Fréttablaðið - 01.07.2008, Page 28

Fréttablaðið - 01.07.2008, Page 28
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 Það er hánótt, en samt er næst- um því eins bjart og dagur væri. Sólin neitar að setjast. Hún felur sig kannski augnablik á bak við fjall eða hæð, en svo kemur hún aftur og sveipar nóttina dulúðlegri birtu. Ég fæ á tilfinninguna að æv- intýri sé á næsta leiti. Þetta var stórkostlegur dagur. Mér finnst ég hafa séð öll bestu hross heimsins. Íslenski hesturinn er auðvitað sá lang fallegasti. Á morgun ætla ég að kaupa mér folald, hryssu. Ég er alveg handviss um að gæfan mun ganga í lið með okkur. Hún mun verða ein af þeim bestu og gefa mér marga frábæra gæðinga. Ég stíg út úr tjaldinu og út í nótt- ina – á vit ævintýranna. Kannski hitti ég gamla vini? Kannski nýja? Kannski ástina? Tónlistin frá stóra hvíta tjaldinu berst út í bjarta sumar nóttina. Fólk situr fyrir utan tjöld og hjólhýsi í daufu ljósinu frá prímusnum, spjallar, syngur! Næst- um allir kunna að syngja. Hross drúpa höfði í litlum hólfum rétt hjá, sátt og örugg. Hvar er ég eiginlega? Þetta hlýtur að vera himnaríki! EITT ÞÚSUND HROSS Á Landsmóti leiða menn saman hesta sína. Um eitt þúsund hross taka þátt í sýningum og keppni á LM2008: Gæðinga-, barna-, ungl- inga- og ungmennakeppni, tölt- keppni, skeiðkappreiðum, kynbóta- sýningum og ræktunarbússýning- um. Getur þú ímyndað þér það? Eitt þúsund þrautþjálfaðir íslenskir gæðingar á einum stað! Mótið tekur heila viku. Byrjar á mánudegi með forkeppni í hinum ýmsu greinum og lýkur á sunnu- degi með úrslitum og verðlauna- afhendingum. Þeir sem eru á kafi í hrossarækt fá allt fyrir peninginn. Kynbótasýningar eru alla mótsdag- ana. Fyrst einstaklingsdómar, síðan yfirlitssýningar og svo verðlauna- afhendingar. Ræktunarbússýningar eru sér- stakur kapítuli á Landsmótum og vekja ævinlega mikla lukku. Þær eru einskonar sambland af gæð- inga- og kynbótasýningum. Þar koma fram mörg af bestu hross- um mótsins frá tíu til fimmtán bestu ræktunarbúum landsins. Það er ævin lega mikil stemning, dúnd- randi tónlist og lifandi samband milli sýnenda og áhorfenda. LANDSMÓT ER GÆÐASTIMPILL Allir sem eru í hestamennsku og vilja ná árangri í reiðmennsku eða ræktun vilja komast með hross á Landsmót. Í því felst ákveðinn gæðastimpill. Takmarki er náð. Þeir sem ekki komast inn upplifa jafnvel dálitla höfnun – eða alveg þangað til þeir eru komnir í brekkuna! Þá gleymist öll sorg og sút. Landsmót- in eru mælikvarði á árangur. Ertu í hópi þeirra bestu? Í sögu Landsmótanna hafa nokkr- ir skarað fram úr og dregið vagn- inn. Annað hvort sem ræktend- ur eða knapar – eða hvort tveggja! Má þar nefna Svein Guðmundsson á Sauðárkróki, Jóhann Þorsteinsson Landsmót – næsti bær við himnaríki ● Ég stíg út úr tjaldinu og út í nóttina – á vit ævintýranna. Kannski hitti ég gamla vini? Kannski nýja? Kannski ástina? Tvær vinkonur á bjartri sumarnótt. MYND/JENS EINARSSON Gæðingurinn Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson. MYND/JENS EINARSSON Landsmót hestamanna eru öðrum þræði fjölskylduskemmtun. Geisli frá Sælukoti, knapi Steingrímur Sigurðsson. MYND/EIRÍKUR JÓNSSON LÍTTU VIÐ ÞAÐ GÆTI BORGAÐ SIG, VIÐ ERUM Í ALFARA LEIÐ Knapinn • Borgarbraut 58 • 310 Borgarnes • Sími 4370001 • Netfang: knapinn.is • www.knapinn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.