Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 8
8 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR
1 Hverjir unnu Evrópumeistara-
mótið í knattspyrnu á sunnu-
dag?
2 Hver er aðstoðarmaður
borgarstjóra?
3 Hvað seldi Bretinn Ian Usher
„líf“ sitt fyrir mikið?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30.
Súðavík
Ísafjörður
Sparaðu hjá Orkunni í dag!
SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR!
-2 krónur
á Súðavík
í dag!
Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er
175,6 kr. á 95 okt. bensíni og 192,1 kr. á dísel.
M.v. verð 1. júlí 2008.
KÓPAVOGUR Heilbrigðisnefnd
Hafnar fjarðar og Kópavogs þarf
aftur að taka til athugunar kröfu
Einingarverksmiðjunnar Borgar
ehf. í Kópavogi um að starfsleyfi
verksmiðjunnar nái bæði til ein-
ingastöðvar og steypustöðvar.
Þetta er niðurstaða úrskurðar-
nefnar um heilsu- og mengunar-
mál frá því í síðustu viku. Heil-
brigðisnefndin hafði áður hafnað
kröfu Borgar.
„Það voru það miklir ágallar á
málsmeðferð nefndarinnar að
henni var falið að vinna málið upp
á nýtt og í þetta skiptið eins og
menn,“ segir Hermann Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Borgar.
Hann segir að starfsleyfið gilda
fyrir steypueiningaverksmiðju og
ná því yfir framleiðslu og sölu á
steypu.
Því er Kópavogsbær ekki sam-
mála. „Þeir báðu bara um leyfi
fyrir einingaverksmiðju og fengu
það. Kópavogsbær telur hins vegar
að starfsleyfið nái ekki til þess að
framleiða steinsteypu og selja á
almennum markaði eins og þeir
hafa gert,“ segir Þór Jónsson, upp-
lýsingafulltrúi Kópavogs bæjar.
„Kópavogsbær tekur undir
áhyggjur íbúa við Bakkabraut og
hefur miklar áhyggjur af mengun
og umgengni á þessum stað,“ segir
Þór - vsp
Úrskurðarnefnd um heilsu- og mengunarmál vísar máli Borgar aftur til nefndar:
Ágallar á meðferð heilbrigðisnefndar
STEYPUBÍLL FRÁ BORG Þessi mynd náð-
ist af steypubíl frá Einingaverksmiðjunni
Borg dæla steypu í sjóinn. Myndin var
tekin á síðasta ári. MYND/RAYMOND
REYKJANES Akkeri úr seglskipinu
Jamestown var halað upp af
hafsbotni fyrir utan Hafnir á
Reykjanesi í vikunni. Það hafði
legið þar í ein 127 ár en það sökk
árið 1881, eftir að hafa rekið
mannlaust að Ósabotnum.
Elsta húsið í Sandgerði er reist
með timbri úr Jamestown-skipinu,
og stendur til að akkerinu, sem er
tvö tonn á þyngdina, verði stillt
upp við hlið Efra-Sandgerðis.
Tómas J. Knútsson kafari hefur
unnið að björguninni ásamt
öðrum kafara, Davíð Sigurþórs-
syni, en undirbúningur þessa
hófst árið 2002.
Akkerið er geymt á bak við
Fræðasetrið í Sandgerði í sjókeri,
til að koma í veg fyrir málm-
skemmdir.
Vefsíðan 245.is greindi frá. - kóþ
Akkeri af Jamestown-skipinu:
Híft úr sjó eftir
127 ár á botni
RÍKISÚTVARPIÐ „Starfsmenn eru
almennt slegnir. Ég held að fólk
hafi ekki reiknað með þessu í dag,“
segir Heiðar Örn Sigurfinnsson,
trúnaðarmaður starfsmanna
Fréttastofu Útvarps.
„Við höfum verið að segja fréttir
af fjöldauppsögnum í samfélaginu
en bjuggumst ekki við að þetta
kæmi til hjá okkur sjálfum,“ segir
Heiðar.
Á starfsmannafundi Ríkis-
útvarpsins sem haldinn var í gær
tilkynnti Páll Magnússon útvarps-
stjóri að stöðugildum innan
stofnunarinnar yrði fækkað um
tuttugu. Þar af
væri átta starfs-
mönnum sagt upp
og átta væru að
hætta. Ekki yrði
ráðið í þær stöður
á ný og ekki yrði
ráðið í afleysingar
í þær fjórar stöður
þar sem starfs-
menn væru að taka
orlof. Starfsmenn
RÚV verða þá um
300 talsins.
Heiðar Örn segir að af þeim
átta starfsmönnum sem var sagt
upp hafi fimm eða sex starfað hjá
Fréttastofu Útvarps.
Páll Magnússon útvarpsstjóri
segir ástæðu uppsagnanna vera að
forsendur hafi ekki staðist. Í lang-
tímarekstraráætlunum við breyt-
ingu reksturs Ríkisútvarpsins hafi
tekjuforsenda samningsins milli
Ríkisútvarpsins og stjórnvalda
verið sú að tekjur af afnotagjöld-
um væru ekki minni að raungildi
en þær voru árið 2006.
„Þessi forsenda hefur ekki
staðist og á þessu og síðasta ári
vantar um 400 milljónir upp á að
þetta hafi gengið eftir,“ segir
Páll. „Við erum að bregðast við
þessu núna og náum sparnaði upp
á 180 milljónir, til dæmis með
fækkun starfsmanna.“
Frá og með 1. ágúst næstkom-
andi hafa stjórnvöld heimilað
fimm prósenta hækkun á afnota-
gjöldum. Páll telur það vera full-
lítið.
„Ég reikna með að til þess að
hækkunin myndi skila Ríkis-
útvarpinu sömu tekjum og árið
2006 að raungildi þyrftu afnota-
gjöldin að hækka um tuttugu pró-
sent,“ segir Páll.
Gunnar Svavarsson, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, segir
aldrei hafa komið til umræðu
innan nefndarinnar að hækka
afnotagjöldin meira en þau fimm
prósent sem lagt var upp með frá
ríkisstjórninni.
„Fjárlögin standa fyrir sínu á
þeim tíma sem þau eru samþykkt.
Ekki var vilji til þess í desember
þegar þau voru samþykkt að
hækka afnotagjöldin frekar,“
segir Gunnar.
vidirp@frettabladid.is
Afnotagjöldin kosta
uppsagnir hjá RÚV
Tilkynnt var í gær að stöðugildum hjá Ríkisútvarpinu yrði fækkað um tuttugu.
Trúnaðarmaður á Fréttastofu Útvarps segir starfsmenn slegna yfir fréttunum.
Útvarpsstjóri segir hækkun afnotagjalda um fimm prósent ekki nógu háa.
RÍKISÚTVARPIÐ Ríkisútvarpið hefur fækkað stöðugildum um tuttugu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÁLL
MAGNÚSSON
DANMÖRK Óheppinn Dani þarf að
borga 109 krónur af hverjum
hundrað sem hann vinnur sér
inn. Maðurinn, sem heitir Peter
Holm, þarf því að borga fyrir að
vinna. Á meðan málið er í
vinnslu þarf Holm að taka lán til
að borga skattinn sinn. Þetta
kemur fram á heimasíðu
Jyllandsposten.
Holm borgar tvöfaldan skatt
af ýmsum tekjuliðum eftir að
hann stofnaði nýtt fyrirtæki í
samvinnu við fjárfesti. Hann er
því bæði eigandi og starfsmaður
fyrirtækisins, sem veldur
þessari furðulegu tvísköttun.
Málið er nú fyrir dönskum
skattayfirvöldum en þangað til
það leysist getur Holm harmað
hlutinn sinn. - ges
Dani fastur í skattamartröð:
Þarf að borga
fyrir að vinna
FRAKKLAND Internetfyrirtækið
eBay var í gær dæmt til að greiða
tískuframleiðandanum Louis
Vuitton hátt í fimm milljarða
íslenskra króna í skaðabætur
fyrir að selja falsaðar vörur
merktar fyrirtækinu á netinu.
eBay hyggst áfrýja dómnum.
Réttað var yfir internetfyrir-
tækinu í París. Því var einnig
meinað að selja vörur frá
ilmvatnsframleiðendunum
Christian Dior, Kenzo, Givenchy
og Guerlain.
Talsmaður eBay segir dóminn
endurspegla ótta við samkeppni.
- kg
Réttað yfir netfyrirtæki:
eBay fær fimm
milljarða sekt
LOUIS VUITTON Fyrirtækið vann fimm
milljarða málsókn á hendur eBay.
SJÁVARÚTVEGUR Mikil áta er í þeirri
síld sem veiðist um þessar mundir.
Því hentar hún ekki vel til vinnslu
að sögn Sveinbjörns Sigmundsson-
ar verksmiðjustjóra HB Granda.
Skipin Faxi RE og Ingunn RE
ætluðu út til veiða en vegna
mikillar brælu veiddist lítið af
síld. Í staðinn var stærsti hluti
aflans makríll.
Veiðarnar hófust vestan við
Þórsbankann. Í fyrsta holli var
hlutfall makríls um 34 prósent en í
seinna hollinu um 70 prósent.
Bræla er enn á miðunum en
samkvæmt veðurspá ætti að gefa
aftur til veiða eigi síðar en á
miðvikudag. - vsp
Veiddu makríl á síldarveiðum:
Of mikil áta í
síldinni núna
SPÁNN, AP Umhverfisnefnd
Spánarþings hefur beint því til
ríkisstjórnar landsins að beita sér
fyrir auknum réttindum mannapa
á borð við górillur og simpansa.
Hvatt er til þess að bannað verði
að fram-
kvæma
skaðlegar
tilraunir á
mannöpum og
að hafa þá til
sýnis í
hagnaðar-
skyni.
Stuðnings-
menn
álykt unar-
innar hafa bent á skyld -leika
manna og mannapa til stuðnings
auknum réttindum mannapa.
Ályktunin hlaut stuðning allra
flokka. Talsmaður íhaldsmanna
sagðist þó hálfskammast sín fyrir
að vinna að réttindum apa á tímum
harðnandi efnahags. - gh
Þingsályktun á Spáni:
Apar fá réttindi
GÓRILLA
Við höfum verið að
segja fréttir af fjölda-
uppsögnum í samfélaginu en
bjuggumst ekki við að þetta
kæmi til hjá okkur sjálfum.
HEIÐAR ÖRN SIGURFINNSSON
TRÚNAÐARM. Á FRÉTTASTOFU ÚTVARPS
VEISTU SVARIÐ?