Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Á annasömum vinnudegi er oft erfitt að finna tíma fyrir heilsuna. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, hleypur stigana í vinnunni. „Það eru uppi veðmál hérna í vinnunni um það hve- nær ég dett í stiganum,“ segir Gunnar. „Ég reyni yfirleitt að fara tvisvar til þrisvar í viku í hádeginu á hlaupabrettið en svo er galdurinn sá að hreyfa sig hratt alls staðar þar sem það er hægt. Ef farið er upp stiga eða úr bíl þá á bara að hlaupa.“ Gunnar segist ekki hafa stundað íþróttir framan af og ekki hafa áttað sig á því hvað hreyfing skipti miklu máli fyrr en hann var kominn „af léttasta skeiði“ eins og hann orðar það. „Ég hafði aldrei æft neitt af viti fyrr en fyrir svona sex, sjö árum. Þá byrjaði ég að hlaupa og fann mun á mér. Stundum er mikið að gera í vinnunni hjá mér, til dæmis í kringum jól. Þá dettur út ein og ein vika en hreyfing er nokkuð sem þarf að gera þegar maður er í vinnu þar sem álag er mikið. Það að fara í hádeginu brýtur líka upp daginn, gefur manni aukaorku eftir hádegið og ótrúlegt hvað maður getur lifað á því.“ Gunnar segist huga að mataræðinu en viðurkennir að matseðillinn hafi ekki verið upp á marga fiska í eina tíð. „Ég lifði svolítið á frönskum og kokkteilsósu hérna áður fyrr, en nú er það bara saga, ég er löngu hættur því. Eftir að ég byrjaði að hreyfa mig fór ég ósjálfrátt að hugsa um mataræðið og nú stend ég mig oft að því að lesa innihaldslýsingar. Maður verður samt að leyfa sér eitthvað öðru hvoru og hafa nammi- daga um helgar.“ Fjölskylda Gunnars hreyfir sig líka en önnur dótt- irin keppir í fimleikum og hin hjólar úti í Kaupmanna- höfn. Tíu ára sonurinn spilar fótbolta en yngsti stubb- urinn sem er þriggja ára er ekki byrjaður á öðru en að „brúka munn“ eins og faðir hans kemst að orði. Annars tekur Gunnar það rólega um helgar með fjöl- skyldunni og fer þá gjarnan í sumarbústaðinn. „Það er líka líkamsrækt að gera ekki neitt. Það þarf að rækta líkama og sál og líkamann ræktar maður á brettinu og sálina í sveitinni.“ heida@frettabladid.is Hleypur upp og niður stiga Vinnufélagarnir veðja um það hvenær Gunnar dettur í stiganum en hann notar hverja stund til að hreyfa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚTIGRILL FYRIR ALLA Almenningsútigrill er að finna víða um borgina. Mikil- vægt er að ganga vel um. SUMAR 3 STRANDBLAK Í SUMAR Fáir vita að strandblak er þó nokkuð stundað hér á landi. HEILSA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.