Fréttablaðið - 01.07.2008, Síða 21

Fréttablaðið - 01.07.2008, Síða 21
ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2008 Hróður frá Refsstöðum er handhafi Sleipnis bikarsins á LM2008, sem er æðstu verðlaun mótsins. Hann er með 126 stig fyrir 54 dæmd af- kvæmi, einu stigi fyrir ofan Sæ frá Bakkakoti, sem er með 125 fyrir 53 dæmd afkvæmi. Flestir höfðu reiknað með því að Sær frá Bakka- koti yrði Sleipnisbikarhafi á þessu Landsmóti. Flest teikn á lofti bentu til þess. Niðurstaðan kom Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðu- nauti, nokkuð á óvart? „Þetta eru töluverðar svipting- ar. Sær lækkar um fjögur stig á meðan Hróður hækkar um eitt. Persónulega átti ég frekar von á því að Sær yrði ofar. Það vant- ar fimmta gírinn í mörg afkvæmi Hróðurs, sem vigtar töluvert í kynbótamatinu. Ég átti því frekar von á að Sær héldi sinni stöðu.“ Eigandi Hróðurs er Mette Mann- seth á Þúfum í Skagafirði. Hann er undan gæðingi Benedikts Líndal, Létti frá Stóra-Ási, Kolfinnssyni frá Kjarnholtum, og Rán frá Refs- stöðum, Náttfaradóttur frá Ytra- Dalsgerði. Léttir er geldingur og á aðeins þrjú skráð afkvæmi. Rán fékk 7,66 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd. Hróður eykur hróðurinn Baugur frá Víðinesi, sonur Hróðurs frá Refsstöðum. Knapi Mette Mannseth. MYND/JENS EINARSSON Frægasti stóðhestur landsins, Orri frá Þúfu, verður til sýnis fyrir Landsmótsgesti á Hestatorgi á LM2008. Einnig Kraflar og Keilir frá Miðsitju. Allir hafa þeir hlotið Sleipnisbikarinn og heiðursverð- laun fyrir afkvæmi. Hestatorg er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla sem tengjast hestamennskunni og er staðsett í Rangárhöllinni, nýrri reiðhöll sem risin er á Gaddstaðaflötum. Dag- skrá verður á Hestatorginu frá fimmtudegi til sunnudags. Þar munu aðilar torgsins kynna starf- semi sína. Þekktir reiðkennarar stíga á stokk, og á bak, og miðla af reynslu sinni. Síðast en ekki síst verður hægt að berja þar augum hinn fræga Sleipnisbikar, æðstu verðlaun mótsins. Orri frá Þúfu á Hestatorgi Orri frá Þúfu. MYND/JENS EINARSSON Toyota á Íslandi hefur heitið nýjum Hilux jeppa að verðmæti 4,3 milljónir króna á þann sem slær heimsmet Drífu frá Haf- steinsstöðum í 100 metra skeiði á LM2008. Metið er 7,18 sekúndur. Drífa er eitt fljótasta skeiðhross í heimi. Hún setti metið í fyrra á skeiðleikum Skeiðfélagsins á velli Sleipnis á Selfossi. Hún gæti auðveldlega slegið það aftur við góðar aðstæður. Hefur ótal sinn- um hlaupið undir 7,5 sekúndum. Hundrað metra skeiðið er ung keppnisgrein. Nýtt heimsmet hefur verið slegið á hverju ári undanfarin ár. Það má því segja að helmingslíkur séu að metið verði slegið. Hlaupið er á dag- skrá klukkan 19.30 á laugardags- kvöldið. Sjá meira á bls. 2. Hilux fyrir heimsmet Kristinn G. Bjarnason og Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM2008, við nýja Hiluxinn. MYND/TOYOTA Á ÍSLANDI Börnum mun ekki leiðast á LM2008. Húsasmiðjan hefur í samvinnu við LM2008 sett upp leiksvæði fyrir börn á Gadd- staðaflötum, Húsasmiðjugarð- inn. Þar verður stanslaus dag- skrá fyrir börn á öllum aldri frá morgni til kvölds. Í garðinum verða kindur og hestar, rólur og vegasölt, sandkassar og renni- brautir, heybaggar, sparkvöllur og leiktjöld. Jónsi mætir í garð- inn með „Landsmótshreystina“ og Sveppi mætir líka. Halla og Gulli syngja lög úr söngleikn- um Abbababb og Búri og Bína syngja lög sem allir krakkar kunna. Og svo verður söngva- keppni þar sem jafnvel ÞÚ getur unnið! Þess má geta að frítt er inn í Húsasmiðjugarðinn og barna- gæsla er í boði Húsasmiðjunnar. Húsasmiðju- garðurinn slær öll met Leiktæki af öllum stærðum og gerðum verða í Húsasmiðjugarðinum. MYND/JENS EINARSSON Landsmót hestamanna hófst á Gaddstaðaflötum við Hellu í gær. Mótið nær hápunkti um helgina. Búist er við tólf til fjórtán þúsund áhorfendum, þar af nokkur þúsund erlendum gestum. LUKKA KOM EKKI Á ÓVART Eitt þeirra hrossa sem Landsmóts- gestir fá að njóta er hryssan Lukka frá Stóra-Vatnsskarði. Hún kemur með hæstu einkunn kynbótahrossa inn á mótið, 8,86 í aðaleinkunn, þar af 9,13 fyrir kosti. Hún sló heims- met Rauðhettu frá Kirkjubæ og Divu frá Gategården, sem báðar eru með 8,81 í aðaleinkunn. Það sem ekki síst hefur vakið athygli varðandi þennan mikla og fagra gæðing, er að hún á ekki til frægra né hátt dæmdra hrossa að telja. Benedikt G. Benediktsson, eig- andi Lukku, segir að hún hafi ekki komið sér á óvart. „Lukka kom mér ekki á óvart. Ég þekki það sem að henni stend- ur. Það er hins vegar einstök heppni þegar hross verður svona afburða gott. Það hefði getað gerst hjá hvaða ræktanda sem er. En að- alatriðið er að hafa trú á því sem maður er með í höndunum. Dómar á hrossum segja ekki nærri alltaf alla söguna. Það getur svo margt komið upp á,“ segir Benedikt. TVÆR SVARTAR STJÖRNUR Fleiri stjörnur verða á LM2008. Kappi frá Kommu og Seiður frá Flugumýri II eru báðir kolsvartir fjögra vetra stóðhestar. Þeir settu báðir heimsmet í einkunn í for- skoðun, báðir sýndir af hinni snjöllu Mette Mannseth. Marg- ir bíða spenntir eftir að sjá þessa fola. Þá er búist við afar harðri og spennandi keppni í B flokki gæðinga, en þar er hver snilling- urinn upp af öðrum skráður til leiks. Og svo er að sjá hvort Sig- urbirni Bárðarsyni tekst að sigra í A flokki gæðinga á Landsmóti, en það eru einu gullverðlaunin sem hann hefur ekki unnið á ferli sínum. Lukka á Landsmóti Lukka frá Stóra-Vatnsskarði. Knapi Hans Þór Hilmarsson. MYND/JENS EINARSSON Gári frá Auðsholtshjáleigu er efstur stóðhesta sem keppa til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi á LM2008. Hann er með nokkuð af- gerandi forystu, 125 stig fyrir 18 dæmd afkvæmi. Gári er undan Orra frá Þúfu og Limru frá Laugar- vatni. Í öðru sæti er Huginn frá Haga með 120 stig og 30 dæmd afkvæmi. Í þriðja sæti Aron frá Strandarhöfði með 119 stig og 39 dæmd afkvæmi. Í fjórða sæti er Hágangur frá Narfastöðum með 118 stig og 16 dæmd afkvæmi, í fimmta sæti Þyrnir frá Þórodds- stöðum með 118 stig og 23 dæmd afkvæmi, í sjötta sæti Dynur frá Hvammi með 117 stig og 54 af- kvæmi. Gári með gullið fyrir afkvæmi Gári frá Auðsholtshjáleigu. Knapi Lena Zielinski. MYND/JENS EINARSSON AA-fundir verða haldnir í félags- heimilinu Dynskálum á Hellu alla Landsmótsvikuna og eru þeir klukkan 23.30. Endilega látið sjá ykkur. AA deildin á Hellu. AA-fundir á Landsmóti Rúnar Geir Ólafsson er með búfjárræktardellu BLS. 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.