Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 17
dansar línudans ndi, grasekkil í 101, Menningarhús Ísjaka, og leiðina frá vöggu til grafar. samkomum og fermingum. Ég er staddur nær leiðarlokum en upp- hafi ferðarinnar og því tilheyrir að kveðja þá samferðamenn sem ekki ná að sitja í með mér þangað til ég er kominn á minn áfangastað. Kær vinkona mín, Brynja Bene- diktsdóttir leikstjóri og leikkona, lést á laugardag og nú er hugurinn hjá Erlingi vini mínum og kærum samstarfsmanni. Huggunarorð kann ég engin, nema reyna að vera þakklátur fyrir það sem manni hefur verið gefið. Það er sárt þegar fólk deyr. Fyrirsjáanlegt kannski, því að það er leiðin okkar allra. Samt sárt. Og ég vona að Erlingur og Benedikt séu Guði faldir. Hvaða Guði? Nú, til dæmis þeim sem skapaði sólina. Hann gerir sér títt um okkur núna. Leiðin frá vöggu til grafar er ekki nærri eins löng og ég hélt þegar ég var að leggja stað í ferðalagið. ÞRIÐJUDAGUR, 24. JÚNÍ. Líkamlegt þunglyndi? Í sundlauginni í morgun fann ég hvernig gigtin kraumar ennþá í líkamanum. Það er eins og hvítu blóðkornin í ónæmiskerfinu séu að skemmta sér við að halda grill- veislur í öllum liðamótum og grill- maturinn séu heilbrigð eggja- hvítuefni sem sérsveitir og greiningardeildir líkamans eiga að kunna að þekkja frá innrásum óvinaherja. Þessi sársauka- fulla árás líkamans á sjálfan sig stendur venjulega í einn eða fleiri sólarhringa. Að bardaganum lok- inum er vígvöllurinn, líkaminn sjálfur dauðþreyttur og getur ekki gert öllu meira en leggjast fyrir til að jafna sin eftir stríðsá- tökin. Það er nú í rauninni ágætt, því að gigtarlæknirinn minn segir að því meira sem ég sofi því betra, vegna þess að á meðan líkaminn sefur séu viðgerðarsveitir að störfum og reyni að koma öllu aftur í samt lag og til góðrar heilsu. Sjálfseyðingarhvöt er yfirleitt sett í samband við and- lega sjúkdóma en þessi gigtar- plága er fyrst og fremst líkamleg- ur sjúkdómur, kannski nokkurs konar líkamlegt þunglyndi, þannig að ég get sagt um mig að ég sé þunglyndur á bæði sál og líkama. : En þar sem ég er nægjusamur maður finnst mér að það hálfa væri meira en nóg. MIÐVIKUDAGUR, 25. JÚNÍ. Grasekkjumaður Sólveig litla og Sólveig stóra fóru í Bolholt í dag. Ég eftir í kotinu með köttunum, Alíbaba og Aladín. Horfði á Tyrki og Þjóðverja á Evr- ópu- meist- aramótinu í fót- bolta með furðuleg- asta þul sem ég hef heyrt í. Þegar ég kveikti var hann að rausa um gífurlega meðfædda „hæfileika- leiðtoga“ Mikka Ball- acks, fyrirliða þýska liðsins. Loks kom félagi hans þess- um manni til bjargar og upplýsti að í staðinn fyrir dularfulla „hæfileikaleið- toga“ var hann að reyna að segja orðið „leiðtogahæfileikar“. Togleiðaleikhæfi, hæfitogleiða- leikur, leikleiðahæfitog, þetta er til marks um hve löng orð geta verið varasöm. Sömuleiðis hélt hann að Þjóðverjar væru yfir í leiknum lengst af þegar jafntefli var, eitt eitt. Ég held að það þurfi ekki eld- flaugasérfræðinga til að lýsa knattspyrnu frekar en pólitík sem er líka tiltölulega einfaldur leikur sem karlmenn hafa fundið upp. Þorsteinn J. var svo í stúdíói með tveimur ágætlega máli förnum viðmælendum og bjargaði manni undan hinum víðátturuglaða þul sem hélt að fótbolti væri eitthvað til að trylla fólk og gera það frá- vita af æsingi, en það er hlut- verk stjórnmála ekki íþrótta. FIMMTUDAGUR, 26. JÚNÍ. Úr takti við þjóð- ina Í Viðskiptablaðinu í dag segir Geir Haarde: „Við gætum jafnvel tekið upp Bandaríkja- dal“. Fréttaveita Dow Jones segir Geir telja mögulega doll- arann betri en evru. Hann er frekar sein- hepp- inn þessi forsætisráð- herra okkar og þótt hann sé sagð- ur músíkalskur ætlar honum ekki að takast að kom- ast í takt við þjóð- ina. Það er að segja íslensku þjóðina. Ég veit ekki um þá banda- rísku. Fyrr frýs í Víti en Íslendingar taki upp Banda- ríkjadollar sem gjaldmiðil. Og einhvern veginn er ég sann- færður um að Geir Haarde verður orð- inn að feimnis- legri neðanmálsgrein í sög- unni löngu áður en þær glæður kulna. Þá er spurn- ing hvort hægt verður að halda á sér hita með því að dansa bandarískan línu- dans? Af tillitssemi við lesendur mína lýk ég dagbókarskrif- um þessarar viku áður en Spánverjar og Rússar taka til við að leika um hvor þjóðin fær að mæta þýsku grjótmuln- ingsvélinni í úrslitum Evrópu- mótsins. Ég get orðið nokkuð vanstilltur í ræðu og riti ef úrslit í þessu móti eru ekki mér að skapi. *Skv. vaxtatöflu Glitnis 21. júní 2008. ÞÚ FÆRÐ 15 % VEXTI OG LEGGUR NÁTTÚRUNNI LIÐ & HAGUR FYRIR ÞIG Þú leggur inn á Save&Save reikning og færð allt að 15% ársvexti* HAGUR FYRIR HEIMINN Glitnir leggur mótframlag í Glitnir Globe – Sustainable Future Fund, sjóð sem styrkir sjálfbæra þróun. Save&Save er reikningur sem Glitnir mun bjóða á helstu markaðs- svæðum sínum. Farðu inn á saveandsave.is eða talaðu við ráðgjafa Glitnis og kynntu þér málið. Glitnir er leiðandi í fjármögnun verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 9 4 2 SAMSETT MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.