Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 2
2 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR SPÁNN „Ef ég væri ofbeldisfullur maður sem gengi um á Spáni með byssu, þá væri fyrir löngu búið að loka mig inni,“ segir Halldór Haraldsson, fertugur Íslendingur sem búsettur er á Costa Blanca á Spáni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Halldór hefði verið kærður fyrir hótanir, meðal annars með byssu, í garð breskra hjóna sem leigðu Halldóri og fjölskyldu hans íbúð. Halldór segir hins vegar að málum sé öfugt farið. Í spænska blaðinu Leader, sem gefið er út á Costa Blanca, kemur fram að Mark Mayled, breski maðurinn sem Halldór á í deilum við, hafi sakað Halldór um að auglýsa fasteignir Mayleds sem sínar eigin á heimasíðu sinni. Þegar Mayled hafi beðið hann um að láta af þessu, og greiða sér skuld fyrir ógreidda húsaleigu, hafi Halldór brugðist ókvæða við og hótað honum öllu illu. Þetta staðfesti Mayled í samtali við Vísi.is í gær. Kolbrún Jónsdóttir, sem leigði hús hjá Halldóri á Spáni í fyrra, segir í samtali við Vísi.is að reynsla hennar af Halldóri sé algjörlega í takt við þá lýsingu sem Mayled hafi gefið af honum. Halldór neitar allri sök í málinu. Hann segir Mark Mayled hafa brugðist skyldum sínum sem leigusali. Þegar Halldór hafi beðið Mayled að sinna fram- kvæmdum í leiguíbúðinni hafi Mayled hótað sér og fjölskyldu sinni með byssu, en ekki öfugt. Einnig hafi tveir menn á vegum Mayleds ráðist á konu Halldórs og lamið hana. „Þessi maður [Mayled] var í hernum í fjórtán ár og hikar ekki við að drepa fólk,“ segir Halldór. Halldór segist hins vegar enga byssu eiga. Hann hafi kært Mayled til lögreglu fyrir hótanir oftar en einu sinni. - kg Halldór Haraldsson sem kærður hefur verið fyrir hótanir á Spáni neitar allri sök: Segir að sér hafi verið hótað LÖGREGLUMÁL Engan sakaði þegar lítil eins hreyfils flugvél nauðlenti á þjóðvegi eitt á sunnanverðri Holtavörðuheiði um klukkan tvö í gær. Að sögn varðstjóra lögregl- unnar í Borgarnesi var aldrei nokkur hætta á ferð. Í vélinni var flugmaður og einn farþegi. Flugmaðurinn ákvað að lenda vélinni á veginum þegar hreyfillinn tók að hökta. Eftir lendinguna hjálpuðu vegfarendur til við að ýta vélinni út á útskot fyrir vörubíla. Óverulegar tafir urðu á umferð. Rannsóknarnefnd umferðar- slysa kom á staðinn um klukkan fimm. - sh Eins hreyfils flugvél í kröggum: Nauðlenti á þjóðvegi eitt DÓMSMÁL Rúmenskt par, sem dæmt var í Héraðsdómi Reykja- ness í fangelsi fyrir helgina fyrir fjársvik með illa fengnum greiðslukortum, var sent úr landi eftir dóminn. Lögreglan á Suðurnesjum gómaði skötuhjúin í maí, með sextíu greiðslukort með stolnum kortaupplýsingum, lögreglustjórinn ákærði þau og þau voru dæmd í 35 daga fangelsi. Fangelsismálastofnun veitti þeim reynslulausn, þar sem þau höfðu setið í gæsluvarðhaldi meira en helming refsitímans. Lögreglan á Suðurnesjum fór síðan með þau í Útlendingastofnun, sem vísaði þeim úr landi. Hjúin þurftu að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. - jss Par dæmt fyrir fjársvik: Kortasvindlarar sendir úr landi Guðlaug, finnið þið fyrir sam- drætti í samfélaginu? „Já, þessi samdráttur er orðinn að hríðarstormi.“ Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störf- um. Ástæðan er lág grunnlaun stéttar- innar miðað við menntun. Guðlaug Einarsdóttir er formaður Ljósmæðra- félagsins. ÍSRAEL, AP Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að láta líbanska skæruliðahópnum Hisbollah í té fimm fanga úr röðum samtakanna, tólf lík skæruliða og óuppgefinn fjölda palestínskra fanga. Í staðinn fá Ísraelsmenn lík tveggja ísraelska hermanna og upplýsing- ar um lát annarra ísraelskra hermanna. Líkin sem Hisbollah afhendir eru af ísraelskum hermönnum, Ehud Goldwasser og Eldad Regev, sem samtökin rændu fyrir tveimur árum. Ránið hleypti af stað blóðugu mánaðarlöngu stríði milli Ísraels og Hisbollah. - gh Ísrael og Hisbollah: Líkskipti við Miðjarðarhaf Við vinnslu fréttar um kæru á hendur meindýraeyði í Fréttablaðinu í gær féll út setning. Meindýraeyðirinn segir ekkert hreiður hafa fundist daginn sem hann er sakaður um að hafa drepið starraunga. Hann hafi hins vegar litið á aðstæður að samtali við blaðamann loknu og þá fundið hreiður með ungum í. ÁRÉTTING FERÐAÞJÓNUSTA Kárahnjúkavirkjun hefur haft jákvæð áhrif á ferða- þjónustu á Austurlandi og er orðin að vinsælum áfangastað ferða- manna, innlendra sem erlendra. Þetta segja Helga Jónsdóttir, bæjar- stýra Fjarðabyggðar, Hildigunnur Jörundsdóttir, ferða- og menningar- fulltrúi, og Sólveig Dagmar Berg- steinsdóttir, kynningarfulltrúi á Végarði sem er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Kárahnjúkum. „Til dæmis eru Kárahnjúkar einn af föstum áfangastöðum í hringferð um landið á vegum þýsku ferðaskrifstofunnar Studiosus Reisen og svo veit ég að aðrar erlendar ferðaskrifstofur hafa Kárahnjúka inni á sinni ferða- áætlun þó að þær hafi ekki beint samband við okkur,“ segir Sólveig. Ekki liggja fyrir tölur um hversu margir koma á Kára- hnjúkasvæðið en árið 2006 komu um 16 þúsund ferðamenn í Végarð en í fyrra fækkaði þeim niður í 10 þúsund. „Ég tel að það stafi einna helst af því að veðrið var afar gott sunnan- og vestanlands en síðra hér. Innlendir ferðamenn komu því síður austur en þeim erlendu hefur fjölgað,“ segir hún. Hildi- gunnur segir að álverið á Reyðar- firði dragi einnig til sín fjölda ferðamanna. „Sem dæmi erum við að fá fólk í júlíbyrjun á hundrað húsbílum sem er að fara að skoða álverið,“ segir hún. Helga Jónsdóttir bæjarstýra segir að með tilkomu Kárahnjúka- virkjunar hafi Austfirðingum tek- ist betur að fá ferðamenn til að stoppa við á Austurlandi. „Það kemur mér ekkert á óvart að fólk vilji fara að skoða þetta verk- fræðilega þrekvirki, hvaða afstöðu sem það kann að hafa gagnvart virkjunum,“ segir Erna Hauks- dóttir framkvæmdastýra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Þarna er líka búið að opna leið inn á hálendið sem ekki var áður svo fólk er einn- ig að nýta sér það. En við höfum aldrei sagt að stóriðja og ferða- þjónusta fari ekki saman. Við þekkjum það að utan, að víða eru til sérstakar ferðir að virkjunum. Hins vegar eru skiptar skoðanir um það hvar beri að virkja og hvar ekki. Við verðum að haga málum þannig að sem flestar atvinnu- greinar geti lifað hlið við hlið.“ jse@frettabladid.is Ferðamenn laðast að Kárahnjúkum Kárahnjúkar eru á meðal áfangastaða ferðamanna sem koma á vegum er- lendra ferðaskrifstofa. Ferðaþjónusta og stóriðja geta vel farið saman segir framkvæmdastýra Samtaka ferðaþjónustunnar. FRÁ FRAMKVÆMDUM VIÐ KÁRAHNJÚKA Margt hefur breyst frá því þessi mynd var tekin sumarið 2006. Eflaust eru breytingarnar frá ári til árs eitt af því sem vekur forvitni ferðamanna sem leggja leið sína á svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðrún Halldórsdóttir ljósmóðir var rangnefnd í allt atvinnu í Fréttablað- inu á sunnudag. LEIÐRÉTTING RÆTT VIÐ SPÆNSKA LÖGREGLU Halldór Haraldsson sést hér ræða við lögreglu. Hann snýr baki í myndavélina. MYND/VÍSIR UMFERÐIN Fimmtán létust í fimmtán slysum í umferð- inni á síðasta ári samkvæmt skýrslu Rannsóknar- nefndar umferðarslysa fyrir árið 2007 sem birt var í gær. Það er sextán dauðsföllum færra en árið 2006. Dauðsföll hafa ekki verið jafnfá síðan árið 1997. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar er sérstaklega vakin athygli á því að í fjórum af þessum fimmtán slysum hafi deilur, rifrildi eða andlegt uppnám komið við sögu. Fjöldi alvarlegra bifhjólaslysa hefur margfaldast síðastliðin fimm ár að sögn Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Þar kemur fram að þrír bifhjólamenn hafi látist í umferðarslysum á árinu 2007. Sé hins vegar skoðaður fjöldi slysa sést að þau eru rúmlega þrefalt fleiri árið 2007, þar sem þau voru 21, en árin 2003 og 2004 þar sem bifhjólaslys voru einungis sex. Bifhjólafólki er í skýrslunni ráðlagt að tileinka sér svokallaðan varnarakstur sem felst í því að vera með góð viðbrögð við óvæntri hindrun. Í fimm af þeim fimmtán slysum sem áttu sér stað voru bílbelti ekki notuð og í sex slysum var um of hraðan akstur að ræða. Í einu slys telur Rannsóknarnefnd umferðar- slysa að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. - vsp Fimmtán manns létust í fimmtán slysum á síðasta ári í umferðinni: Alvarlegum bifhjólaslysum fjölgar UMFERÐARSLYS Þeim hefur fækkað um helming milli ára samkvæmt skýrslu. FRÉTTABLAÐIÐ/JAK KJARAMÁL Bandalag háskóla- manna lýsti því yfir í gær að ljósmæður nytu stuðnings félagsins í kjaradeilu sinni við ríkið. Í tilkynningu frá BHM segir að eitt meginmarkmiða bandalagsins sé að menntun sé metin að verðleikum og að kröfur ljósmæðranna snúist um sanngjarna launaröðun miðað við menntun. „Ljósmæður, sem eiga að baki 6 ára háskólanám, standa höllum fæti gagnvart öðrum ríkisstarfs- mönnum með sambærilega menntun og gera kröfu um leiðréttingu á því,“ segir enn fremur í tilkynningunni. - sh Ljósmæður njóta stuðnings: BHM styður ljósmæðurnar NAUÐLENT Eins hreyfils flugvél nauð- lenti á Holtavörðuheiði í gær. MYND/INGIMAR DAVÍÐSSON Árekstur á Gullinbrú Stór gámabíll ók utan í jeppabifreið með þeim afleiðingum að jeppa- bifreiðin skemmdist mikið. Við áreksturinn rákust bílarnir utan í tvö önnur ökutæki sem einnig skemmd- ust. Ökumaður jeppans var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ölvunarakstur í Kópavogi Karlmaður var tekinn fyrir ölvunar- akstur í Kópavogi í nágrenni við lögreglustöðina. Málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.