Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 21
ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2008 Hróður frá Refsstöðum er handhafi Sleipnis bikarsins á LM2008, sem er æðstu verðlaun mótsins. Hann er með 126 stig fyrir 54 dæmd af- kvæmi, einu stigi fyrir ofan Sæ frá Bakkakoti, sem er með 125 fyrir 53 dæmd afkvæmi. Flestir höfðu reiknað með því að Sær frá Bakka- koti yrði Sleipnisbikarhafi á þessu Landsmóti. Flest teikn á lofti bentu til þess. Niðurstaðan kom Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðu- nauti, nokkuð á óvart? „Þetta eru töluverðar svipting- ar. Sær lækkar um fjögur stig á meðan Hróður hækkar um eitt. Persónulega átti ég frekar von á því að Sær yrði ofar. Það vant- ar fimmta gírinn í mörg afkvæmi Hróðurs, sem vigtar töluvert í kynbótamatinu. Ég átti því frekar von á að Sær héldi sinni stöðu.“ Eigandi Hróðurs er Mette Mann- seth á Þúfum í Skagafirði. Hann er undan gæðingi Benedikts Líndal, Létti frá Stóra-Ási, Kolfinnssyni frá Kjarnholtum, og Rán frá Refs- stöðum, Náttfaradóttur frá Ytra- Dalsgerði. Léttir er geldingur og á aðeins þrjú skráð afkvæmi. Rán fékk 7,66 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd. Hróður eykur hróðurinn Baugur frá Víðinesi, sonur Hróðurs frá Refsstöðum. Knapi Mette Mannseth. MYND/JENS EINARSSON Frægasti stóðhestur landsins, Orri frá Þúfu, verður til sýnis fyrir Landsmótsgesti á Hestatorgi á LM2008. Einnig Kraflar og Keilir frá Miðsitju. Allir hafa þeir hlotið Sleipnisbikarinn og heiðursverð- laun fyrir afkvæmi. Hestatorg er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla sem tengjast hestamennskunni og er staðsett í Rangárhöllinni, nýrri reiðhöll sem risin er á Gaddstaðaflötum. Dag- skrá verður á Hestatorginu frá fimmtudegi til sunnudags. Þar munu aðilar torgsins kynna starf- semi sína. Þekktir reiðkennarar stíga á stokk, og á bak, og miðla af reynslu sinni. Síðast en ekki síst verður hægt að berja þar augum hinn fræga Sleipnisbikar, æðstu verðlaun mótsins. Orri frá Þúfu á Hestatorgi Orri frá Þúfu. MYND/JENS EINARSSON Toyota á Íslandi hefur heitið nýjum Hilux jeppa að verðmæti 4,3 milljónir króna á þann sem slær heimsmet Drífu frá Haf- steinsstöðum í 100 metra skeiði á LM2008. Metið er 7,18 sekúndur. Drífa er eitt fljótasta skeiðhross í heimi. Hún setti metið í fyrra á skeiðleikum Skeiðfélagsins á velli Sleipnis á Selfossi. Hún gæti auðveldlega slegið það aftur við góðar aðstæður. Hefur ótal sinn- um hlaupið undir 7,5 sekúndum. Hundrað metra skeiðið er ung keppnisgrein. Nýtt heimsmet hefur verið slegið á hverju ári undanfarin ár. Það má því segja að helmingslíkur séu að metið verði slegið. Hlaupið er á dag- skrá klukkan 19.30 á laugardags- kvöldið. Sjá meira á bls. 2. Hilux fyrir heimsmet Kristinn G. Bjarnason og Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM2008, við nýja Hiluxinn. MYND/TOYOTA Á ÍSLANDI Börnum mun ekki leiðast á LM2008. Húsasmiðjan hefur í samvinnu við LM2008 sett upp leiksvæði fyrir börn á Gadd- staðaflötum, Húsasmiðjugarð- inn. Þar verður stanslaus dag- skrá fyrir börn á öllum aldri frá morgni til kvölds. Í garðinum verða kindur og hestar, rólur og vegasölt, sandkassar og renni- brautir, heybaggar, sparkvöllur og leiktjöld. Jónsi mætir í garð- inn með „Landsmótshreystina“ og Sveppi mætir líka. Halla og Gulli syngja lög úr söngleikn- um Abbababb og Búri og Bína syngja lög sem allir krakkar kunna. Og svo verður söngva- keppni þar sem jafnvel ÞÚ getur unnið! Þess má geta að frítt er inn í Húsasmiðjugarðinn og barna- gæsla er í boði Húsasmiðjunnar. Húsasmiðju- garðurinn slær öll met Leiktæki af öllum stærðum og gerðum verða í Húsasmiðjugarðinum. MYND/JENS EINARSSON Landsmót hestamanna hófst á Gaddstaðaflötum við Hellu í gær. Mótið nær hápunkti um helgina. Búist er við tólf til fjórtán þúsund áhorfendum, þar af nokkur þúsund erlendum gestum. LUKKA KOM EKKI Á ÓVART Eitt þeirra hrossa sem Landsmóts- gestir fá að njóta er hryssan Lukka frá Stóra-Vatnsskarði. Hún kemur með hæstu einkunn kynbótahrossa inn á mótið, 8,86 í aðaleinkunn, þar af 9,13 fyrir kosti. Hún sló heims- met Rauðhettu frá Kirkjubæ og Divu frá Gategården, sem báðar eru með 8,81 í aðaleinkunn. Það sem ekki síst hefur vakið athygli varðandi þennan mikla og fagra gæðing, er að hún á ekki til frægra né hátt dæmdra hrossa að telja. Benedikt G. Benediktsson, eig- andi Lukku, segir að hún hafi ekki komið sér á óvart. „Lukka kom mér ekki á óvart. Ég þekki það sem að henni stend- ur. Það er hins vegar einstök heppni þegar hross verður svona afburða gott. Það hefði getað gerst hjá hvaða ræktanda sem er. En að- alatriðið er að hafa trú á því sem maður er með í höndunum. Dómar á hrossum segja ekki nærri alltaf alla söguna. Það getur svo margt komið upp á,“ segir Benedikt. TVÆR SVARTAR STJÖRNUR Fleiri stjörnur verða á LM2008. Kappi frá Kommu og Seiður frá Flugumýri II eru báðir kolsvartir fjögra vetra stóðhestar. Þeir settu báðir heimsmet í einkunn í for- skoðun, báðir sýndir af hinni snjöllu Mette Mannseth. Marg- ir bíða spenntir eftir að sjá þessa fola. Þá er búist við afar harðri og spennandi keppni í B flokki gæðinga, en þar er hver snilling- urinn upp af öðrum skráður til leiks. Og svo er að sjá hvort Sig- urbirni Bárðarsyni tekst að sigra í A flokki gæðinga á Landsmóti, en það eru einu gullverðlaunin sem hann hefur ekki unnið á ferli sínum. Lukka á Landsmóti Lukka frá Stóra-Vatnsskarði. Knapi Hans Þór Hilmarsson. MYND/JENS EINARSSON Gári frá Auðsholtshjáleigu er efstur stóðhesta sem keppa til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi á LM2008. Hann er með nokkuð af- gerandi forystu, 125 stig fyrir 18 dæmd afkvæmi. Gári er undan Orra frá Þúfu og Limru frá Laugar- vatni. Í öðru sæti er Huginn frá Haga með 120 stig og 30 dæmd afkvæmi. Í þriðja sæti Aron frá Strandarhöfði með 119 stig og 39 dæmd afkvæmi. Í fjórða sæti er Hágangur frá Narfastöðum með 118 stig og 16 dæmd afkvæmi, í fimmta sæti Þyrnir frá Þórodds- stöðum með 118 stig og 23 dæmd afkvæmi, í sjötta sæti Dynur frá Hvammi með 117 stig og 54 af- kvæmi. Gári með gullið fyrir afkvæmi Gári frá Auðsholtshjáleigu. Knapi Lena Zielinski. MYND/JENS EINARSSON AA-fundir verða haldnir í félags- heimilinu Dynskálum á Hellu alla Landsmótsvikuna og eru þeir klukkan 23.30. Endilega látið sjá ykkur. AA deildin á Hellu. AA-fundir á Landsmóti Rúnar Geir Ólafsson er með búfjárræktardellu BLS. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.