Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 52
28 28. júní 2008 LAUGARDAGUR Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Leystukrossgátuna! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ ROKK Í REYKJAVÍK Á DVD Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA … stelpurnar okkar Maður var farinn að vorkenna þeim grísku þegar íslensku stelpurnar skoruðu fjórða markið, hvað þá þegar þrjú voru komin til viðbótar. Þetta var algjört burst og væntanlega ekki það sem þær grísku ætluðu sér þegar þær lögðu af stað frá flug- höfninni í Aþenu. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í fremstu röð og skor- aði í þessum eina leik álíka mörg mörk og íslenska karla- landsliðið hefur skorað á þessari öld. Kannski spurn- ing um að fjárframlög ríkis- ins fari að endurspegla þessa staðreynd? … Dimmu „Hún heitir Dimma, ekki Urður,“ sagði eigandi Doberman-hvolpsins þegar hann sótti tíkina á Dýraspítalann. Tíkin fannst grafin lifandi við Kúagerði og var á tíma- bili útlit fyrir nýtt Lúkas- ar-mál þegar bloggarar hömruðu lyklaborðin með kröfum um grimmilega hefnd fyrir illvirkið. Ómennin eru reyndar enn ófundin en tíkin hefur það gott og það er fyrir öllu. … Sólvá Ford Söngkonan Sólvá Ford komst heldur betur í feitt þegar Ólafur F. Magnússon sá hana í Færeyjum, heillaðist algjörlega upp úr skónum og bauð henni umsvifalaust að troða upp á Menningarnótt í Reykjavík. Þetta er atburðarás sem líklega er hvergi nærri lokið og minnir helst á það þegar ofurstinn Tom Parker tók Elvis upp á arma sína. … náttúrulega Samfylkingu Virkja? Tja..? Ha, dauðir ísbirnir? Uh hérna, alltaf í bolan- um!? Glansmyndabæklingi Samfylkingar- innar fyrir síðustu alþingiskosn- ingar, Fagra Íslandi, hefur verið veifað nokkuð framan í flokks- menn að undanförnu, enda hvorki myndir af blóðugum ísbjörnum í útrýmingarhættu né Össuri að undirrita viljayfir- lýsingu um álver á Bakka í honum. Það er því svo sem engin furða að Össur og Þórunn vilji banna myndatökur til að skaða ekki ímynd Samf..., ég meina, Íslands. … flugfarþega Flugumferðarstjórar hafa fengið nóg af því að lepja dauðann úr skel og hófu „aðgerðir“ til að minna á kröfur sínar. Flugfarþegum seinkaði og misstu jafnvel af tengiflugi. Sem betur fer náðust fljótt samningar, en flestir hljóta að hafa staðið með flug- umferðarstjórunum enda námu heildarlaun þeirra ekki nema að meðaltali 809 þúsund krónum á síðasta ári. … flugfreyjur Icelandair sagði upp tæplega 240 manns í vik- unni, þar af 138 flugfreyjum. Þetta er versta áfallið í flug- bransanum síðan afleiðing- arnar af 11. september urðu ljósar. Hetaira-hópurinn, nokkrar ábyrgar vændiskonur í Madríd og vinir þeirra, tók sig til í vikunni og hélt litla hátíð til að „verja kyn- frelsi og samlífi borgaranna“. Þetta eru óvenjuleg hagsmuna- samtök sem berjast fyrir réttind- um portkvenna. Þau héldu til dæmis einu sinni blaðamannafund og skömmuðu þar löggurnar fyrir að bögga sig og sína kúnna óþarflega mikið. Hetairas voru upp- haflega forn-grísk- ar gleðikonur. Þær áttu greiðan aðgang að auð- mönnum og betri borgurum og eru sagðar hafa notið nokkurrar virð- ingar. Þessa vilja púturnar í Madríd líka njóta. Og þeim gengur ágætlega, að vissu leyti. Frægur poppari, hann Manu Chao, samdi til dæmis lag til heið- urs hópnum og einnig er búið að gera kvikmynd; Prinsessur. Ljúfurnar segja að fyrsta skref- ið til að öðlast sjálfsvirðingu í þessu starfi sé að kalla sig kynlífs- verkakonu. Þær berjast gegn „lög- bannssinnum“ sem vilja lögleysa vændi og auglýsingu þess. „Við seljum öll líkama okkar. Sumir heilann en aðrir selja neðri hlutana. Þegar öllu er á botninn hvolft er lítill munur þar á,“ segir Pía kynlífsverkakona. En Hetaira-fólkið komst í blöðin vegna hátíðarinnar á dögunum. Þá tóku skækjurnar sig til og gerðust fyrirsætur eitt kvöld. Þær klædd- ust dýrum tískufötum og gengu kisugang við mikinn fögnuð áhorf- enda. Og stuðningssamtök hópsins voru ekki af verri endanum. Kyn- skiptingaklúbburinn mætti auð- vitað í sínu fínasta pússi, sem og eitthvað sem gæti verið þýtt sem Félags-erótískt lífsrými kokkála. Ekki mátti Þríhyrningsfélagið heldur vanta, en lestina rak hið gamla góða Samband samkynhneigðra. Þetta var kallað hátíð umburðar- lyndis og átti meðal annars að bræða hjörtu íbúa og verslun- ar eigenda í hverfinu. En fyrst og fremst átti að vekja athygli borg- ar stjórnar. Fá hana til að hlera þarfir þessa almennings. Það þyrfti að bæta úr ýmsu í hóruhverfinu, sem á nokkrum mánuðum hefur breyst mikið. Það er endurnýjun í gangi. Fjár- festar hafa keypt upp hóruhús og breytt þeim í virðulegri stofnanir. Fasteignaverð hefur rokið upp. Talskonur Hetaira óttast að þær fái bara alls ekki að vinna í fína hverfinu, sem borgarstjórn vill fá í staðinn. Yfirlýst markmið endurskipu- lagningarinnar er nefnilega að „losna við það sem smánar hverfið“. Nefnilega götudrósirnar stoltu. Þeim sárnaði þetta orðalag. Og mótmæltu auðvitað. Þetta heit- ir stéttvísi. Allragagn í Madríd KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON KÍKIR Í ERLEND BLÖÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.