Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 58
30 21. júní 2008 LAUGARDAGUR A llt frá upphafi hefur hljómsveitin Sigur Rós drottnað yfir íslensku tónlistarlífi. Nei, kannski ekki alveg frá upphafi, en með útkomu Ágætis byrjunar frá árinu 1999 er óumdeilan legt að engin íslensk hljóm sveit hefur komist með tærnar þar sem Sigur Rós hefur hælana. Meðlimirnir fjórir hafa ríkt eins og kóngar í ríki sínu en þó með látlausum hætti. Suðið er platan sem á að marka tímamót í ferli Sigur Rósar. Platan sem sýnir að sveitin ætli sér að róa á ný mið, halda í nýjar áttir. Sú er alltént tilfinningin sem maður hefur fengið í öllum tilkynningum og umfjöllunum um væntanlega breiðskífu. Talað hefur verið um „fleiri gítargrip“, að söngurinn verði skýrari en áður og eins segir í fréttatilkynningu að „[…] platan var öll samin, tekin upp og hljóðblönduð á þessu ári og fyrir vikið má heyra mikla spilagleði og almenna gleði í lagasmíðum sveitarinnar, sem er e.t.v. ný fyrir sumum aðdáendum sveitarinnar“. Ég verð að segja að þessi málsgrein úr fréttatil- kynningunni er nokkuð ruglingsleg. Hvernig getur verið samasemmerki á milli hversu hratt platan er unnin og hversu glaðir einstaklingarnir eru á vinnsluferlinu? Lágu meðlimir Sigur Rósar þá í þunglyndi þegar þeir gerðu hinar plöturnar sínar? Og hvernig í ósköpunum gæti spilagleðin hafa farið framhjá nokkrum einasta aðdáenda sveitar- innar, hafi hann á annað borð hlustað á fyrra efni Sigur Rósar? Eitt stærsta nafn rokksögunnar Stærsta skrefið í tilrauninni sem miðar að breyttum tímum Sigur Rósar var samt auðvitað þegar sveitin ákvað að fá einn nafntogaðasta upptökustjóra rokksögunnar til að aðstoða sig. Pilturinn sá arna kallar sig Flood og hefur unnið með stórnöfnum á borð við U2, Smashing Pumpkins, Nick Cave and the Bad Seeds, Nine Inch Nails, Killers, PJ Harvey og Goldfrapp. Hjá Flood er ekki nokkur spurning að meðlimir Sigur Rósar hafa fengið nýja sýn á hugmyndir sínar og þegar upp er staðið er aðdáunarvert að þeir hafi tekið þetta skref. Ég verð samt að viðurkenna að mér hefði þótt meira spennandi að fá yngri og ferskari hugmyndasmið á bak við takkana. Austurbær lagður undir sig Til þess að fylgja eftir nýju plötunni hefur Sigur Rós boðað til heljarinnar tónleikafarar, venju samkvæmt. Blaðamönnum var boðið í Austurbæ þar sem allt tónleikasettið frá A til Ö var æft. „Við höfum vanalega æft svona fyrir tónleikaferðir en þetta er í fyrsta sinn sem við gerum það hér heima. Það er samt aðallega vegna þess að græjurnar eru allar hérna,“ sagði Kjartan, píanóleikari og fálkaorðuhafi, í sólinni. Á æfingunni var farið yfir öll atriðin, frá búningum til sviðsframkomu. Rennt var í gegnum lögin og meira að segja rýnt í smáatriði gömlu laganna sem hafa þó heyrst óteljandi oft á tónleik- um áður. Eftir klukkutíma æfingu kom loksins það sem beðið var eftir, nýtt lag. Rennt var í Gobbledigook, með alls fimm trumbuleikurum, og þar er komið nýtt uppáhaldstónleikalag Sigur Rósar, held ég að sé óhætt að fullyrða. Stórir og flottir tónleikar og litlir og sætir Á æfingunni kom mér á óvart hversu virkan þátt málmblásararnir tóku í flutningum, trölluðu með í litlu hljóðnemana sína og glömruðu einnig á víbrafón og klukkuspil. Flutningurinn hjá sveitinni allri virkaði lifandi en umfram allt jarðbundnari en áður og sveitin mun því að öllum líkindum fá meiri nálægð við áhorfendur. Þegar ég spurði Georg Holm bassaleikara út í ógnarstóran túr Sigur Rósar bjóst hann ekki við öðru en að hann myndi endast út árið. En hvað með Ísland? „Við höldum örugglega tónleika á Íslandi á árinu. Þeir verða stórir og flottir en kannski litlir og sætir.“ Nú vitum við að stórtónleikar verða í Laugardal um næstu helgi, þá er bara að bíða eftir litlu sætu tónleikunum. Sigur Rós suðar Með suð í eyrum við spilum endalaust, fimmta breiðskífa Sigur Rósar, vinsælustu hljómsveitar Íslandssögunnar, kemur út eftir helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson kynnti sér hvern krók og kima plötunnar og skellti sér á æfingu með sveitinni. SPILAGLEÐI OG ALMENN GLEÐI Meðlimir Sigur Rósar á æfingu í Austurbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KOMINN Í VERSLANIR HAGKAUPA 1999. kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.