Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 28. júní 2008 — 174. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI Europris - ódýrt fyrir alla - Akureyri PEPSI - 33 CL 49 pr. stk „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is HANNAR Á HOLLYWOOD-LEIKKONUR Linda Árnadóttir vinnur fyrir fatamerkið Rue du Mail sem er vinsælt hjá stjörnunum 26 FÓLK Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn lét drauminn rætast í júní og festi kaup á forláta Hondu-mótorhjóli. Í haust hyggur hann á mótorhjólaferð eftir Route 66 í Bandaríkjunum í slagtogi við félaga sína í mótorhjólaklúbbnum Trúboðunum. Til verksins mun hópurinn leigja breiðu af splunku- nýjum Harley Davidsson-hjólum, sem þeim býðst svo að kaupa að ferðinni lokinni. „Ég hef verið með mótorhjóla- dellu alveg frá því að ég var með skellinöðru á sínum tíma,“ segir Geir Jón, sem nýtur stuðnings konu sinnar. „Hún fer með út sem hnakkaskraut.“ - sun / sjá síðu 46 Lét mótorhjóladraum rætast: Fer Route 66 á Harley í haust VIÐSKIPTI Forsætisráðuneytið upplýsti Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans og formann Samtaka fjármálafyrirtækja, um fyrirhugaðar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, áður en þær voru kynntar opinberlega. Ríkisstjórnin tilkynnti um hækkað lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og fleiri aðgerðir síðdegis 19. júní. Um klukkustund áður en ríkisstjórnin sagði almenningi frá aðgerðunum var Halldóri tilkynnt um efni þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landsbankanum. Samkvæmt heimildum Markaðarins sá forsætis- ráðuneytið um að upplýsa hann. Geir H. Haarde for- sætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að sér væri ekki kunnugt um að Samtök fjármálafyrir- tækja hefðu brugðist trausti. „Ég veit ekki hvernig hann bjó yfir þessari vitneskju eða hvernig hann hefur fengið þetta. En hann á ekki að hafa neinar innherjaupplýsingar sem snerta innherja- viðskipti,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. Landsbankinn segir að þessar upplýsingar hafi engin áhrif haft á viðskipti bankans. - ikh / sjá síðu 10 Félagsmálaráðherra kveðst ekki vita hvernig upplýsingar bárust bankastjóra: Eiga ekki að fá innherjaupplýsingar GEIR JÓN Með kraftinn á milli fótanna. SAMGÖNGUR Ríkisvaldið hjálpar Reykjavíkurborg „ekki með nokkurn skapaðan hlut“ við að skapa grundvöll fyrir hjólreiðar í borginni, segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs. Ekkert fé er á samgönguáætlun til að leggja hjólreiðarstíga. Ríkisstjórnin ætti því að líta sér nær þegar hún talar um að auka hlut vistvænna samgangna, segir Gísli, sem situr í stjórn Strætós. Ríkið styðji heldur ekki við almenningssamgöngur í borg, þótt það geri það úti á landi. Viðmælendur blaðsins eru annars sammála um að Reykjavík sé kjörin borg til hjólreiða. - kóþ / sjá síður 24 og 25 Reykjavík kjörin til hjólreiða: Ríkið hjálpar alls ekki neitt 8 7 8 1211 BEST SYÐRA Í dag verða 8-15 m/s með norður- og vesturströndinni, annars hægari. Rigning af og til norðan til og austan en bjart með köflum sunnan og suðvestan til. Síðdegisskúrir. Hiti 5-14 stig. VEÐUR 4 14 GÖNGUNNI Á TINDANA LOKIÐ Þórhallur Ólafsson hefur gengið á alla tindana, 151, sem minnst er á í bók- inni Íslensk fjöll. HELGARVIÐTAL 20 LÖGREGLUMÁL „Ef hér væri fíkni- efnadeild til staðar hefði þetta mál kannski aldrei komið upp,“ segir Þórarinn Jóhannesson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri. Tvenn hópslagsmál brutust út á Akureyri á fimmtudagskvöld. Talið er að það hafi verið uppgjör milli fíkniefnaneytenda í bænum. Slagsmálahundarnir voru heimamenn, karlar og konur á aldrinum 18 til 25 ára. Beitt var golfkylfum, borðfótum og öxi. Slagsmálin fóru fram í íbúa- hverfum á Akureyri, brekkunni fyrir ofan miðbæinn og í Þorpinu. Allar línur voru rauðglóandi hjá Neyðarlínunni meðan á slagsmál- unum stóð. Einungis tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild. Hand- taka hefði mátt fleiri ef fleiri lög- reglumenn hefðu verið til taks að sögn varðstjóra. „Það þarf tvo lög- regluþjóna á hvern við þessar aðstæður,“ segir Þórarinn. „Við vorum bara fimm á vakt en feng- um tveggja manna liðsstyrk frá Húsavík og reyndum að taka þá sem verst létu.“ „Við höfum ítrekað bent á að hér þurfi að fjölga í lögreglunni,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri. „Við höfum miklar áhyggjur af ástandinu og munum leggja okkar af mörkum til að styrkja lögregluliðið.“ Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að löggæslan á Akur- eyri hafi nýverið verið styrkt með sérsveitarmönnum. Þórir Hrafns- son, aðstoðarmaður Björns, segir ólíklegt að gripið verði til sér- stakra aðgerða vegna atburðanna á Akureyri nú. - vsp/ht Fámennt lögreglulið réð ekki við slagsmál Engin fíkniefnadeild er innan lögreglunnar á Akureyri. Fáliðað lögreglulið réð illa við hópslagsmál í miðbænum. Bæjarstjóri vill fleiri lögreglumenn í bæinn. DANSAÐ Á LÆKJARTORGI Skapandi sumarhópar Hins hússins brugðu á leik í góða veðrinu í gær og settu svip sinn á miðborgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.