Fréttablaðið - 21.06.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 21.06.2008, Síða 10
10 21. júní 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 209 4.512 +0,01% Velta: 3.690 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: hlutabréf í úrvalsvísitölu: Atorka 6,40 0,00% ... Bakkavör 32,20 +0,47% ... Eimskipafélagið 14,20 0,00% ... Exista 8,60 -0,92% ... Glitnir 16,30 0,00% ... Icelandair Group 15,25 +3,53% ... Kaupþing 780,00 0,00% ... Landsbankinn 23,10 0,00% ... Marel 91,30 +0,22% ... SPRON 3,68 -1,87% ... Straumur-Burðarás 10,14 +0,20% ... Teymi 2,11 -0,47 ... Össur 93,50 +0,21% MESTA HÆKKUN ICELANDAIR +3,53% FÆREYJABANKI +1,04% BAKKAVÖR +0,47% MESTA LÆKKUN CENT. ALUMINUM -1,92% SPRON -1,87% ATLANTIC AIRWAYS -1,84% Þægindi um land allt Polar hjólhýsi Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Evrópskar þrýstibremsur, galvaníseruð grind, iDC stöðugleikakerfi og ríkulegur staðalbúnaður. Rockwood fellihýsi Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum með galvaníseraðri grind, fjöðrum fyrir akstur á erfiðum vegum og upphituðum lúxusdýnum. 19˝ LCD skjár Séstakur vínkælir DVD spilari 44mm einangrun -40 °C iDC stöðugleikakerfi Evrópskar þrýstibremsur Fjöðrun f. ísl. aðstæður Vatn tengt heitt/kalt CD spilari/ útvarp Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Evrópskar þrýstibremsur Sumarg jöf Sólar rafhla ða, fortja ld og gasgr ill fylgir ö llum fe llihýsu m Tilboð ið gild ir út jú ní Athugið!Sólarrafhlaða, fortjald, TV, DVD & Alde gólfhitakerfifylgir hjólhýsum.Fortjaldatilboðgildir út júní í úrvali Kynntu þér úrvalið af Galeon skemmtibátum, Regal og ChrisCraft hraðbátum, Galía og Karnic sport- & veiðibátum. Kínastjórn ákvað á fimmtudag hækka álagningu á bensíni og dísil- olíu um allt að átján prósent. Hækk- unin tekur gildi um mánaðamótin. Stefnt er að því að verðhækkunin dragi úr eldsneytisnotkun hjá Kín- verjum, sem eru næstmestu elds- neytissvelgir í heimi. Fréttastofa AP hafði eftir olíusér- fræðingum í gær að reikna megi með því að áhrifin seytli inn á neyt- endamarkað á nokkrum vikum og muni landsmenn þá fyrst draga úr eldsneytiskaupum. Í kjölfarið geti olíuverð lækkað á heimsmörkuð- um. Kínverjar hækkuðu síðast verð á eldsneyti um ellefu prósent í nóv- ember í fyrra. Það hafði lítil áhrif á heimsmarkaðsverð. Auk aðgerða Kínverja ákváðu Sádi-Arabar að auka olíufram- leiðslu sína um 200 þúsund tunnur á dag í næsta mánuði. Aðgerðirnar ollu verðlækkun á hráolíuverði strax á fimmtudag. Verðið lækkaði um fjóra dali á tunnu og fór í tæpa 132 dali. - jab Kínverjar hækka eldsneytisverð „Við setjum spurningarmerki við að lán Íbúðalánalánasjóðs skuli miðuð við söluverð í stað bruna- bótamats en samt haldið við þetta háa lánshlutfall, áttatíu prósent,“ segir Eiríkur Guðnason, banka- stjóri Seðlabanka Íslands, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við breytingum á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs sem ríkisstjórnin kynnti í gær. „Þetta teljum við að geti verið varasamt bæði fyrir lánveitand- ann, Íbúðalánasjóð og lánþegann sem hugsanlega kaupir sér fast- eign núna þegar verð er hátt og veðsetur hana með háu veðhlut- falli en kann að þurfa að selja síðar en þá kann verðið að vera lægra en áhvílandi skuld,“ segir Eiríkur. Hann fagnar því að umbætur og breytingar skulu gerðar á skipulagi Sjóðsins og segir að Seðlabanki Íslands hafi mælt með því að fyrirkomulag hans sé yfir- farið og fagnar einnig því að efnt sé til sam- vinnu við banka og sparisjóði. Auk þess tekur Eiríkur undir þær fullyrðing- ar að breyting- arnar á fyrir- komulagi íbúðalánasjóðs auki virkni peningastefnunnar. Eiríkur lítur svo á að þetta sé fyrsta skrefið í að gera Íbúðalána- sjóð að heildsölubanka og frekari þróun í þá átt æskileg. Hann telur að þeir flokkar bréfa sem Íbúðalánasjóður hefur heim- ild til að gefa út geri honum kleift að endurfjármagna íbúðalán sem þegar hafa verið veitt auk þess að útvega bönkum og sparisjóðum langtímafjármögnun til að veita ný lán. - bþa Varhugavert „Þetta kom óvænt, ég vissi lítið um þetta fyrr en í gær [á fimmtu- dag],“ segir Guðmundur Bjarna- son, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir að sjóðurinn hafi lengi beðið þess að hámarkslán yrði afnumið og tengingin við brunabótamatið sömuleiðis. En með lánum til banka, er sjóðurinn þá ekki orðinn heild- sölubanki? „Hver og einn verður að leggja út frá því. Það mætti segja að þar sem sjóðurinn útveg- ar öðrum fjármálastofnunum pen- inga að það væri vísir að slíku.“ Rætt hefur verið um að lán sjóðsins og lágir vextir vinni gegn peningamálastefnu Seðlabankans. „Ég álít nú ekki að þessar aðgerðir hafi slík áhrif.“ - ikh Kom á óvart Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, telur aðgerðir ríkisins sem tilkynnt var um í gær „ömurleg tíðindi fyrir íslenskan fjármálamark- að“. Þetta kom fram í tölvu- pósti sem Hreiðar sendi á fimmtudag til stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja og nokkurra annarra stjórn- enda í íslenskum fjármála- fyrirtækjum og birtur var í heild sinni á vef Viðskipta- blaðsins í gær. „Þetta eru ömurleg tíðindi fyrir íslenskan fjármálamarkað. Lausnin á að felast í auknum umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Ríkissjóður ætlar að fara að gefa út skuldabréf til að gera erlendum fjárfestum kleift að stunda sitt „carry trade“ [vaxtamunarvið- skipti] á 15% vöxtum. Allir þeir sem hafa skoðað málið gera sér grein fyrir að ekkert atvinnulíf stendur undir slíkum vöxtum og svo háir vextir á ríkisskuldabréfum mun einungis auka viðskiptahalla landsins sem var ærinn fyrir. Samkvæmt þessu er ekki tekið á síaukinni uppgreiðsluáhættu Íbúðalánasjóðs. Enn þá rekur ríkið tvo banka, annan sem setur vexti í 15% og hinn sem er að auka við útlán sín til íbúðakaupa á u.þ.b. 5% verðtryggðum vöxtum. Og svo skiljum við ekkert í því af hverju það er ójafnvægi í fjármálakerfinu okkar,“ sagði í tölvupósti Hreiðars Más. - bih „Ömurleg tíðindi“ „Ég get ekki annað sagt en að sumir aðilar hafi verið óþolinmóðir,“ segir Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra um biðina eftir aðgerðum rík- isstjórnarinnar, en margir hafa gagnrýnt aðgerðarleysi hennar. „Það er eins og það hafi ríkt ein- hver misskilningur um hlutverk gjaldeyrisvarasjóðsins. Samkvæmt reglum um hann er bara fjárfest í allra öruggustu bréfum, en hann er ekki til þess að lána á almennum markaði,“ segir Árni, og bætir því við að gjaldeyrisviðbúnaður stórn- valda sé nú fjórum sinnum meiri en fyrir einu og hálfu ári. Samkvæmt yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar verða nýttir 75 millj- arðar af 500 milljarða króna lán- tökuheimild ríkissjóðs, til að gefa út skuldabréf. „Þetta á að hafa það í för með sér að viðskipti með krónuna aukist,“ segir Árni. - ikh Óþolinmæði eftir aðgerðum EIRÍKUR GUÐNASON HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON Á BENSÍNSTÖÐINNI Kínverjar verða að greiða um átján prósentum meira fyrir bensíndropann í næsta mánuði en nú um stundir. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.