Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 28
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 Það er hánótt, en samt er næst- um því eins bjart og dagur væri. Sólin neitar að setjast. Hún felur sig kannski augnablik á bak við fjall eða hæð, en svo kemur hún aftur og sveipar nóttina dulúðlegri birtu. Ég fæ á tilfinninguna að æv- intýri sé á næsta leiti. Þetta var stórkostlegur dagur. Mér finnst ég hafa séð öll bestu hross heimsins. Íslenski hesturinn er auðvitað sá lang fallegasti. Á morgun ætla ég að kaupa mér folald, hryssu. Ég er alveg handviss um að gæfan mun ganga í lið með okkur. Hún mun verða ein af þeim bestu og gefa mér marga frábæra gæðinga. Ég stíg út úr tjaldinu og út í nótt- ina – á vit ævintýranna. Kannski hitti ég gamla vini? Kannski nýja? Kannski ástina? Tónlistin frá stóra hvíta tjaldinu berst út í bjarta sumar nóttina. Fólk situr fyrir utan tjöld og hjólhýsi í daufu ljósinu frá prímusnum, spjallar, syngur! Næst- um allir kunna að syngja. Hross drúpa höfði í litlum hólfum rétt hjá, sátt og örugg. Hvar er ég eiginlega? Þetta hlýtur að vera himnaríki! EITT ÞÚSUND HROSS Á Landsmóti leiða menn saman hesta sína. Um eitt þúsund hross taka þátt í sýningum og keppni á LM2008: Gæðinga-, barna-, ungl- inga- og ungmennakeppni, tölt- keppni, skeiðkappreiðum, kynbóta- sýningum og ræktunarbússýning- um. Getur þú ímyndað þér það? Eitt þúsund þrautþjálfaðir íslenskir gæðingar á einum stað! Mótið tekur heila viku. Byrjar á mánudegi með forkeppni í hinum ýmsu greinum og lýkur á sunnu- degi með úrslitum og verðlauna- afhendingum. Þeir sem eru á kafi í hrossarækt fá allt fyrir peninginn. Kynbótasýningar eru alla mótsdag- ana. Fyrst einstaklingsdómar, síðan yfirlitssýningar og svo verðlauna- afhendingar. Ræktunarbússýningar eru sér- stakur kapítuli á Landsmótum og vekja ævinlega mikla lukku. Þær eru einskonar sambland af gæð- inga- og kynbótasýningum. Þar koma fram mörg af bestu hross- um mótsins frá tíu til fimmtán bestu ræktunarbúum landsins. Það er ævin lega mikil stemning, dúnd- randi tónlist og lifandi samband milli sýnenda og áhorfenda. LANDSMÓT ER GÆÐASTIMPILL Allir sem eru í hestamennsku og vilja ná árangri í reiðmennsku eða ræktun vilja komast með hross á Landsmót. Í því felst ákveðinn gæðastimpill. Takmarki er náð. Þeir sem ekki komast inn upplifa jafnvel dálitla höfnun – eða alveg þangað til þeir eru komnir í brekkuna! Þá gleymist öll sorg og sút. Landsmót- in eru mælikvarði á árangur. Ertu í hópi þeirra bestu? Í sögu Landsmótanna hafa nokkr- ir skarað fram úr og dregið vagn- inn. Annað hvort sem ræktend- ur eða knapar – eða hvort tveggja! Má þar nefna Svein Guðmundsson á Sauðárkróki, Jóhann Þorsteinsson Landsmót – næsti bær við himnaríki ● Ég stíg út úr tjaldinu og út í nóttina – á vit ævintýranna. Kannski hitti ég gamla vini? Kannski nýja? Kannski ástina? Tvær vinkonur á bjartri sumarnótt. MYND/JENS EINARSSON Gæðingurinn Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson. MYND/JENS EINARSSON Landsmót hestamanna eru öðrum þræði fjölskylduskemmtun. Geisli frá Sælukoti, knapi Steingrímur Sigurðsson. MYND/EIRÍKUR JÓNSSON LÍTTU VIÐ ÞAÐ GÆTI BORGAÐ SIG, VIÐ ERUM Í ALFARA LEIÐ Knapinn • Borgarbraut 58 • 310 Borgarnes • Sími 4370001 • Netfang: knapinn.is • www.knapinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.