Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 12

Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 12
12 21. júní 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um húsnæðismál Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðis-málum munu sporna gegn fjárhagsleg- um áföllum heimilanna og treysta hagkerfi landsins. Afar mikilvægt er að koma í veg fyrir að mjög mikil og hröð verðlækkun á fasteign- um magni upp efnahagssamdráttinn. Leiðrétting á háu fasteignaverði undan- farinna missera var hins vegar óumflýjan- leg en of hröð kólnum á fasteignamarkaði getur haft afar óæskileg áhrif á stöðu efnahagsmála. Auk þess gæti djúp fasteignakreppa og snögg kæling á markaðnum komið harkalega niður á íbúðarkaup- endum og skuldsettir íbúðareigendur gætu tapað eigin fé sínu í fasteignum. Nýir lánaflokka sem stofnaðir verða hjá Íbúða- lánasjóði og snúa að endurfjármögnun eldri lánveitinga og nýrra útlána hjá ÍLS fyrir almennar lánastofnanir ættu að losa um þann tappa sem myndast hafði á fasteignamarkaði, þar sem lán Íbúðalánasjóðs, sem var nánast orðinn eini virki lánveitandi á markaði, voru að hámarki 18 milljónir og dugði aðeins vegna minnstu íbúðanna. Það mun skipta sköpum fyrir marga íbúðarkaupendur, ekki síst á höfuðborgar- svæðinu, að brunabótamatsviðmið lánveit- inga Íbúðalánasjóðs verður afnumið en þess í stað miðað við allt að 80% af kaupverði. Sama gildir um hækkun hámarksláns hjá Íbúða- lánasjóði í 20 milljónir króna úr 18 milljónum. Þá verða heimildir til leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs á almennum markaði auknar til að breyta söluíbúðum í leiguhúsnæði og efla þannig leigumarkaðinn. Slík lán verða þó aðeins veitt að fyrir liggi óháð mat á því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði sé fyrir hendi. Sú leið ætti að leiða til virkari leigumarkaðar og hjálpa þeim sem kjósa að leigja og fresta íbúðarkaupum um einhvern tíma. Þó þessar aðgerðir komi væntanlega í veg fyrir það alkul á fasteignamarkaði sem allt stefndi í má áfram vænta einhverrar lækkunar á fasteignaverði. Afar mikilvægt er að bankar og sparisjóðir bregðist við þessum aðgerðum með ábyrgum hætti, haldi vel utan um sína viðskiptavini, ekki síst þá sem lenda í greiðsluerfiðleikum, og nýti ekki endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs til að ná sér í vaxta- eða þóknana- tekjur umfram það sem nauðsynlegt er vegna umsýslukostnaðar. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Róttækar aðgerðir JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR E ftir svartsýnisfréttir um uppsagnir í byggingageir- anum og frost á fasteignamarkaði voru það jákvæðar fregnir sem bárust frá ríkisstjórninni á fimmtudag. Þegar uppgangur á fasteignamarkaði var sem mest- ur skapaðist óeðlilegt ástand og því er ekki að undra að markaðurinn hafi leitað eftir stöðugleika. Eftir uppsveifl- una kom samsvarandi dýfa. Vonandi verða þessar breytingar á starfsreglum Íbúðalánasjóðs til þess að lendingin verði ekki jafn hörð fyrir byggingariðnaðinn og við blasti. Uppgangurinn væri of dýru verði keyptur með atvinnuleysi. Tvennt er það í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mestu skiptir fyrir fasteignamarkaðinn. Annars vegar að Íbúðalána- sjóður hættir að miða við brunabótamat og miðar við raunvirði íbúða í staðinn. Sérstaklega er það hagstætt fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum. Munur á brunabótamati og fasteignaverði getur verið nánast óyfirstígan- legur fyrir fyrstu kaupendur, sérstaklega þá sem ekki hafa aðgang að öðru veði hjá næstu aðstandendum. Hins vegar eru það ríkisábyrgðarlán til banka til þess að fjár- magna íbúðalán. Þar til vextir á íbúðalánum lækka verulega verður væntanlega ekki mikil eftirspurn eftir lánum til endur- fjármögnunar. En bankarnir búa ekki við tuttugu milljóna króna hámark á íbúðalán, líkt og Íbúðalánasjóður. Það verður því í gegnum bankana sem ýtt verður undir viðskipti með stærri og dýrari fasteignir. Þessar aðgerðir bæta jafnframt lausafjárstöðu bankanna, og því ætti að verða auðveldara að fá lán til annarra nota en íbúðakaupa. Meðal gagnrýnisatriða sem fram hafa komið á þessar aðgerðir er að ekki sé gengið nógu langt. Formaður Félags fasteignasala hefur meðal annars hvatt til þess að níutíu prósenta lánin verði tekin upp aftur. Fasteignasalar líta sjálfsagt til þeirrar gósen- tíðar þegar níutíu prósent lánin voru í gildi, en þau lán voru hag- stjórnarmistök og gæfuspor voru tekin þegar þau voru dregin til baka. Félagsmálaráðherra segir að bankarnir hafi farið offari á fasteignamarkaði fyrir fjórum árum, en orsökina á því má einnig rekja til þess að hámarkslán Íbúðalánasjóðs voru hækkuð upp í níutíu prósent. Forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings segir að með hreyfingu á markaði muni lækkun fasteignaverðs loks verða mæld. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er verðbólga enn í methæðum. Undir þeim kringumstæðum er það misræði að hvetja til hárrar veðsetningar. Fyrst þurfa Seðlabankinn og ríkis stjórnin að sýna fram á að krónan geti verið stöðugur gjaldeyrir. Undirliggjandi vandamálið er hin íslenska króna. Gildi hennar minnkar bara; bæði að verðgildi og í hugum fólks. Hvernig á að vera hægt að skipuleggja útgjöld til fjörutíu ára, líkt og með íbúðalán, þegar ekki er hægt að treysta á lögeyrinn? Núverandi vaxtastig og verðbólga draga ekki síður úr áhuga á fasteignavið- skiptum en takmarkaður aðgangur að lánum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar: Markaðurinn hvattur áfram SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Vill meira Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með bönkum og fast- eignamarkaðnum með breytingum á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Lánveit- ingar sjóðsins miðast héðan í frá við kaupverð eigna í stað brunabóta- mats, lánshlutfall er hækkað í áttatíu prósent og hámarks lánsupphæð úr átján milljónum í tuttugu. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur hins vegar of skammt gengið; rétt væri að hækka hámarks lánsfjárhæð enn meira og lánshlutfall til fyrstu kaupa ætti að vera níutíu prósent. Með öðrum orðum: stefna í nokkurn veginn sama horfið og orsakaði núver- andi stöðnun. Hestur fyrir björn Efnt var til víðtækrar leitar á Hveravöll- um í fyrradag og í gær eftir að skelk- aðir ferðamenn sögðust hafa rekist á spor eftir bjarndýr. Draumfarir bónda í Skagafirði þóttu renna stoðum undir þær grunsemdir að hér væri um að ræða þriðja ísbjörninn á stuttum tíma hér á landi og ferðamönnunum snúið við í leit að sporunum. Leit var hins vegar hætt eftir að í ljós kom að hin meintu bjarnarspor voru hófför eftir hesta. Lögreglumenn hafa því líklega snúið aftur úr þessari fýluferð með skeifu. Minna frelsi Friðjón R. Friðjónsson, Eyjubloggari og sjálfstæðismaður, er óhress með flokkssystkin sín í Sambandi ungra sjálfstæðismanna – SUS. Friðjón kveðst hafa rekist á áhugaverða grein um lögleiðingu fíkniefna, sem hann kom eftir krókaleiðum áleiðis til SUS-ara. Viðbrögðin ollu Friðjóni hins vegar vonbrigðum: „Skilaboðin innan úr ungliðahreyfingu Sjálfstæðis- flokksins voru einföld. „Ungliða- hreyfingin mun ekki hreyfa við neinu varðandi þetta. Það er alveg bannað. Umræða innan hennar mun heldur ekki eiga sér stað“,“skrifar Friðjón og spyr hvort SUS sé orðið svo undirlagt pólitískum rétttrúnaði að ekki megi ræða umdeilda hluti leng- ur. bergsteinn@frettabladid.is HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Það má ekki tala um ESB Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (Lag: Það má ekki pissa bak við hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson) Það sem ekki má Sönglög Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.