Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 34
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR14 Birgir Sigurjónsson, fyrrverandi formaður Sörla, er á áttræðis- aldri. Hann rekur ennþá sitt eigið fyrirtæki, er með ólækn- andi fornbíladellu og fer í hesta- ferð á hverju sumri. „Sörlafélagar fara í eina skipu- lagða hestaferð á vegum félags- ins á hverju ári, í framhaldi af sleppitúrnum,“ segir Birgir. „Ég læt mig aldrei vanta. Þetta er ódýr ferð, innan við þrjátíu þúsund krónur á mann með tvo hesta. Og svo er félagsskapurinn svo góður. Í þetta skiptið höfð- um við bækistöð á Rjúpnavöll- um, sem eru við rætur Heklu. Það er mjög þægilegt að gista alltaf á sama stað við góðar að- stæður. Við vorum í sex daga. Riðum á hverjum degi á fallega staði í grenndinni undir styrkri leiðsögn Kristins Guðnason- ar í Árbæjarhjáleigu. Það voru um fimmtíu manns í ferðinni og hundrað og sextíu hross.“ Já, það er sannarlega nóg um að vera hjá Birgi. Þegar LH Hestar ræddu við hann var hann á leiðinni á landsmót Fornbíla- klúbbsins, sem haldið var á Sel- fossi síðastliðna helgi. Sjálfur á Birgir þrjá fornbíla á skrá. En það er bara til að hita sig upp. Síðan tekur við Landsmót hesta- manna á Gaddstaðaflötum. Það er eins og Erling Sigurðsson segir: Aldur er afstæður! Við látum hér fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni. Unglamb á áttræðisaldri Birgir ásamt dóttur sinni Ragnhildi þegar Sörlahópurinn var undir Heklurótum í steikjandi hita og mýryki. MYND/JENS EINARSSON „Og stigháir fákar, framhjá mér þutu, án myndar og hljóðs.“ Óhætt er að segja að landsliðið í skemmtanabransanum verði á LM2008. Fyrstan skal telja Helga Björnsson, söngvara, leikara og hestamann með meiru. Hann mun meðal annars flytja lög af nýrri plötu sinni, þar sem hann tekur fyrir gamlar íslenskar hesta- vísur. Örn Árnason og Óskar Pétursson láta sig ekki vanta og poppstjarna Suðurlands, Labbi í Mánum, mun sjá um danstónlist- ina á föstudagskvöldið. Þeir Jón Jósep Snæbjörns- son og Einar Örn munu síðan krýna sigurvegarann í söngva- keppni barnanna á laugardags- kvöldið. Hin landsþekkta hljóm- sveit Merzedes Club opnar síðan dagskrána á útisviðinu. Hundur í óskilum tekur lagið og Jónsi sér um brekkusöng. Það verða svo engir aðrir en Hjálmar sem sjá um dansmúsíkina. Dagskrá í heild sinni má nálgast á www. landsmot.is. Landsliðið í skemmtanabransanum Hin geysivinsæla hljómsveit Merzedes Club mun skemmta á Landsmóti hestamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Birgir er hvergi banginn þótt freyði um bógana. MYND/JENS EINARSSON Víkingaarfleifðin er hluti af sögu og menningu okkar Íslendinga. Í dag eru víkingar, gráir fyrir járnum, aufúsugestir á samkomum af ýmsu tagi. Þeir verða á LM2008. Víkingafélagið Rimmugýgur í Hafnarfirði er elsta víkingafélag- ið á Íslandi. Heitir það eftir öxi Skarphéðins Njálssonar, Rimmu- gýgi. Félagar eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum. Þeir hafa um ára- bil sett upp sýningar og skemmtiat- riði þar sem orrustur víkinga eru fyrirmyndin. Bardagalistin er þó ekki það eina sem þeir bjóða upp á til skemmtunar. Menning vík- inganna er einnig höfð í hávegum, svo og handverk frá víkingatíman- um. Á LM2008 munu víkingar bjóða upp á bæði bardaga- og handverks- sýningar. Frændur félaga í Rimmu- gýgi, þeir úr víkingafélaginu Hring- horna á Akranesi, munu koma í heimsókn, en þeir sérhæfa sig í leikjum víkinga. Það mun því verða vopnaglamur á Njáluslóð á LM2008. Víkingar berjast á Rangárbökkum Félagar í víkingafélaginu Rimmugýgi. MYND/HELGI INGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.