Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 34
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR14
Birgir Sigurjónsson, fyrrverandi
formaður Sörla, er á áttræðis-
aldri. Hann rekur ennþá sitt
eigið fyrirtæki, er með ólækn-
andi fornbíladellu og fer í hesta-
ferð á hverju sumri.
„Sörlafélagar fara í eina skipu-
lagða hestaferð á vegum félags-
ins á hverju ári, í framhaldi af
sleppitúrnum,“ segir Birgir.
„Ég læt mig aldrei vanta. Þetta
er ódýr ferð, innan við þrjátíu
þúsund krónur á mann með tvo
hesta. Og svo er félagsskapurinn
svo góður. Í þetta skiptið höfð-
um við bækistöð á Rjúpnavöll-
um, sem eru við rætur Heklu.
Það er mjög þægilegt að gista
alltaf á sama stað við góðar að-
stæður. Við vorum í sex daga.
Riðum á hverjum degi á fallega
staði í grenndinni undir styrkri
leiðsögn Kristins Guðnason-
ar í Árbæjarhjáleigu. Það voru
um fimmtíu manns í ferðinni og
hundrað og sextíu hross.“
Já, það er sannarlega nóg
um að vera hjá Birgi. Þegar LH
Hestar ræddu við hann var hann
á leiðinni á landsmót Fornbíla-
klúbbsins, sem haldið var á Sel-
fossi síðastliðna helgi. Sjálfur á
Birgir þrjá fornbíla á skrá. En
það er bara til að hita sig upp.
Síðan tekur við Landsmót hesta-
manna á Gaddstaðaflötum. Það
er eins og Erling Sigurðsson
segir: Aldur er afstæður! Við
látum hér fylgja með nokkrar
myndir úr ferðinni.
Unglamb á áttræðisaldri
Birgir ásamt dóttur sinni Ragnhildi þegar Sörlahópurinn var undir Heklurótum í
steikjandi hita og mýryki. MYND/JENS EINARSSON
„Og stigháir fákar, framhjá mér þutu, án myndar og hljóðs.“
Óhætt er að segja að landsliðið
í skemmtanabransanum verði á
LM2008. Fyrstan skal telja Helga
Björnsson, söngvara, leikara og
hestamann með meiru. Hann mun
meðal annars flytja lög af nýrri
plötu sinni, þar sem hann tekur
fyrir gamlar íslenskar hesta-
vísur. Örn Árnason og Óskar
Pétursson láta sig ekki vanta og
poppstjarna Suðurlands, Labbi í
Mánum, mun sjá um danstónlist-
ina á föstudagskvöldið.
Þeir Jón Jósep Snæbjörns-
son og Einar Örn munu síðan
krýna sigurvegarann í söngva-
keppni barnanna á laugardags-
kvöldið. Hin landsþekkta hljóm-
sveit Merzedes Club opnar síðan
dagskrána á útisviðinu. Hundur
í óskilum tekur lagið og Jónsi
sér um brekkusöng. Það verða
svo engir aðrir en Hjálmar sem
sjá um dansmúsíkina. Dagskrá
í heild sinni má nálgast á www.
landsmot.is.
Landsliðið í skemmtanabransanum
Hin geysivinsæla hljómsveit Merzedes Club mun skemmta á Landsmóti hestamanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
Birgir er hvergi banginn þótt freyði um bógana. MYND/JENS EINARSSON
Víkingaarfleifðin er hluti af sögu og
menningu okkar Íslendinga. Í dag
eru víkingar, gráir fyrir járnum,
aufúsugestir á samkomum af ýmsu
tagi. Þeir verða á LM2008.
Víkingafélagið Rimmugýgur í
Hafnarfirði er elsta víkingafélag-
ið á Íslandi. Heitir það eftir öxi
Skarphéðins Njálssonar, Rimmu-
gýgi. Félagar eru á ýmsum aldri og
af báðum kynjum. Þeir hafa um ára-
bil sett upp sýningar og skemmtiat-
riði þar sem orrustur víkinga eru
fyrirmyndin. Bardagalistin er þó
ekki það eina sem þeir bjóða upp
á til skemmtunar. Menning vík-
inganna er einnig höfð í hávegum,
svo og handverk frá víkingatíman-
um. Á LM2008 munu víkingar bjóða
upp á bæði bardaga- og handverks-
sýningar. Frændur félaga í Rimmu-
gýgi, þeir úr víkingafélaginu Hring-
horna á Akranesi, munu koma í
heimsókn, en þeir sérhæfa sig í
leikjum víkinga. Það mun því verða
vopnaglamur á Njáluslóð á LM2008.
Víkingar berjast á Rangárbökkum
Félagar í víkingafélaginu Rimmugýgi. MYND/HELGI INGASON