Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 42

Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 42
● heimili&hönnun Sagrada Familia lumar á mörgum skemmti - legum smáatriðum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Sagrada Familia-kirkjan er af mörgum talin ein fallegasta og merkilegasta bygging heims. Hún hefur verið í byggingu frá árinu 1882 enda um nákvæmnisverk að ræða sem styrkt er með almannafé. NORDICPHOTOS/GETTY Casa Batlló eftir Gaudí var byggt á árunum 1905 til 1907. Húsið er stundum kallað Casa del ossos, Hús beinanna, af heimamönnum. NORDICPHOTOS/GETTY Flestir sem hafa kynnt sér bygg- ingalist þekkja spænska arkitekt- inn Gaudí, en byggingar hans hafa lokkað fjölmarga ferðamenn til Barcelona. Gaudí, sem hét fullu nafni Ant- oni Plácid Guillem Gaudí i Cornet, fæddist í Katalóníu 25. júní árið 1852. Hann innritaðist í Escola Tècnica Superior d’Arquitectura og þegar hann útskrifaðist sem arkitekt úr skólanum árið 1877 hafði hann ekki sýnt merki um nokkra sérstaka hæfileika á því sviði. Á ferli sínum tókst Gaudí hins vegar að sanna hvað í honum bjó. Eftir hann standa stórfengleg mannvirki sem eru meðal þekkt- ustu kennileita Barcelona og jafn- framt til vitnis um einstaka list- ræna hæfileika hugmyndasmiðs- ins. Þar á meðal eru Casa Vicens, Casa Batlló, Casa Milà, Güell- garðurinn og Sagrada Familia- kirkjan. Skyndilegur endir var bundinn á feril þessa stórtæka listamanns þegar hann varð fyrir sporvagni á leið sinni að Sagrada Familia 7. júní árið 1926. Gaudí lést á sjúkra- húsi þremur dögum síðar. Minn- ingin um þennan einstaka snilling mun lifa um ókomna tíð og verk- in hans auðga anda þeirra sem til Barcelona koma. - mmr Snillingurinn frá Katalóníu ● Verk spænska arkitektsins Gaudís eru meðal þekktustu kennileita í Barcelona. 21. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.