Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 70
46 28. júní 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. frú, 8. ósigur, 9. pfn., 11. átt, 12. framvegis, 14. blóm, 16. í röð, 17. maka, 18. sam- hliða, 20. rykkorn, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. ólæti, 4. lítilsvirða, 5. herma, 7. rauðber, 10. æxlunarkorn, 13. fæða, 15. lengdar- eining, 16. kerald, 19. tveir eins. LÁRÉTT: 2. java, 6. fr, 8. tap, 9. mig, 11. na, 12. áfram, 14. sóley, 16. áb, 17. ata, 18. með, 20. ar, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. at, 4. vanmeta, 5. apa, 7. rifsber, 10. gró, 13. ala, 15. yard, 16. áma, 19. ðð. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Spánn og Þýskaland 2 Össur Skarphéðinsson 3 Nýhil LAUSN PERSÓNAN Birta Björnsdóttir Aldur: 31 árs. Starf: Fatahönnuður. Fjölskylda: Eiginmaður er Jón Páll Halldórsson og sonurinn Stormur Björn Jónsson, þriggja ára. Foreldrar: Eygló Eyjólfsdóttir, starfsmaður hjá Orkuveitunni, og Björn Emilsson, dagskrárgerðarmað- ur hjá Ríkissjónvarpinu. Búseta: Miðbær Reykjavíkur. Stjörnumerki: Naut Birta Björnsdóttir fatahönnuður opnaði nýja og stærri Júniform-verslun í byrjun maí í Ingólfsstræti 8. „Ég hef verið með alvarlega mótor- hjóladellu alveg frá því að ég var með skellinöðru á sínum tíma, en ég lét nú ekki freistast til þess að kaupa mér hjól fyrr en fyrir mán- uði síðan,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sem nýlega splæsti í hjól af tegundinni Honda VTX 1300. Hann hyggur á hjóla- ferð til Bandaríkjanna í haust, þegar hann leggur upp í drauma- ferðina um Route 66 í Bandaríkj- unum. „Við förum til Los Angeles og leigjum þar splunkuný Harley Davidsson-mótorhjól. Svo ökum við eins og leið liggur eftir Route 66 langleiðina til Chicago. Þá beygj- um við niður til hægri og endum í Orlando, þar sem við ætlum að slappa af í svona viku,“ útskýrir Geir Jón. Ferðin á að taka þrjár vikur, en Geir hefur ekki áhyggjur af því að aksturinn verði nokkuð stífur. „Hann verður það kannski, en með góðri skipulagningu hefst þetta alveg. Við erum með fínan fararstjóra, svo þetta á allt að ganga upp,“ segir hann. „Svo býðst okkur að kaupa hjólin þegar við erum búin að nota þau, sem væri nú kannski dálítið sniðugt að skoða,“ segir Geir Jón hugsi. Geir Jón gekk nýlega í mótor- hjólaklúbbinn Trúboðana, samtök kristinna bifhjólamanna, en Banda- ríkjafararnir eru aðallega úr þeim félagsskap. „Þetta byrjaði allt saman þannig að ég var spurður hvort ég vildi ekki koma með í ferðina. Það var nú ekki annað hægt en að stökkva á það og láta drauminn rætast. Ég sagði já, og þá varð ég að rifja upp gömlu takt- ana til að vera klár í slaginn,“ segir Geir Jón, sem í kjölfarið gekk í Trúboðana og festi kaup á Hond- unni góðu. „Þetta hefur allt gerst núna í júnímánuði,“ segir Geir Jón, sem nýtur fulls stuðnings konu sinnar, Guðrúnar Ingveldar Traustadóttur, í dellunni. „Hún hefur farið mikið með mér á hjól- inu hérna heima og hefur voðalega gaman af. Hún fer með út og verð- ur hnakkaskraut,“ segir Geir Jón og hlær við. Hann hefur lagt fjölskyldubíln- um og geysist frekar á hjólinu til vinnu. „Já, ég stórspara eldsneyti,“ segir Geir Jón, sem segir það þó ekki hafa komið til greina að festa kaup á vespu, sem hafa verið afar vinsælar upp á síðkastið. „Nei, maður verður að hafa kraftinn á milli fótanna, finnst mér, og kom- ast leiðar sinnar almennilega,“ segir hann. sunna@frettabladid.is GEIR JÓN ÞÓRISSON: FER ROUTE 66 Á HARLEY Í SEPTEMBER Konan verður hnakkaskraut MEÐ KRAFTINN Á MILLI FÓTANNA Geir Jón Þórisson festi nýlega kaup á Hondu-mót- orhjóli og hyggur á mótorhjólaferð eftir Route 66 í Bandaríkjunum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það kom ekki annað til greina hjá þeim en að gifta sig á Íslandi,“ segir Bryndís Guð- mundsdóttir, eiginkona Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar, en dóttir þeirra Aldís Kristín Árnadóttir mun ganga að eiga unnusta sinn Ralph David Firman í Landakotskirkju í dag. Ralph er fyrrverandi formúlukappakst- ursmaður og keppir nú fyrir Honda í Japan, en Aldís Kristín er lögfræðingur og starfar bæði í London og Mónakó, svo parið á heim- ili á báðum stöðum. „David er mjög hrifinn af Íslandi og hefur ferðast töluvert innanlands bæði með Aldísi og farið með okkur fjölskyldunni í lunda til Eyja. Hann er mjög góður drengur og fellur vel inn í fjölskylduna. Hann er líka mikill húmoristi og þar sem hann er hálfírskur grínumst við oft með að hann falli því vel inn í íslenska húmorinn,“ segir Bryndís, sem var önnum kafin við að undirbúa helgina þegar blaðamaður náði tali af henni, en helmingur brúðkaupsgestanna kemur að utan. Ralph David er kaþólskur og að sögn Bryndísar verður athöfnin bæði með íslensku og írsku ívafi, en tveir prest- ar munu vígja þau Aldísi Kristínu og Ralph og tveir vinir hans verða svaramenn. „Þau vildu gjarnan vera á Reykjanessvæðinu svo veislan verður haldin á Lava í Bláa lóninu og brúðkaups- myndirnar verða teknar á svæðinu í kring, enda birtan þar engu lík,“ segir Bryndís að lokum. - ag Árni fær formúlukappa sem tengdason Jón Sæmundur Auðarson, sem sumir þekkja betur sem Nonna Dead, hefur tónlistarferil sinn af krafti. Hann stígur á stóra svið Glastonbury-hátíðarinnar, Pýra- mídasviðið, á sunnudaginn klukk- an tvö. Búist er við um 70-80 þús- und áhorfendum. Jón Sæmundur tekur lagið með hinni umdeildu Brian Jonestown Massacre, en hann á söng og texta við lagið Gold- en Frost, af My Bloody Underg- round, nýjustu plötu sveitarinnar. Jón kynntist forsprakkanum Anton Newcombe seinasta haust, en hann tók plötuna að mestu upp hérlendis. Jón er ekki einn um að ljá bandinu rödd sína, en Krummi úr Mínus öskrar og Sigga af Bos- ton talar, hvort í sitt laginu. Spurð- ur hvort hann byrji á toppnum, en Golden Frost er fyrsta tilraun Jóns í hljóðveri og Glastonbury fyrsta sviðsframkoman, svaraði hann: „Er ekki bara fínt að byrja þar.“ Jón hefur, ásamt öðrum Íslend- ingum, unnið að myndböndum við lög nýju plötunnar, sem birtast á samnefndum DVD-disk, auk ann- arra myndbanda á DVD-disknum Book of Days, sem kemur út í haust. Anton Newcombe er afar umdeildur, sérstaklega eftir heim- ildarmyndina Dig, þar sem fylgst er með Dandy Warhols og Brian Jonestown Massacre. Virðist hann þar í talsverðu rugli. En hvernig líst Nonna á bandið? „Ég þekki ekkert hina. Anton er mjög fínn og bara góður vinur minn. Erum á svipuðum aldri og með svipuð áhugamál.“ Varðandi Dig sagði hann: „Sú mynd er tekin á ein- hverjum tíu árum. En hann er ekki alveg svoleiðis núna, ég vona að minnsta kosti ekki. Hann er bara mjög rólegur og yfirvegaður.“ Í texta Golden Frost endurtekur Jón orðin „Andskotans helvítis djöfll“ og í myndbandinu sést hann framan við íslenskan fána. „Undir- aldan er að ég er að blóta djöflin- um. Svæla hann aftur niður þegar þriðji ísbjörninn kemur á land og Hekla gýs. Ég spái því að hann komi á sunnudaginn og Hekla byrji að gjósa, um leið og ég stíg á svið.“ Hann bætir við „En þið þurfið ekk- ert að vera hrædd.“ - kbs Jón Sæmundur á Glastonbury SPÁIR HEKLUGOSI OG ÍSBJÖRNUM Jón Sæmundur syngur með Brian Jones- town Massacre. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Með Icelandair-vél frá París á fimmtudaginn flugu tveir helstu máttarstólpar landsins. Geir Haar- de mætti í vélina ásamt þremur skjalatöskukörlum og tveimur lögregluþjónum og beygði til vinstri í Saga Class. Strax á eftir forsætisráðherr- anum arkaði Björk með sínu liði, en það hafði verið að spila í Olympiu-höllinni daginn áður. Hún beygði til hægri í almenninginn. Mál Ólafs F. Magnússonar og söngkonunnar Sólváar Ford, sem hann bauð að syngja á menning- arnótt, tekur stöðugt á sig nýjar myndir. Í Morgunblaðinu í gær sagði hún frá því hvernig kynnum hennar og borgarstjórans var háttað. Eftir að hún hafði sungið gospellag settist hann niður með kassagítar og spilaði lagið As Tears Go By með Rolling Stones, og heimtaði að sú færeyska tæki undir. Draumaenda- punktur þessa máls væri vafalaust sá að Færeyingar myndu gjalda Ólafi greiðann og bjóða honum að syngja á Ólafsvökunni í Færeyjum. Sólvá myndi radda. Mikið er rætt og ritað um dóm- gæslu í Landsbankadeild karla. Egill Einarsson, eða Stóri G, hefur meðal annarra látið dómara kenna á því í orði. Nú hefur hann látið Val- geir Valgeirsson fá það óþvegið á bloggi sínu fyrir að gefa Prince Rajcomar, leikmanni Blika, rautt spjald gegn Fram. Segir hann Prince hafa rekið framhandlegginn óvart í enni Auðuns Helgasonar enda það óhjákvæmilegt. „Hafið þið séð ennið á Auðuni Helga? Það væri hægt að byggja raðhús á enninu á honum,“ segir Egill ósáttur. -glh/shs FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.