengi hlutabréfa í Eimskipa- félaginu hefur hrunið eftir að Inno- vate-málið kom upp á yfirborðið. - ikh / sjá síðu 12 Fjármálaeftirlitið íhugar rannsókn á milljarða afskriftum Eimskipafélagsins: Stjórnin þagði í þrjá mánuði ÍRLAND, AP Brian Cowen, forsætis- ráðherra Írlands, sagði í gær að það setti ríkisstjórn sína í mjög erfiða stöðu að Lissabon- sáttmála Evrópusam- bandsins skyldi hafa verið hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu um fullgildingu hans. En hann neitaði þó að lýsa sáttmálann úr sögunni. Eftir að þessi úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar urðu ljós í gær tjáði Cowen fréttamönnum að hann vonaðist til að þrátt fyrir allt yrði unnt að finna leið til að koma mikilvægustu markmiðum sáttmálans í framkvæmd. Leiðtogar allra ESB-ríkjanna 27 munu ræða hvernig bregðast skuli við á leiðtogafundi í Brussel í næstu viku. - aa/sjá síðu 6 Þjóðaratkvæði á Írlandi: Setur sáttmála ESB í uppnám BRIAN COWEN BRYNHILDUR LEIKSKÁLD OG LEIKKONA ÁRSINS Vigdís Finnbogadóttir og Guðjón Pedersen afhentu Brynhildi Guðjónsdóttur Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins. Brynhildur hlaut tvenn verðlaun á Grímunni í gærkvöldi fyrir leikritið Brák. Hún var valin leikskáld ársins og besta leikkonan í aðalhlutverki. Sjá síðu 50 FRÉTTABLAÐIÐ /DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.