Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2008
MYND/EIRÍKUR JÓNSSON
á Miðsitju, Sigurbjörn Bárðar-
son á Oddhóli og Gunnar Arnar-
son á Auðsholtshjáleigu. Konur
hafa einnig látið að sér kveða og má
þar nefna Ólöfu Guðbrandsdóttur
í Nýjabæ, Freyju Hilmarsdóttur í
Votmúla og Olil Amble. Allar hafa
þær náð framúrskarandi árangri
sem reiðmenn og hrossaræktend-
ur. Allt þetta fólk er ennþá á fullu.
Og það er einmitt það skemmtileg-
asta við hestamennsku á íslenskum
hestum. Þú getur verið að alla ævi.
Ef þú hættir af einhverjum ástæð-
um að fara á bak í ellinni þá taka
börnin við að ríða út og þú snýrð
þér að ræktuninni.
ÍÞRÓTT MENNING LÍFSSTÍLL
En þótt hestarnir séu þungamiðja
Landsmótanna eru þau í raun svo
miklu meira: Menningarviðburður,
kaupstefna, og síðast en ekki síst –
fjölskylduskemmtun!
Á LM2008 verður lögð enn meiri
áhersla á fjölskyldu- og menningar-
þáttinn en áður. Við erum alltaf að
gera okkur betur grein fyrir hve
hestamennskan er dýrmætt fjöl-
skyldusport. Þar er ekkert kyn-
slóðabil. Einnig hve íslenski hestur-
inn er stór partur af menningu
okkar og sögu. Þess vegna verð-
ur lögð sérstök áhersla á að börn,
og fjölskyldan í heild sinni, geti
notið sín á mótinu. Einnig verður
lögð áhersla á að fólk geti kynnt sér
sögu hests og þjóðar. Landsmótið
2008 mun því endurspegla kjörorð
Landssambands hestamannafélaga:
Íþrótt – menning – lífsstíll.
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Það er ódýrara en
þú heldur að tryggja
hestinn hjá VÍS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Líftrygging kostar aðeins frá
Takmörkuð líftrygging 400.000 kr. Dæmi um iðgjald
miðast við gjaldskrá VÍS í apríl 2008, 20% landsmóts-
afslátt og fjölskyldutryggingu í gildi.
Allar tryggingar eru gefnar út til eins árs í senn.
ATH! Landsmótsafslátturinn gildir í eitt ár.
287 kr. á mánuði
Fáðu 20% afslátt á Landsmótinu