Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 27
][ Ferðataska er nauðsynleg þegar farið er í lengri ferðalög. Þegar ákveðið er hvað skal taka með sér þarf að vanda valið því oft er hætta á að fólk taki með sér of mikið eða of lítið. Skosku Hálöndin AÐDÁENDUM ÞÁTTANNA UM HÁLANDA- HÖFÐINGJANN GEFST NÚ TÆKIFÆRI TIL AÐ HEIMSÆKJA SÖGUSLÓÐIR OG TÖKUSTAÐI ÞÁTTANNA. Sjónvarpsþættirnir um skoska Há- landa höfðingjann áttu vinsældum að fagna hér á landi og nú verður hægt að heimsækja tökustaði þáttanna, en ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður upp á ferðir til Hálandanna í júlí, ágúst og september. Einnig verður ferðast annars Loch Lomond, Glen Coe, Fort William og Loch Ness og gamlir kastalar skoðaðir en þeir eru margir í Hálöndunum. Skotar státa jafnan af því að framleiða besta viskí í heimi og í ferðunum verður einnig farið yfir sögu og framleiðslu viskísins. Ferðirnar verða farnar undir leiðsögn Ingibjargar Geirsdóttur og Snorra Guðmundssonar en nánar má lesa um þær á www.uu.is - rat Gaman er að sigla út í eyjar Íslands og njóta þess sem þær hafa upp á að bjóða. Ef fólk er orðið þreytt á endalaus- um bílferðum þá eru eyjaferðir góður kostur. Ísland hefur að geyma þúsundir eyja og eru nokkrar þeirra mjög vinsælir ferðamannastaðir. Þannig býðst fólki tækifæri til að fara í siglingu og njóta gönguferða í eyjunum. Hrísey er önnur stærsta eyja landsins og liggur í utanverðum Eyjafirðinum. Þar er meðal ann- ars vinsælt að fara í skoðunarferð á heyvagni og njóta útsýnisins úr efstu hæð vitans. Ferjan Sævar flytur fólk frá Árskógssandi mörg- um sinnum á dag; nánari upplýs- ingar á www.hrisey.is. Flatey er næststærsta eyja Breiðafjarðar og er algengt að fólk komi þar við á siglingum um fjörðinn. Gaman er að ganga um eyjuna og skoða gömul og falleg húsin. Hótel Flatey er samsett úr þremur uppgerðum pakkhúsum og þar býðst ferðamönnum bæði gisting og matur. Ferjan Baldur siglir frá Stykkishólmi til Brjáns- lækjar á Vestfjörðum alla daga með viðkomu í eynni. Nánari upp- lýsingar á www.saeferdir.is. Dyrhólaey er syðsta eyja lands- ins. Hún er fremur lítil en mjög falleg enda umkringd háum kletta- dröngum. Hægt er að skoða eyna bæði sjó- og landleiðis og er í báðum tilvikum lagt af stað frá bænum Dyrhólum. Nánar á www. dyrholaey.is. Viðey er flestum Reykvíkingum vel kunn enda rétt við borgar- kjarnann. Eyjan er vinsæll útivist- arstaður og hægt er að snæða í Viðeyjarstofu, sem opin er dag- lega yfir sumartímann. Ferja flyt- ur fólk frá Skarfabakka út í eyj- una daglega, nánar á www.elding. is. Út í ævintýraeyjar Íslands Viðey hefur að geyma mikla sögu en hún er einnig vinsæll útivistarstaður. Viðeyjar- stofa er opin daglega um sumartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í Hrísey er fjölbreyttur gróður og fuglalíf. MYND/ KRISTJÁN J KRISTJÁNSSON Hægt er að fara að Dyrhólaey bæði sjó- og landleiðis. MYND/KAI-UWE KÜCHLER Mikið er af gömlum og fallegum húsum í Flatey á Breiðafirði. BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.