Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 10
10 28. júní 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 325 4.417 -0,70% Velta: 8.628 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,44 +0,63% ... Bakkavör 29,25 -0,34% ... Eimskipafélagið 14,3 +0,00% ... Exista 7,60 -0,65% ... Glitnir 15,65 -1,26% ... Icelandair Group 16,15 +0,31% ... Kaupþing -1,16% ... Landsbankinn 23,35 +0,22% ... Marel 91,20 +0,77% ... SPRON 3,33 -2,06% ... Straumur-Burðarás 9,96 -0,10% ... Teymi 2,04 -0,97 ... Össur 93,10 +0,00 MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +1,41% MAREL +0,77% FÆREYJABANKI +0,70% MESTA LÆKKUN 365 -2,59% EIK BANKI -2,14% SPRON -2,06% Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvernig banka- stjóri Landsbankans hafi haft vitneskju um aðgerðir ríkisstjórnar áður en þær voru kynntar. Bankastjór- inn eigi ekki að búa yfir slíkum innherjaupplýsing- um. Forsætisráðherra segir að fjármálaeftirlitið kunni að vilja skoða málið. Banka- menn hafi ekki brugðist trausti ríkisstjórnarinnar. „Ég hef bara ekkert um þetta að segja. Ég veit ekki hvernig hann bjó yfir þessari vitneskju eða hvernig hann hefur fengið þetta. En hann á ekki að hafa neinar inn- herjaupplýsingar, sem snerta inn- herjaviðskipti,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. Greint hefur verið frá því að Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans og formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), hefði haft nákvæma vitneskju um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, áður en þær voru kynntar almenningi. Tölvupóstur var sendur frá skrifstofu SFF, í nafni Halldórs, til stjórnarmanna í samtökunum, yfirmanna fjármála- stofnana hér á landi, upp úr klukk- an hálffjögur 19. júní. Skömmu síðar sama dag kynnti ríkisstjórnin breytingar á hámarksláni Íbúða- lánasjóðs, breytingar á veðsetning- ar reglum og 75 milljarða króna skuldabréfaútgáfu. Fram hefur komið að Kauphöllin rannsakar hvernig á þessu stóð. Þegar tölvupósturinn var sendur hafði skuldabréfamörkuðum verið lokað. Sama dag átti Landsbankinn raunar í töluverðum viðskiptum með íbúðabréf. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir brýnt að málið skýrist sem fyrst. Hann vilji fátt um það segja meðan það sé í vinnslu. Landsbankankinn segir að Halldór J. Kristjánsson hafi frétt af málinu klukkan þrjú hinn 19. júní. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins var hann boðaður til fund- ar í forsætisráðuneytinu þar sem honum voru kynntar fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Lands- bankinn segir að hann hafi ekki látið aðra stjórnarmenn í SFF vita fyrr en skuldabréfamörkuðum hafði verið lokað. Engin viðskipti hafi orðið á grundvelli þessara upplýsinga. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist eftir ríkisstjórnarfund í gær bíða eftir því að málið skýrðist í rannsókn Kauphallarinnar. Spurður hvort það væri eðlilegt að bankamenn byggju yfir slíkum upplýsingum áður en þær væru kynntar sagðist Geir ekki geta svarað. „Það er hluti af þeirri rann- sókn sem er í gangi.“ Ríkisstjórnin hefði átt ágætt samstarf við SFF „og mér er ekki kunnugt um að þar hafi menn brugðist trausti“. Geir var spurður hvort þetta væri ef til vill lögreglumál. „Það held ég að sé nú ansi djúpt í árinni tekið, en vera má að þetta sé eitt- hvað sem fjármálaeftirlitið myndi vilja skoða líka.“ ingimar@markadurinn.is Innherjaupplýsingar ekki fyrir bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra neitar því að bankarnir hafi haft nokkuð með tillögur ríkisstjórn- arinnar um Íbúðalánasjóð að gera. „Nei, þær voru búnar til, aðallega í mínu ráðuneyti, í samráði við Íbúða- lánasjóð.“ Guðmundur Bjarnason, forstjóri sjóðsins, sagði daginn eftir að tillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar: „Þetta kom óvænt, ég vissi lítið um þetta fyrr en í gær.” Þar átti Guðmundur við lán sjóðsins til fjár- málastofnana. Þegar þetta er rifjað upp segir Jóhanna: „Ja, við vorum að vinna þetta í ráðuneytinu hjá mér, í samráði við forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Íbúðalána sjóður fékk vitneskju um þetta áður en þetta var kynnt,“ bætir Jóhanna við. - ikh Hver var þáttur Íbúðalánasjóðs? JÓHANNA SIGURÐ- ARDÓTTIR FÉLAGS- MÁLARÁÐHERRA GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐ- HERRA HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON BANKASTJÓRI LANDSBANKANS ÞÓRÐUR FRIÐJÓNS- SON FORSTJÓRI KAUPHALLAR- INNAR Greiningardeild Glitnis telur að rennslis- virkjanirnar þrjár í Þjórsá sem fyrir- hugað er að ráðast í, sem og auknar líkur á álveri á Bakka, séu góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. „Ofangreindar framkvæmdir eru heppilegar og líklegar til þess að vega gegn verulegum samdrætti í innlendri eftirspurn á næstu misserum,“ segir greining Glitnis. Greiningardeildin telur að ört hækk- andi orkuverð á heimsvísu að undan- förnu sé líklegt til að haldast næstu árin. „Segja má að álframleiðsla og annar orkufrekur iðnaður sé leið Íslendinga til að flytja út orku með hliðstæðum hætti og olíuríki selja afurðir sínar á heims- markaði, og hátt orkuverð er að öðru óbreyttu jákvætt fyrir arðsemi af slíkum orkuútflutningi,“ segir greining Glitnis. -as Greining Glitnis fagnar virkjunum ÞJÓRSÁ Áætlað er að virkjanirnar þrjár sem fyrir- hugaðar eru í Þjórsá hafi samanlagt 265 MW afl, en til samanburðar er afl Kárahnjúkavirkjunar 690 MW. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýskráningum bifreiða fækkaði um tæplega fjörutíu prósent milli ára í maí, segir í Hagvísum Seðlabanka Íslands. Kreditkorta- velta dróst saman um 2,5 prósent milli ára eftir 14,3 prósenta vöxt á fyrsta þriðjungi ársins. Áður hafði debetkortavelta dregist saman í maí um tæplega fjórtán prósent. Um fimmtungi færri kennitölur voru gefnar út til maíloka en á sama tímabil í fyrra. Þar sem starfsmaður þarf kennitölu til að fá vinnu bendir það til þess að dragi úr innflutningi vinnuafls á næstu mánuðum, segir í Hagvísum Seðlabankans. - bþa Nýskráningum bíla fækkar Sementsverksmiðjan á Akranesi mun hækka verð á sementi um þrettán prósent 1. júlí næstkom- andi. Segir í tilkynningu að vegna mikilla verðhækkana á kolum sé ekki hægt að komast hjá því að hækka verð á sementi. Gjallbrennsluofn verksmiðj- unnar er kyntur með kolum en kolafarmur sem verksmiðjan hefur nýlega keypt var 130 prósentum dýrari en sambærileg- ur farmur sem keyptur var í desember 2007. Til samanburðar hefur verð á olíu hækkað um tæp fimmtíu prósent frá áramótum. - as Sement hækkar Bráðnun Íslands er fyrirsögn vefrits Forbes í umfjöllun um íslenskt efnahagslíf. Í greininni segir að búið sé að umbylta íslensku efnahagslífi á síðustu árum úr hagkerfi byggt á fisk- vinnslu en vaxandi áhrif fjármála- lífsins hafi í raun gert landið að stórum vogunarsjóði. Greinarhöf- undur bendir sem dæmi á orðróm um að erlendir fjárfestar hafi vísvitandi sett þrýsting á efna- hagslífið til að fella bankana. -bþa Bráðnun efna- hagslífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.