Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 54
30 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÁRÉTT 2. eyja, 6. þófi, 8. málmur, 9. dæling, 11. til dæmis, 12. hökutoppur, 14. þátttakandi, 16. pípa, 17. gestrisni, 18. rell, 20. fyrir hönd, 21. ögn. LÓÐRÉTT 1. hland, 3. bardagi, 4. vitsmunamiss- ir, 5. á móti, 7. læstur, 10. skap, 13. gljúfur, 15. innyfla, 16. egna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. il, 8. tin, 9. sog, 11. td, 12. skegg, 14. aðili, 16. æð, 17. löð, 18. suð, 20. pr, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. piss, 3. at, 4. vitglöp, 5. and, 7. lokaður, 10. geð, 13. gil, 15. iðra, 16. æsa, 19. ðð. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Spánn. 2 Ólöf Guðný Validmarsdóttir. 3 Rúmlega þrjátíu milljónir króna. BESTI BITINN Í BÆNUM „Besti bitinn í Reykjavík er humarsúpa á Sægreifanum og mexíkóski veitingastaðurinn Santa Maria. Hér fyrir vestan finnst mér aftur á móti Hópið á Tálknafirði vera æðislegur staður og sömuleiðis veitinga- staðurinn Vegamót á Bíldudal. Þar er hægt að fá mjög góða pönnusteikta bleikju.“ Eva Ísleifsdóttir, myndlistarkona á Bíldudal. „Já, ég er að láta af starfi sem ritstjóri Eyjunnar þó að ég haldi áfram að blogga þar,“ segir Pétur Gunnarsson sem hefur nú stýrt vefmiðlinum í eitt ár. Fyrir þá sem ekki þekkja sig á Netinu er eyjan.is einhver fjölsóttasti vefmiðill landsins þar sem blandað er saman fréttum og bloggi nokkurra snörpustu penna landsins. Hallgrímur Thorsteinsson, sá gamalreyndi fjölmiðlamaður, mun taka við ritstjórataum- um á Eyjunni en hann hefur starfað þar í hlutastarfi að undanförnu. Pétur segir aðspurður að nú taki við frí en ritstjóraskiptin taka gildi strax. „Þetta hefur átt sér nokkurra vikna aðdraganda. Ég ákvað að þetta væri orðið gott að standa fréttavakt- ina. En ég verð eftir sem áður einn aðstand- enda Eyjunnar.“ Pétur segir ekki tímabært að segja til um hvað taki við hjá sér. „Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það. Fyrst er að taka sér gott sumarfrí. Ég ætla að nota næstu vikur í að teikna það upp hvað stendur fyrir dyrum og er opinn fyrir góðum hugmyndum. Eyjan er komin á sinn stað og ég er ánægður með hvernig hefur til tekist. Hún mun nú þróast í höndum annarra.“ - jbg Pétur hættir sem ritstjóri á Eyjunni „Já, ég er mikill náttúruverndarsinni,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Fyrir tveimur árum keypti Valtýr sér Toyota Prius, en þeir bílar hafa bæði bensín- og rafmagnsmótor og framleiðir bíllinn raforkuna sjálfur. Síðasta sumar bætti Valtýr svo um betur og fékk sér mótorhjól. Þar með hefur hann líklegast öðlast titilinn vistvæn- asti sveitarstjóri Íslands. Valtýr býr í Holtunum, um tíu kílómetrum frá Hellu, og þarf því að keyra dágóðan spöl til vinnu. Það gerir hann þó með minnsta mögulega útblæstri. „Ég nota hjólið mjög mikið yfir sumartímann og svo auðvitað Priusinn yfir vetrartímann,“ segir Valtýr og lætur vel af hvoru tveggja. „Ég hef náð Priusnum niður fyrir fimm lítra á sumrin. Mótorhjólið er svo millistig milli bílsins og hestsins. Ég er hestamaður en því miður tekur það of langan tíma að fara til vinnu á hestum. Á mótorhjólinu finn ég graslyktina, heyri fuglasönginn og svo finn ég líka lyktina þegar bændurnir bera skítinn á túnin,“ segir hann og hlær. Hann segir sveitunga í Bláskógabyggð vera að vakna til vitundar um umhverfismál. „Þetta háa orkuverð er að spila inn í og svo er fólk farið að hugsa um umhverfið,“ segir hann. - shs Vistvænn sveitarstjóri PÉTUR GUNNARSSON Segir komið gott að standa frétta- vaktina á Eyjunni. HALLGRÍMUR THORSTEINSSON Tekur við ritstjórn Eyjunnar. VISTVÆNN VALTÝR Valtýr Valtýsson er vistvænasti sveitarstjóri á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SUDURGLUGGINN.IS „Við erum bara að fara að klappa ljónum og konum,“ segir Sigurður Eggertsson, handknattleiksmaður hjá Val, sem heldur til Kenía á mánudaginn. Þar hyggst hann dvelja í fjórar vikur ásamt vini sínum Magnúsi Birni Ólafssyni. Sigurður fór til Taílands fyrir tveimur árum og varð heillaður. Þá ákvað hann að fara einn daginn til Afríku. Sigurður segist hafa heillast af því hvað „menn voru góðir á því“ í Taílandi. „Ég gekk í gegnum fátækraþorp og var með peninga á mér sem voru meiri en ævilaun allra í þorpinu. Í staðinn fyrir að ræna mig og drepa mig þá voru allir bara almennilegir við mann. Létu mig halda á krökkunum sínum og allt hvað eina. Ég býst við að mæta sama viðmóti í Kenía,“ segir Sigurður en hann hyggst gista hjá innfæddum. „Já, ég verð bara sof- andi á moldargólfi og þrífst á fræj- um og hræjum.“ Sigurður þykir afbragðs hand- knattleiksmaður og er einn hans helsti styrkleiki gífurlegur hraði. Í Kenía eru menn hins vegar þekkt- ari fyrir langhlaup. „Ef ég lendi í mannætum, sem ég býst fastlega við að gera, þá treysti ég á það að geta hlaupið svo hratt í burtu að þær missi sjónar á mér. Annars munu þær ná mér þegar ég fer að þreytast. Svo hjálpar til að vera með innfæddum. Þeir geta sagt við mannætu sem ætlar að éta mig: „Nei, ekki éta“.“ Sigurður hefur ekki getað leikið handknattleik í fjóra mánuði sökum nárameiðsla. Hann segir ferðina ekki síst ætlaða til þess að leita lækninga við meinum sínum. „Ég hef heyrt því fleygt að maður geti læknast ef maður sefur hjá hreinni mey,“ segir Sigurður og bætir við: „Ég er búinn að reyna allt annað. Valsmenn treysta nú á hreinu meyjarnar.“ Sigurður ber smávægilegan kvíða í brjósti hvað sjúkdóma varðar. „Þessar sprautur voru svo dýrar að ég sleppti tveimur. Svo gat ég valið um tvær tegundir af malaríutöflum. Ein hafði þær auka- verkanir að hún kostaði 30 þúsund. Hin kostar fjögur þúsund en veldur martröðum og þunglyndi. Ég sá meiri hag í þeirri síðarnefndu,“ segir gleðigjafinn Sigurður Egg- ertsson. soli@frettabladid.is SIGURÐUR EGGERTSSON: Á LEIÐ TIL KENÍA Sefur á moldargólfi og stingur mannætur af SUMARLEGUR SIGURÐUR Heldur til Kenía næsta mánudag þar sem hann vonast til að fá bót nárameina sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Helgi Björnsson hefur sent frá sér plötuna Ríðum sem fjandinn. Þar syngur Helgi eftirlætislög reið- mannsins af sinni alkunnu snilld. Á plötunni nýtur Helgi aðstoðar ýmissa hæfileikamanna á sviði tón- listar. Jóhann Sigurðarson syngur til að mynda lagið Stóð hesturinn. Á disknum sannast einnig hið forn- kveðna um eplið og eikina. Sonur Helga, Björn Halldór, syng- ur nefnilega bak raddir á disknum. Án nokkurs vafa mun hann færa sig í fremstu víglínu þegar fram líða stundir. Rapparinn Erpur Eyvindarson er nú í óða önn við að ganga frá sóló- plötu sinni sem væntanleg er innan tíðar. Víst er að Erpi liggur ýmislegt á hjarta og í texta við lagið „Hler- aðu þetta“, sem tekið var nýlega upp á vídeó, fá vestræn stjórnvöld á baukinn: Fjallar um þetta 1984 ógeð sem Vesturlönd eru að sigla inn í, heyrist haft eftir Erpi. Vídeóið byggist á grimmum hópsenum og var meðal annars tekið upp fyrir framan Stjórnar- ráðið og byggingu ríkis- lögreglustjóra svo ekki fari nú neitt á milli mála um hverjum skeytin eru ætluð. Velgengni leikstjórans Rúnars Rúnarssonar heldur áfram úti í löndum. Um helgina var mynd hans Smáfuglar sýnd á kvik- myndahátíðinni í Edinborg og varð hlutskörpust í flokki stuttmynda, en keppt var um tilnefningu til Evrópsku stuttmyndaverðlaun- anna sem afhent verða í lok árs. Í tilkynningu frá framleiðslufyrir- tækinu ZikZak segir að í síðustu viku hafi Smáfuglar hlotið Canal+ verðlaunin á hátíð í Valencia á Spáni og fyrir hálfum mánuði varð Rúnar verðlaunaður á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Pét- ursborg. Þessi verðlaun eru gott veganesti fyrir Rúnar en nú er unnið að samningum um dreif- ingu myndarinnar í Bandaríkjunum og víðar. - shs, jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.