Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 59

Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 59
LAUGARDAGUR 21. júní 2008 31 1. Gobbledigook Fyrsta smáskífulag Suðsins og hér er strax slengt blautri tusku framan í andlit hlustenda til þess að sýna að Sigur Rós er að breyta til. Ógurlegur trumbusláttur í anda Animal Collect- ive og Liars og almenn kátína í gangi með trallalala-harmóníusöng og Jónsi að syngja um vindinn í hárinu og óhræsisdrenginn sinn. Eitt besta lag Sigur Rósar fyrr og síðar. 2. Inní mér syngur vitleysingur Einkar bjart og fallegt lag með léttleikandi píanólínu í bland við taktfastar trommur. Kæruleysislegur texti er í forgrunni og einfalt rím setur skemmtilegan svip á lagið, sérstak- lega fyrir okkur sem skiljum íslensku. Magnast upp í lokin og undirstrikar frábæra byrjun á plötunni. 3. Góðan daginn Hér byrja hlutirnir að róast og sveitin byrjar fyrst að hljóma eins og gamla Sigur Rós. Einfalt og þægilegt lag sem kemur kannski ekki nærri eins mikið á óvart og lögin tvö á undan. Líður samt mjúklega í gegn og er hin fínasta ballaða. 4. Við spilum endalaust Byrjar á pumpuorgeli en síðan verður dynjandi bassalína mjög áberandi. Þegar söngurinn hefst minnir lagið örlítið á Sprengjuhöllina af einhverjum ástæðum, „Við keyrðum út um allt, í gegnum sól og malarryk”. Hér er poppgleðin við völd og lagið er með hápunktum plötunnar. 5. Festival Lengsta lagið á plötunni, rúmar níu mínútur að lengd. Minnir mest á eitthvað af svigaplötunni enda eina lagið á Suðinu sem er sungið á von- lensku. Mjög rólegt lag með nánast engu undirspili en síðan tekur það mjög Sigur Rósar-lega beygju og við bætast öll hin hljóðfærin sem síðan magnast upp í allsherjarbrjálæði í lokin þar sem Orri níðist enn og aftur á trommusettinu. 6. Með suð í eyrum Píanó og síðan trommusánd sem hljómar eins og það sé aftur á bak. Áferð lagsins er nokkuð gróf og lagið gæti allt eins hafa verið á Ágætis byrj- un. Lag sem mætti kalla leynivopn plötunnar. 7. Ára bátur Aftur mjög langt lag. Jónsi byrjar á einsöng við píanóið, síðan taka strengir við og um miðbik lagsins byrjar maður að heyra í drengjakór. Áður en langt um líður er Sigur Rós búin að taka þetta alla leið og leyfir sinfóníuhljómsveitinni og drengja- kórnum að fylla upp í öll vit manns. Lag sem var tekið upp í Abbey Road og maður fær allt heila klabbið beint í æð. 8. Illgresi Jónsi segir sögu af (líklegast) barni klæddu regnkápu sem heldur út í náttúruna með hendur í vösum, þar sem það liggur í blautu grasi og lætur sólargeislana leika um sig í gegnum laufblöðin. Hljómar þetta kunnuglega? Kassagítar og strengir ná samt að mynda magnað andrúmsloft og söngur Jónsa er algjörlega fyrsta flokks. 9. Fljótavík Við höldum okkur við rólega tóna, með píanó og strengi í aðalhlutverki. Lag sem minnir örlítið á Takk... og er með slökustu lögum Suðsins. 10. Straumnes Stysta lag plötunnar, eingöngu tvær mínútur. Án söngs og minnir á alla aðra millikafla sem Sigur Rós hefur gert, viðkvæmt en bjart. 11. All Alright Fyrsta enska lag Sigur Rósar. Eins og allur seinni hluti Suðsins er þetta lag einnig rólegt. Veit samt ekki alveg hvort maður eigi að túlka textann „I want him to know, what I have done. I want him to know, it’s bad” og yfirfæra hann á heildarhugmyndafræði plötunnar. Nei, ætli það. Lagið sem slíkt skilur reyndar ekkert brjálæðis- lega mikið eftir sig en er viðeigandi endir á plötunni. Með suð í eyrum við spilum endalaust ÍSLENSKIR DÓMAR Morgunblaðið 4,5/5 Fréttablaðið 4/5 Mónitor 92/100 ERLENDIR DÓMAR Q 4/5 Observer 5/5 NME 6/10 Drowned in Sound 7/10 Sputnikmusic 5/5 Uncut 3/5 MusicOMH 4,5/5 Einróma lof gagnrýnenda MEÐ SUÐ Í EYRUM HEFUR HLOTIÐ AFBRAGÐS- GÓÐA DÓMA BÆÐI INNANLANDS OG UTAN: HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 42 84 1 06 .2 00 8 25% afsláttur af öllum Nike fatnaði til sunnudags. Réttu sumarfötin fyrir hana, hann og börnin líka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.