Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 64
36 21. júní 2008 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Áttu einhverjar málfræðibók sem gætu kennað mér hana?Nýtt! Finnurðu eitthvað? Bara kalda hönd! Það eru örugglega nokkrir mánuðir þangað til við finnum fyrsta hringsparkið, Jói! Samt... Þarna inni er lítið kraftaverk! Lítill míní- Jói! Frábært! Og hræðir mig dálítið! Ég elska nafnið þitt D‘óra Ég er reyndar skírð Halldóra. Ég fór að nota úrfellingar- merkið í sjöunda bekk. Það er geðveikt! Vá! Kannski gæti ég gert þetta við nafnið mitt! Frá og með nú máttu kalla mig P‘ierce. N‘ei. Vá! Maður sér að það er komið haust! Sjáðu bara, þetta stóra, dökka laufblað er að skipta um lit á meðan við horfum á það! Ég held að það sé andlitið mitt. Nú áttu himnasæng. ...og mamma bjó hana til úr gömlum lökum! Hún uppfyllir drauma mína! Þú ert krafta verkakona. Sumum finnst það. Getur þessi græja rumpað saman einum BMW fyrir mig? Því miður. Hámark eitt kraftaverk á dag. Ég á afmæli 19. júní. Það hefur sett mark sitt á mig og mér eru jafnréttismál hugleikin. Gömul frænka mín gaf mér rauða hnésokka í afmælisgjöf þegar ég var lítil og ég er ekki frá því að það hafi haft sitt að segja. Mér finnst það hljóta að vera sjálfsagt að engu máli skipti hvors kyns fólk er. Ég er ótrúlega stolt af því að eiga afmæli þennan dag en ég varð einmitt þrítug þegar konur fögnuðu níutíu ára afmæli kosn- ingaréttar síns árið 2005. Ég klæddi mig í rauða ullarsokka og gúmmískó og skundaði með systrum mínum á Þingvöll. Hlustaði á fyrsta lýðræðislega kosna kvenforseta sögunnar halda ræðu og mér fannst ég eiga daginn. Ég strunsaði líka stolt niður Skólavörðustíginn þegar kvennafrídagsins var minnst sama ár í október og söng fullum hálsi. Um daginn fórum við vinkona mín í göngutúr að þvottalaugun- um í Laugardal en þar er hægt að lesa sér til um sögu þvotta- kvennanna. Við ræddum um hversu stutt væri síðan mæður okkar sjálfra hrærðu í þvotta- suðupottum á eldavélum en framfarirnar gengu aðeins hægar fyrir sig í sveitinni. Ömmur okkar voru ekki með bíl- próf og elduðu á kolavélum. Þvottur var þveginn í læk. Í þeim samanburði höfum við vinkona mín það gott að geta þvegið með því að ýta á takka. En jafnréttið snýst ekki um húsverkin. Það snýst um virðingu. Það er í raun merkilegt hversu stutt er síðan konur fengu rétt til að kjósa og ennþá merkilegra að talað sé um að „fá“ réttinn til að kjósa. Sá réttur hlýtur bara að vera sjálfsagður. Eins og það er sjálfsagt að hlustað sé á sjónar- mið fólks hvort sem það er karl eða kona. Það er með ólíkindum að enn sé verið að berjast fyrir jöfnum rétti kynjanna og að þess þurfi yfirleitt. Hvað á þetta eigin- lega að þýða? STUÐ MILLI STRÍÐA Rauðir hnésokkar RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR ER ÁNÆGÐ MEÐ AFMÆLISDAGINN Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.