Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 28. júní 2008 43 FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdótt- ir setti nýtt met í leiknum á móti Slóveníu á laugardaginn þegar hún varð fyrsti A-landsliðsmaður Íslands, karla eða kvenna, til þess að skora tíu landsliðsmörk á einu ári. Hún bætti síðan tveimur mörkum við í stórsigri á Grikkj- um í fyrrakvöld. Margrét Lára er nú komin með þrettán mörk í þeim átta leikjum sem hún hefur spilað á þessu ári og hefur þar með bætt met sitt (frá 2006 og 2007) um fimm mörk þó að enn séu að minnsta kosti tveir leikir eftir á árinu. Margrét Lára hefur náð þeim glæsilega árangri að skora í öllum sjö leikjum íslenska liðsins í und- ankeppninni og enn fremur í átta leikjum í röð í undankeppni HM eða EM. Margrét Lára hefur alls skorað ellefu mörk í undankeppni EM og er sem stendur markahæsti leik- maður undankeppninnar. Margrét Lára er aðeins á 22. aldursári en hefur þegar náð að skora 42 mörk fyrir A-landsliðið, sem er nítján mörkum meira en sú sem kemur næst á listanum, Ást- hildur Helgadóttir. Margrét Lára hefur enn fremur skorað 31 marki fleira en næsti leikmaður liðsins í dag en Katrín Jónsdóttir hefur skorað ellefu mörk. - óój Margrét Lára Viðarsdóttir er búin að skora þrettán A-landsliðsmörk á þessu ári: Metár hjá „Marka-Láru“ 1,6 MÖRK Í LEIK Margrét Lára hefur raðað inn mörkum á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM A-LANDSLEIKIR OG MÖRK MARGRÉTAR 2008: Ísland-Pólland 2-0 1 Ísland-Írland 4-1 2 Ísland-Portúgal 3-0 2 Ísland-Finnland 3-0 1 Ísland-Finnland 0-0 0 Ísland-Serbía 4-0 2 Ísland-Slóvenía 5-0 3 Ísland-Grikkland 7-0 2 FLEST A-LANDSLIÐSMÖRK Á EINU ÁRI: 13 - Margrét Lára Viðarsdóttir 2008 8 - Margrét Lára Viðarsdóttir 2007 8 - Margrét Lára Viðarsdóttir 2006 6 - Margrét Lára Viðarsdóttir 2004 6 - Rakel Ögmundsdóttir 2000 LANDSLIÐSFERILL MARGRÉTAR LÁRU: 2008 8 leikir, 13 mörk 2007 9 leikir, 8 mörk 2006 8 leikir, 8 mörk 2005 4 leikir, 2 mörk 2004 9 leikir, 6 mörk 2003 5 leikir, 5 mörk Samtals: 43 leikir, 42 mörk FÓTBOLTI Það er mikið í húfi hjá Fylki á morgun. Fylkir mætir FK Riga í seinni leiknum í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar en eftir þrjár umferðir fara ellefu lið inn í aðra umferð UEFA- keppninnar. Fylkir vann fyrri leikinn úti í Lettlandi 2-1 og með sigri á Laugardalsvellinum á morgun fær Fylkir dágóða sumaruppbót, 6,4 milljónir íslenskra króna. Það er sú upphæð sem sigurliðið í hverri umferð fær en ef Fylkir kemst áfram mætir það Bohemian frá Írlandi í næstu umferð. - hþh Fylkir mætir FK Riga: 6,4 milljóna króna leikur FAGNAÐ Fylkir mætir FK Riga á morgun og gæti fengið sumarglaðning með því að komast áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar- félagið Bolton festi í gær kaup á sænska landsliðsmanninum Johan Elmander frá Toulouse. Elmander er sóknarmaður líkt og Daniel Braaten sem fór til franska félagsins í skiptum auk níu milljóna punda. Heiðar Helguson er á mála hjá Bolton. Hann hefur í enskum fjölmiðlum undanfarið verið orðaður við Notthingham Forest og Coventry. Síðarnefnda liðinu stýrir Chris Coleman sem fékk Heiðar til Fulham á sínum tíma. Heiðar er talinn falur fyrir 1,5 milljónir punda. - hþh Heiðar á förum frá Bolton? Samkeppnin eykst í Bolton HANDBOLTI Fram hefur samið við markmanninn Davíð Svansson sem féll með liði Aftureldingar á síðasta tímabili. Davíð hugnaðist ekki að spila í 1. deildinni. Framarar misstu Björgvin Pál Gústavsson sem hefur samið við Bittenfeld í Þýskalandi en Davíð kemur í markið í hans stað. Davíð þekkir til Viggós Sigurðssonar, þjálfara Fram, frá því á tíma sínum með ungmenna- landsliði Íslands sem Viggó þjálfaði á sínum tíma. - hþh Fram fær nýjan markmann: Davíð Svansson í Safamýrina DAVÍÐ Þekkir þjálfara Fram frá fyrri tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.