Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 36

Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 36
● heimili&hönnun „Ég vil anda þar til ég kafna. Ég vil elska þar til ég dey,“ er haft eftir hinum tilfinningaríka og litskrúð- uga ítalska hönnuði Fabio Novembre, sem er frá Míl- anó og hefur svo sannarlega hleypt nýju blóði í ít- alska hönnun. „Helsta vandamál hönnuða í dag er að þeir hugsa ekki nógu stórt,“ segir Novembre, sem er mennt- aður arkitekt, auk þess sem hann hefur sótt nám í kvikmyndagerð, skrifað ljóð og dýft tánni í heim- speki. Hann telur að nota eigi vinnuna til að segja það sem maður hefur að segja, hvort sem það er gert með því að vinna í banka eða skapa list, og hefur það sjálfur að mark- miði. „Maður á að hugsa stórt, vera sinn eigin Messías, láta drauma sína rætast og lifa listrænu lífi til að geta skap- að list.“ Novembre er hamingju- samlega kvæntur fjölskyldu- faðir og sagði eitt sinn í við- tali að hann dýrkaði eiginkonu sína mest allra og þakkaði henni fyrir að þola sig. Hann hefur einnig lýst því yfir að hann sé heltekinn af kynlífi og nálgist arkitektúr eins og konur og kynlíf, auk þess sem hann telur heiminn þurfa á meira kynlífi að halda. „Ég kann alls ekki að teikna, það er ekki mín náðargáfa. En ég hef góð tök á ímyndunar- aflinu og mitt helsta verk er að koma hugmyndum mínum til skila. Það geri ég oft með því að skrifa sögur og lýsa þannig umhverfinu sem ég ætla mér að skapa,“ segir Fabio um óvenjulegar vinnuaðferð- ir sínar. Á stóru hönnunarsýningunni í Mílanó sýndi hann nýja stóla sem heita Hann og Hún og eru afsteypur af afturhluta karls og konu. Ekki voru allir á eitt sáttir um fegurð stólanna, enda er Fabio ekki á höttunum eftir því að þóknast öllum. - keþ Lifir eins og hann skapar ● Hinn ítalski Fabio Novembre er ástríðufullur arkitekt og hönnuður sem hugsar langt út fyrir kassann, fer eigin sínar leiðir og hefur hrist upp í hinni hefðbundnu ítölsku hönnun. Fabio Novembre er ástríðufullur arkitekt og hönnuður, skáld og listamaður. Hann er nánast órjúfanlegur hluti hönnunar sinnar og segist lifa eins og hann skapar. MYND/SETTEMIO BENEDUSI S.O.S. Sofa of Solitude, eða einverusófinn er hlut- gervingur neyðarkalls segir Fabio Novembre, sem er jafnframt sá sem situr í sófanum. Að kunna ekki að tjá sig er tilvistarlegt ástand sem eyði- leggur allar tilraunir til að elska. MYND/CAPPELLINI Stóllinn Histogram er grind smíðuð úr birki klædd plexígleri og er nýj- asta afrek Fabio Novembre. MYND/ARCHIVIO NOVEMBRE/PASQUALE FORMISANO Cappellini framleiðir stólinn Sec sem Fabio Novembre kynnti fyrr á þessu ári. MYND/CAPPELLINI Hér sést stóllinn Hún sem er afsteypa af kvenmannslíkama. Fyrirmyndin er hinn frægi Panton-stóll eftir Verner Panton. MYND/ARCHIVIO NOVEMBRE/ PASQUALE FORMISANO Ástin opnar hurðir eða Love Opens Doors kallast þessi skemmtilegi hurðarhúnn. Aðrir hurðarhúnar í sömu línu skarta hjörtum. Ármúla 36 • 108 Rvk S. 581 4070 • www.jabohus.is SUMARHÚS HEILSÁRSHÚS GESTAHÚS Finnsk og sænsk gæðahús Koma tilbúin til uppsetningar Góð reynsla og hagstætt verð 21. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.