Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 6
6 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR SAMGÖNGUR Nýjar reglur um sigl- ingaleiðir við suður- og suðvestur- strönd Íslands taka gildi í dag. Alþjóðasiglingamálastofnunin í Lundúnum (IMO) samþykkti þess- ar tillögur þegar þær voru lagðar fyrir árið 2007 og felast þær í leiðastjórnun, mörkun svæða sem ber að forðast og tilkynninga- skyldu skipa. Markmiðið með leiðastjórnun, mörkun svæða og tilkynninga- skyldu suður og suðvestur af land- inu er að treysta öryggi sjófar- enda og draga úr líkum á alvarlegum afleiðingum óhappa fyrir umhverfið. Á þessu svæði eru bæði hrygningar- og uppeldis- stöðvar helstu nytjastofna, mikil- vægar veiðislóðir og fiskimið. Leiðastjórnunin gerir ráð fyrir tveimur siglingaleiðum fyrir Reykjanes. Öllum skipum stærri en 5.000 brúttótonn og öllum skip- um sem flytja hættuleg efni og eiturefni í búlka eða tönkum skal siglt um ytri leið nema heimilt sé að sigla þeim um innri leið. Heim- ilt er að sigla flutningaskipum allt að 20.000 brúttótonnum um innri leið ef þau flytja ekki hættuleg efni eða eiturefni í lausafarmi eða tönkum og að skipstjóri hafi feng- ið sérstaka heimild Siglingastofn- unar til að sigla leiðina sem skip- stjóri. - shá Nýjar reglur um siglingaleiðir við suður- og suðvesturströndina taka gildi í dag: Skref í átt að siglingaöryggi DETTIFOSS Grunnhugsun leiðastjórn- unar er að útiloka siglingar skipa með hættulegan farm yfir viðkvæm vistsvæði en snýr ekki að hefðbundnum flutning- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFRÍKA, AP Robert Mugabe var hlý- lega tekið sem nýendurkjörnum forseta Simbabve á leiðtogafundi Afríkusambandsins í egypska orlofsdvalarstaðnum Sharm el- Sheikh í gær. Með því að mæta á fundinn vonaðist Mugabe eftir því að auka lögmæti valdatilkalls síns eftir hina mjög svo umdeildu síð- ari umferð forsetakosninga á föstudaginn, þar sem hann var einn í framboði. Ekkert benti til að kollegar hans frá öðrum ríkjum álfunnar ætluðu sér að gagnrýna hann harðlega, þrátt fyrir ein- dregna hvatningu vestrænna ráða- manna í þá veru. Bandarískir ráðamenn hafa heitið því að bera málefni Simbab- ve upp til umræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nú í vikunni, og Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, skoraði á Afríku- sambandið að viðurkenna ekki niðurstöðu úrslitaumferðar for- setakosninganna í Simbabve sem Mugabe byggir nú formlegt umboð sitt til valda á. Leiðtogarnir á fundinum „yrðu að gera það tvímælalaust að ekki verði við annað unað en að róttæk- ar breytingar eigi sér stað [í Simb- abve],“ sagði Brown í Lundúnum. Ólíklegt þykir þó að Afríkuleið- togarnir taki undir svo afdráttar- lausar yfirlýsingar. Í stað for- dæmingar er frekar búist við því að leiðtogarnir hvetji Mugabe kurteis lega til að opna á einhvers konar viðræður um að deila völd- um með stjórnarandstöðunni í Simbabve, í takt við það sem gert var í Kenía fyrr á þessu ári (það samkomulag endaði að vísu í ofbeldisöldu). Afríku ber að „gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa stríðandi aðilum í Simbabve til að vinna saman að æðstu hagsmunum lands síns í því skyni að yfirvinna núverandi vanda,“ tjáði Jean Ping, forseti framkvæmdastjórnar Afríkusambandsins, í ávarpi. En einstaka ríkisstjórnir virtust ætla að taka harðari afstöðu. Raila Odinga, forsætisráðherra Kenía, sagði að Afríkusambandið ætti að útiloka Mugabe frá leiðtogafund- inum. „Þeir ættu að reka hann á dyr og senda friðargæslulið til Simbabve til að tryggja frjálsar og réttlátar kosningar,“ sagði Odinga. Utanríkisráðherra Senegals, Cheikh Tidiane Gadio, gagnrýndi hikið við að gagnrýna Mugabe. Hann benti á að Afríkumenn segðu gjarnan að Vesturlönd ættu að láta Afríku í friði og „láta okkur sjálfa um að ákveða örlög okkar“. En þegar stór vandamál komi upp „viljum við ekki tala um þau. Það er ekkert vit í því.“ audunn@frettabladid.is MÆTTUR Robert Mugabe, lengst til hægri, fer fyrir sendinefnd Simbabve á leiðtoga- fundi Afríkusambandsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Afríkuleiðtogar bjóða Mugabe velkominn Robert Mugabe mætti á leiðtogafund Afríkusambandsins í Egyptalandi í gær eins og ekkert væri sjálfsagðara, daginn eftir að hann sór embættiseið sem for- seti Simbabve í sjötta sinn. Aðrir Afríkuleiðtogar héldu gagnrýni í lágmarki. MENNTAMÁL Í dag verða Fjöltækni- skóli Íslands og Iðnskólinn í Reykjavík formlega sameinaðir. Nýtt nafn skólans verður Tækni- skólinn, skóli atvinnulífsins. Tækniskólinn verður stærsti framhaldsskóli landsins. Gert er ráð fyrir því að um 1.800 nemend- ur sitji dagskóla á haustönn. Skólinn er einkarekinn og er rekstrarfélagið í eigu Landsam- bands íslenskra útvegsmanna, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipa- útgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Formleg sameiningarathöfn verður við Iðnskólann á Skóla- vörðuholti í dag klukkan 15. - hþj Stærsti framhaldsskóli Íslands: Tækniskólinn verður stærstur DÓMSMÁL Ungur maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa brotið gegn blygðunarsemi sautján ára stúlku, með því að taka upp á farsíma sinn samfarir vinar síns við stúlkuna í sumar- bústað í fyrra. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að senda tengdamóður sinni brot af mynd- skeiðinu. Rannsókn lögreglu hófst þegar stúlkan kærði vin myndatöku- mannsins fyrir nauðgun. Hún kvaðst lítið muna eftir atburðum, en hún hefði vaknað með honum í rúmi í sumarbústaðnum og bæði hefðu verið nakin. Myndatöku- maðurinn var síðar kærður fyrir að mynda stúlkuna nakta án hennar samþykkis. Á myndskeiðinu mátti hins vegar sjá að fullyrðingar stúlkunnar áttu ekki við rök að styðjast, að því er segir í dómn- um. Þar mátti sjá að stúlkan var ekki andsnúin samræðinu og að henni hafi verið fullkunnugt um myndatökuna og ekki mótmælt henni. Maður inn sendi tengda- móður sinni hluta af myndskeið- inu eftir að stúlkan kærði nauðg- un. Með því vildi hann sýna henni að ásökunin væri ekki rétt. Sá sem myndaði var sýknaður af því að hafa myndað stúlkuna, en sakfelldur fyrir að hafa sent tengdamóðurinni brotið, enda hafi stúlkan ekki gefið samþykki sitt fyrir dreifingunni. Ákvörðun um refsingu er frestað í ljósi þess af hvaða ástæðu myndskeiðið var sent. Það hafi bjargað vini hans, eins og vinurinn bar fyrir dómi. - sh Ungur maður mátti mynda sautján ára stúlku nakta og að stunda kynlíf: Sendi tengdamóður kynlífsupptöku ATBURÐARÁS 1. Stúlkan stundar kynlíf með manni í heitum potti í sumar- bústað í fyrra. 2. Vinur mannsins myndar kynlífið. 3. Stúlkan kærir manninn fyrir nauðgun. 4. Vinurinn sendir tengdamóður sinni hluta myndbandsins til að sanna að engin nauðgun hafi átt sér stað. 5. Vinurinn er kærður fyrir mynda- tökuna. 6. Dómur fellur yfir vininum. MALASÍA, AP Anwar Ibrahim, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa leitað kynferðislega á aðstoðarmann sinn. Samkyn- hneigð er glæpur í Malasíu, en meirihluti íbúa þar er múslímar. Anwar heldur því fram að ásökunin sé runnin undan rifjum ríkis- stjórnar lands- ins, sem vilji halda sér frá völdum. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir samkynhneigð árið 1998, en hæstiréttur landsins ógilti þann dóm árið 2004. Fylgi stjórnarandstöðunnar hefur aukist undanfarið á kostnað veikrar ríkisstjórnar landsins. - gh Stjórnmálamaður í Malasíu: Sakaður um samkynhneigð ANWAR IBRAHIM NEYTENDUR Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í Bónus, um 2,7 prósent á milli verðmælinga ASÍ í annarri og þriðju viku júní, samkvæmt nýjustu niðurstöðum úr könnunum verðlagseftirlitsins. Karfan hækkaði um 1,9 prósent í verslun Krónunnar á milli vikna og um 2 prósent í Samkaupum-Strax. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir tilboð milli vikna skýra sveiflur í verði körfunnar. „Karfan hjá okkur lækkaði í síðustu könnun. Sú staðreynd að sú lækkun gangi til baka nú skýrist af tilboðum á kjötvörum og drykkjarföngum,“ segir Guðmundur. - kg Vörukarfa ASÍ: Karfan hækkar mest í Bónus NORÐUR-KÓREA, AP Bandarískt skip með 37 þúsund tonn af hveiti og öðrum matvælum kom í höfn í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu, í fyrradag. Hveitið er fyrsta sendingin af fimm hundruð þúsund tonnum sem Bandaríkin hafa heitið Norður-Kóreu í matvælaaðstoð. Sendingin kom stuttu eftir að N-Kóreumenn sprengdu kæli- turn helsta kjarnorkuvers landsins til að sýna að þeir stæðu við áætlun um að falla frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa þó hafnað því að hún beiti matvælaaðstoð sem pólitísku þvingunartæki. - gh Bandaríkin gefa mat: Matvælaaðstoð í Norður-Kóreu FLUTNINGASKIP AFFERMT Í PJONGJANG Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök dreifa bandarísku matvælunum um Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HESTAR Hesturinn Jón strauk frá Andvara rétt hjá Heiðmörk á föstudaginn var. Hann var þá nýkominn úr Húnavatnssýslu, þar sem eigandi hestsins býr. „Hann fór á stökki upp í Heiðmörk og það hefur ekki sést til hans síðan þá. Við erum búin að leita um allt höfuðborgar- svæðið,“ segir Guðbjörg Guð- mundsdóttir hestakona sem er miður sín yfir missinum. Jón er stór og mikill hestur, bleikálóttur með tvílitt fax, svart og hvítt. „Þeir sem verða varir við hann geta haft samband í síma 862 7996 eða 820 4961,“ segir Guðbjörg. - vsp Jón týndist í Heiðmörk: Strokuhestur frá Auðkúlu Vilt þú endurvekja strandsigl- ingar við Ísland? Já 90% Nei 10% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga ljósmæður rétt á leiðrétt- ingu launa sinna? Segðu skoðun þína á visir.is. VEÐURFAR „Það var töluvert meira sólskin á suðvesturhorninu í júní í ár en í fyrra,“ segir Trausti Jónson veðurfræðingur. „Ellefu daga í röð skein sólin í meira en tíu klukkustundir, sem er mjög óeðlilegt.“ Júní í ár sker sig ekki úr hópi undanfarinna ára þegar kemur að hitastigi en árið 2006 er hið eina af síðustu sex sem ekki var sólríkt. „Það hefur vissulega verið hlýtt og þurrt en þó ekkert met slegið,“ segir Trausti. „Veðrið hefur ekki verið alveg jafn hagstætt á Austur- og Norðurlandi, en þó ekkert til að kvarta yfir.“ - ges Mikil sól það sem af er sumri: Veðurblíða í júnímánuði SUMAR OG SÓL Veðrið hefur leikið við landann í sumar. Þessir hressu strákar nutu lífsins í Nauthólsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.