Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 18
[ ] Með hækkandi sól og meiri hita tekur strandblakáhuga- fólk fram blakboltana og íþróttafötin og skundar á vellina. Margir tengja íþróttina strand- blak bara við sólarstrendur, létt- klætt fólk erlendis og frí. Færri vita að strandblak er þónokkuð stundað hér á landi. „Það er mjög mikil aukning í strandblakinu á síðustu árum hér á landi,“ segir Brynjar Pétursson strandblak- áhugamaður. Á Íslandi eru nú sjö strandblak- vellir sem eru keppnishæfir. Þar er hægt að vera berfættur og spila alvöru strandblak. Í Reykja- vík er hægt að finna fjóra velli dreifða um borgina, í Gufunesi, Heiðmörk, á Miklatúni og í Naut- hólsvík. Í Kópavogi er völlur í Fagralundi við æfingasvæði HK. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru tveir vellir. Annar er á Þing- eyri við Dýrafjörð og hinn er á Akureyri. Á heimasíðunni www. strandblak.is er hægt að finna upplýsingar um vellina, skoða stjörnugjöf um þá og ástand þeirra. Helsti munur á inniblaki og strandblaki er sá að í strandblak- inu eru tveir í liði en sex í inni- blakinu. „Það eru allt öðruvísi reglur í strandblakinu. Þar er meira gert til að fá leikinn til að fljóta. Það er til dæmis bannað að lauma með fingurgómunum til að geta stjórnað boltanum,“ segir Brynjar. „Þetta eru mest blakarar sem hafa verið í inniblaki og eru jafn- vel að spila inniblak á veturna,“ segir Brynjar þegar hann er inntur eftir því hverjir stundi strandblak á Íslandi. Blakarar spila strand- blakið á sumrin, para sig tveir og tveir saman og sækja þau mót sem haldin eru yfir sumarið. Með auknum fjölda iðkenda strandblaks fjölgar þeim mótum sem haldin eru í strandblaki. „Það hafa verið haldin hér Íslandsmót og mótum er alltaf að fjölga,“ upplýsir Brynjar. martaf@frettabladid.is Blakandi sumar á strönd Brynjar Pétursson stundar strandblak á sumrin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástin lætur fólki líða vel. Prófessor í Edinborg heldur því fram að hormónið oxytocin stjórni því hvenær og af hverjum konur verða ást- fangnar. Hormónið hefur áhrif á heilastarfsemi kvenna. Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 2. Júlí skráning í síma 696-4419 eða með pósti á elin@elin.is www.elin.is Byrjendanámskeið í ROPE YOGA Bæjarhrauni 2, Hafnarfi rði Elín Sigurðardóttir Ég er íþróttafræðingur að mennt og hef frá 9 ára aldri stundað sund og hef meðal annars keppt fyrir Ísland á tvennum Ólympíuleikum. Auk þess hef ég kennt Rope Yoga síðustu 11 ár bæði hérlendis og í Los Angeles, USA. Árið 2002 lærði ég Kripalu nudd í Lenox, USA Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.