Fréttablaðið - 14.06.2008, Síða 60

Fréttablaðið - 14.06.2008, Síða 60
32 14. júní 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON SKRIFAR FRÁ BERLÍN Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 kr .s m si ð 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i : Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i : Þú gætir unnið AVP2 requiem á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Leystu krossgát una! Góð vika fyrir … … rafmagnsbílaeigendur Bensínlítrinn á 170 kall, dísil- lítrinn á 185 kall. Og þetta fer bara hækkandi. Eigum við að ræða það eitthvað frekar? … Svarthöfða Glæsilegir prestar sprönguðu hempuklæddir um bæinn í vikunni vegna prestastefn- unnar. Prestarnir fengu gest utan úr geimnum, sjálf- an Svarthöfða, sem slóst í hópinn og skar sig ekkert svo mikið úr. Flestum fannst þetta svo ljómandi sniðugt, meira að segja prestunum, að Svarthöfði stal eigin- lega senunni. … aðdáendur James Blunt Lágvaxni hjartaknúsar- inn gerði góða ferð á klakann og hrein- lega ærði kven- fólkið með krúttlegum söng og æsandi sviðsfram- komu. Konur á öllum aldri æptu og góluðu og hafa sjaldan skemmt sér eins vel og í Laugar- dalshöllinni á fimmtudags- kvöldið. Slæm vika fyrir … … þjóðarstoltið Á þessari hörmungatíð aldrei að ljúka? Efnahagur- inn í steik og hr. Haarde vælir bara um einelti ef hann er spurður um mót- vægisaðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Bréfin í Eimskip og Decode lækka og lækka en bensínverðið hækkar og hækkar. Hjálp! Ofan á þetta fáum við svo þá hland- blautu tusku í fésið að íslenskar konur séu bara alls ekkert þær fegurstu í heimi. Tímaritið Travel Digest kemst að því að kon- urnar í Amsterdam sé fal- legastar og íslenskar komast ekki einu sinni á blað. Hneyksli! Eins gott að við vitum betur. … iPhone-aðdáendur Bylting kennd við iPhone heldur áfram. Ný tegund þessa tækniundurs hefur verið kynnt til sögunnar og verður komið á markaðinn innan tíðar. Alls staðar nema hér það er að segja. Ástæðurnar eru helst tvær, annars vegar sú að Ísland er ekki á landakortinu í Apple-verksmiðjunni, hins vegar sú að vegna ofsatolla og álagningar á Íslandi verður ekki hægt að selja iPhone á því lága verði sem Apple-fyrirtækið krefst að tækið sé selt á. Kannski ráð að endurskoða íslensku tollalögin, ha? … hasshausa Margur hasshausinn æpti eflaust af skelfingu þegar hann sá for- síðuna í gær: Tvær valkyrjur úr löggunni með 190 kíló af hassi á milli sín, kíló af kókaíni og eitt og hálft af maríjúana. Og allt á leið til eyðingar. Á næsta ári verða tuttugu ár liðin frá hruni múrsins sem skipti borg- inni í tvennt. Á kvöldi opinberrar sameining- ar þýsku ríkjanna, árið 1990, gekk ég frá vesturhlutanum og til aust- urs. Gangan hófst á venjulegum vestrænum miðborgar- götum. Húsin gul og brún og rauð og blá og göturnar hrein- legar. Litadýrð blikkandi auglýs- ingaskilta er eft- irminnileg. En svo var geng- ið í austrið og inn í myrkrið. Ljósa- staurarnir gamlir og birtan frá þeim dauf. Húsin gerð- ust grá og grimm. Í kvöldrökkrinu – eiginlega svört. Austurborgin var að hruni komin og við pabbi snerum til baka úr allt öðrum heimi. Nú til dags, eftir mikið niður- brot og uppbyggingarstarf, er oft erfitt að átta sig á hvorum megin járntjalds maður stendur. Borgar- búar voru ákafir í að eyða óþægi- legri sögunni. Gera austrið að vestri. Túristar kvarta undan þessu og vilja sjá sinn múr og sitt Aust- ur. En það er munur á borgarhlut- unum. Flestir byggingakranarnir liggja til dæmis enn yfir austrinu. Þar er líka fjörugra mannlíf; unga fólkið og listamennirnir. En þetta á við um vinsælan miðbæinn. Þegar farið er lengra og í ystu úthverfi verður munurinn greini- legri. Hellersdorf-hverfi er gott dæmi. Að fara þangað á sólríkum degi er eins og að stíga inn í mis- heppnaða sósíalíska paradís. Aðal- gatan breið göngugata. Enginn umferðarniður. Blokkirnar fjög- urra til fimm hæða og stílhreinar. Börnin leika sér við gosbrunn og undir trjánum. En fullorðnir sitja í hreinu iðjuleysi og drekka bjór og reykja. Verslun sú og þjónusta sem var áður á jarðhæð íbúðar- húsanna er farin eða að fara á hausinn. Þetta er atvinnuleysis- bótabær. Hér blakta fleiri þýskir fánar en fyrir vestan og tískan er önnur. Hún kemur upp um Ossíana, eins og Austmenn eru kallaðir. Tómlegir unglingar rölta um með bjór á skóladegi; gervigullkeðjur niður á maga og vatnsgreitt hárið. Snjó- þvegnir gallajakkar og þröngar hvítar gallabuxur prýða fullorðna. Karlar og konur ganga með eyrna- lokka, strípur og brodda. Hér eru önnur og sovéskari viðmið, í klæðnaði sem öðru. Kaupmenn eru auðvitað búnir að fatta þetta líka. Í Austurlands- lestinni á leiðinni aftur vestur er sérstök rússnesk boxkeppni aug- lýst í sjónvarpinu. Síðan rússneskt skemmti-, matar- og menningar- kvöld fyrir alla, með mynd af Kreml í baksýn. Þessi kostaboð sjást ekki í borg- inni fyrir vestan. Austurþýska tískan MERKI ÞÝSKA ALÞÝÐULÝÐVELDISINS Enn er skipting Þýskalands augljós og má til dæmis greina Austmenn frá hinum á fatnaðinum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.