Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 45
Sænska listakonan Berit Lind- feldt opnar nýja sýningu á Loft- inu í StartArt listamannahúsi, Laugavegi 12b, á fimmtudag kl. 17. Berit Lindfeldt býr og starfar í Gautaborg og hefur vakið athygli fyrir innihaldsrík verk, sem byggja á hefðbundnum vinnuað- ferðum í bland við tilraunir með ólík efni, hlutföll og áferð. Verk listakonunnar má finna í og við opinberar byggingar í heima- landinu Svíþjóð og nýlega vann hún samkeppni um gerð minnis- merkis til minningar um rithöf- undinn Astrid Lindgren. Verkið er í bænum Vimmerby. Lindfeldt hefur áður sýnt á Íslandi árið 1997 og þá í Nýlistasafninu. Önnur sýning opnar á jarðhæð StartArt á sama tíma á fimmtu- dag. Sú sýning er hluti af sýning- unni Heima sem staðið hefur yfir á Loftinu síðan um miðjan maí. - vþ Sænskur skúlptúr á Laugavegi ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2008 21 menning@frettabladid.is Stór sýning á verkum eftir myndlistarmanninn Guð- mund Ármann Sigurjónsson verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á laugardag. Sýningin verður í öllum sölum safnsins og tekur sérlega til tveggja tímabila í ferli listamannsins. Verkin á sýningu Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar í Lista- safninu á Akureyri eru einkum af tvennum toga; annars vegar hlut- bundnar dúkristur og grafíkverk og hins vegar óhlutbundin málverk. „Grafíkverkin vann ég aðallega á árunum 1968-1980. Þá var ég við nám erlendis og svo við kennslu- störf hér heima og var dálítið inn- blásinn af sósíalisma,“ útskýrir Guðmundur. „Mér þótti á þessum árum myndlist eiga að vera í eins- konar þjónustuhlutverki við almenning og eiga að ná til fólks- ins; þetta voru því að miklu leyti myndir af fólki við störf sín og óhætt að segja að það hafi verið pólitískur þráður í þessari mynd- sköpun. Málverkin á sýningunni eru aftur á móti nýrri og spanna tímabilið frá miðjum tíunda ára- tugnum og fram til dagsins í dag. Ég uppgötvaði um miðjan níunda áratuginn að með þessum pólitísku verkum mínum hafði ég vanrækt fagurfræðina og fór því að snúa mér meira að þeirri hlið myndlistar. Út frá því urðu til óhlutbundin mál- verk sem eru vissulega fremur ólík grafíkverkunum.“ Sameiginlegur tónn í þessum ólíku verkum Guðmundar er þó áhugi og umhyggja gagnvart nátt- úrunni. Guðmundur segir náttúr- una sjá sér fyrir efniviði í mörg af verkum sínum. „Það er kannski erfiðara að sjá náttúruna í óhlut- bundnu verkunum mínum, en hún er þó til staðar í litavalinu og form- unum sem ég nota. Listsköpun mín gengur nokkuð í hringi og því eru verk mín nú farin að þróast aftur í hlutbundnari áttir. Til að mynda er aftur orðið mögulegt að greina landslag í myndum mínum.“ Í tengslum við sýninguna kemur út bók um listsköpun Guðmundar á vegum forlagsins Uppheima. Í bók- inni má bæði sjá dæmi um mynd- list Guðmundar en jafnframt lesa texta eftir Hannes Sigurðsson, for- stöðumann Listasafnsins á Akur- eyri, Kristján Kristjánsson heims- speking og listfræðinginn Shauna Laurel Jones. Pólitík og fagurfræði Leiklistarhátíðin Act alone hefst á Ísafirði á morgun og stendur út vikuna. Á meðal þess sem hátíðin býður upp á er námskeið með Sigurði Skúlasyni leikara um texta- flutning í lausu og bundnu máli. Greining og túlkun texta er mikilvæg öllum leikurum sem og öðrum sem koma fram hvort heldur á bæjarstjórnar- fundum eða á þorrablótum. Námskeiðið er því sérlega hagnýtt fyrir alla sem á einn eða annan hátt þurfa að koma frá sér efni í mæltu máli. Sigurður Skúlason er vel kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpi og í kvikmyndum auk þess sem rödd hans hljómar oft í útvarpi. Óhætt er að segja að Sigurður sé meðal bestu upplesara hér á landi og er því mikill fengur að geta boðið upp á þetta vandaða námskeið á Act alone 2008. Þátttökugjald á námskeið- inu er 10.000 krónur og skráning fer fram hjá Háskólasetri Vestfjarða í síma 450 3040. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang Háskólaseturs, lara@hsvest. is. - vþ Námskeið í textaflutningi Kl. 20.30 Flautuleikarinn Hafdís Vigfúsdóttir heldur tónleika í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Telemann, Kuhlau, Tomasi, Take- mitsu og Piazzolla. Hafdís lauk B. Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2005 og hefur síðan stundað framhaldsnám í flautuleik í París. > Ekki missa af... Heimildarmyndinni Kjötborg eftir þær Helgu Rakel Rafns- dóttur og Huldu Rós Guðna- dóttur, en sýningum á henni lýkur nú í vikunni í Háskóla- bíói. Í myndinni er fylgst með búðarrekstri bræðranna Gunn- ars og Kristjáns í Vesturbæ Reykjavíkur, en þeir leggja sig fram við að veita viðskipta- vinum sínum vandaða og persónulega þjónustu. LOGSUÐA Dúkrista eftir myndlistar- manninn Guðmund Ármann. Listasafn Reykjavíkur tók upp á þeirri nýjung í vetur að framlengja opnunartímann í Hafnarhúsinu til kl. 22 á fimmtudagskvöldum og að nota í leiðinni tækifærið og bjóða upp á lista- og menning- artengda viðburði þessi kvöld. Framtak þetta hefur verið afar vel heppnað og hefur auðgað menningarlíf borgarinnar svo um munar. Viðburða röðin heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld, en þá verður sýnd þar heimildarmynd eftir Egil Örn Egilsson um Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða. Sveinbjörn Beinteinsson bjó lengst af á Draghálsi í Svínadal. Hann var skáld gott, kvæða- og fræðimaður, og eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur og kver auk bókarinnar Bragfræði og hátta- tal, sem er undirstöðurit kvæðamanna. Sveinbjörn leit á náttúruna sem lifandi veru og vildi að menn lifðu í jafnvægi við náttúruöflin. Hann vildi virkja íslenska þjóð- menningu og þá fornu siði og þann arf sem okkur var gefinn af gengnum kynslóðum. Svein- björn var einn af stofnfélögum Ásatrúarfélagsins og allsherjar- goði félagsins frá upphafi til dánardags 1993. Ljóst er að boðskapur Svein- björns um samband manns og náttúru á sérlega upp á pall- borðið hjá þjóðinni um þessar mundir og að auki er aldrei gert of mikið af því að hampa fornum íslenskum menningar- arfi. Því er ekki úr vegi að bregða sér í fimmtudagsbíó og kynnast betur lífi og skoðunum Sveinbjörns Beinteinssonar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum áhugasömum opinn. - vþ Allsherjargoðinn í Hafnarhúsi ÓHEFÐBUNDIN EFNI Verk eftir sænsku listakonuna Berit Lindfeldt. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Viðfangsefni heimildar- myndar Egils Arnar Egils- sonar sem sýnd verður í Hafnarhúsinu á fimmtudag. BMX-Freestyle hjólin Notaðu skynsemina og góða veðrið ...hjólaðu 15% kynningarafsláttur (gildir til 11. júlí) Loksins á Íslandi! Bæjarhrauni 22 220 Hafnarfirði Sími 565 2292 www.hjolasprettur.is GT Slammer, verð áður 29.900 verð nú 25.415 GT Slammer, verð áður 29.900 verð nú 25.415 GT Zone, verð áður 33.900 verð nú 28.815 GT Performer, verð áður 39.900 verð nú 33.915 GT Performer, verð áður 39.900 verð nú 33.915 GT Compe, verð áður 36.900 verð nú 31.365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.